Var við það að missa vitið en fann sig svo í tónlistinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. júlí 2023 15:02 Klemens Ólafur Þrastarson, Klói, var að senda frá sér tveggja laga smáskífu. Arnaldur Máni Finnson „Ég var í voða fínni inni vinnu og kominn á miðjan aldur en leiður á henni og ýmsu öðru. Ég var eiginlega bara að missa vitið af leiðindum og mig langaði að prófa eitthvað annað áður en af því yrði endanlega. Á svipuðum tíma áttaði ég mig líka á því að ekki bara einn heldur tveir jafnaldrar mínir og fyrrum hljómsveitafélagar höfðu dáið tiltölulega nýlega,“ segir tónlistarmaðurinn Klemens Ólafur Þrastarson, sem notast við listamannsnafnið Klói og var að senda frá sér tveggja laga smáskífu. Vitrun sem breytti tilverunni Fyrir nokkrum árum fékk Klói eins konar uppljómun. „Ég hætti í vinnunni og fór til Spánar, míns annars heimilis. Á meðan ég var þar rakst ég á gamalt úkúlele í einni Airbnb-íbúðinni, byrjaði að spila og fékk bara vitrun. Auðvitað var þetta það sem ég ætlaði að gera.“ Klói lýsir sér sem tónelskum manni og segist vilja lifa í þeim heimi. Áhuginn kviknaði þegar hann keypti sína fyrstu plötu níu ára gamall, sem var platan Plágan með Bubba Morthens. „Tónlist var það sem mig langaði alltaf að gera. Eftir að ég hætti í vinnunni og fór að ferðast þá ákvað ég að taka bara með fartölvuna mína, þannig að ég gæti gert tónlist í henni og skrifað kannski bók. En það er allt öðruvísi að gera tónlist í tölvu og að spila á hljóðfæri. Þannig að í eina vonda smástund breytti ég aðal planinu í að skrifa bók og kenna Spánverjum íslensku í aukavinnu. Síðan hringdi vekjaraklukkan mjög harkalega þegar ég rakst á þetta ódýra úkúlele í Airbnb-íbúðinni og byrjaði að spila á það. Það kom ekkert annað til greina. Ég kann nú voða lítið að spila á úkúlele en þá byrjaði ég að fikta og bulla fram einhver lög á spænsku og ensku, þegar ekki var síesta hjá nágrönnunum.“ Lífið breyttist þegar Klói rakst á úkúlele í Air bnb íbúð á Spáni. Hann spilaði svo mikið á það að hendurnar fóru í verkfall en á myndinni sést teygjubindi á vinstri hendi hans. Þröstur Flóki. Máttlaus í höndunum Við þetta segist Klói hafa upplifað að hann væri kominn heim til sín. „Það er góð tilfinning, sérstaklega á svona kaótísku ferðalagi. Ég keypti mér síðan þýskan dverg-gítar og langaði að fara að böska á Spáni. Ég spilaði svo mikið að hendurnar fóru í verkfall og mér var heillengi illt í vinstri, var hálf máttlaus í marga mánuði.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Þurrt að kalla: Klippa: Klói - Þurrt að kalla Hendurnar voru að sögn Klóa frekar lengi að jafna sig en á meðan tókst honum að læra betur á upptökur í tölvu. Hann sendi nýlega frá sér lögin Þurrt að kalla og Betra veður sem voru samin bæði í sólinni á Spáni og á kafi í snjó hér heima. „Ég hélt áfram að semja og eftir að ég gafst upp á Spánardraumunum fór ég heim og kláraði lögin þar. Fyrsta lagið sem ég var ánægður með var Betra veður, sem er annað af þessum tveimur sem eru komin á Spotify.“ Klói lýsir laginu Betra veður sem hálfgerðri dreifbýlis ballöðu. Hitt lagið, Þurrt að kalla, er að hans sögn reggískotið grúv. „Textinn við lagið hefur vakið nokkra forvitni. Einhver segir að þetta sé þetta opið bréf til seðlabankastjóra, um samband evru og krónu eða um einhverskonar Paradísarmissi. Annar segir þetta vera „bara enn eitt ástarlagið“. En kannski er þetta rifrildi útbrunninna, beiskra og vonsvikinna veðurfræðinga sem við verðum vitni að þarna við svarta ströndina.“ Klói var að gefa út lögin Betra veður og Þurrt að kalla.Brynjar Snær Frá Spánarhitanum í séríslenskt myrkur Klói segir flutninginn heim hafa verið mikil viðbrigði. „Ég flaug heim úr sólinni sem kaldur kalkúnn í séríslenskt myrkur og miskunnarleysi desembermánaðar, eins og skáldið sagði. Ísland heilsaði mér þar með mesta mælda kulda í eitt hundrað ár. Ég var einn í sumarbústað undir Bláfjöllum í dimmum dal. Snjór upp að mitti, bíllinn bilaður. Svona eru jólin stundum.“ Í spilaranum má heyra Betra veður, sem er seinna lagið af smáskífunni: Klippa: Klói - Betra veður Á þessum tíma fékk hann þó nægan tíma í upptökur og segir hann að í febrúar hafi verið komið efni í plötu. „Einn og einn sem heyrði svo demóin sagði mér að sum lögin minntu á Prins Póló. Ég ákvað að skoða þá tengingu og hafði samband við fyrrum upptökustjóra hans. Það var frábært samtal og hann var hrifinn af þessu. Skömmu síðar var ég kominn til Húsavíkur í þeim tilgangi að hitta hann, hinn eina sanna Axel „Flex“ Árnason. Platan var síðan sett í endanlegan búning á Tjörnesi, milli Húsavíkur og Kópaskers. Í áframhaldandi snjó og kulda.“ Klói segir samstarfið hafa gengið afbragðsvel og platan komi út á næstunni. Hér má hlusta á Klóa á streymisveitunni Spotify og hér má fylgjast með Klóa á Facebook. Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vitrun sem breytti tilverunni Fyrir nokkrum árum fékk Klói eins konar uppljómun. „Ég hætti í vinnunni og fór til Spánar, míns annars heimilis. Á meðan ég var þar rakst ég á gamalt úkúlele í einni Airbnb-íbúðinni, byrjaði að spila og fékk bara vitrun. Auðvitað var þetta það sem ég ætlaði að gera.“ Klói lýsir sér sem tónelskum manni og segist vilja lifa í þeim heimi. Áhuginn kviknaði þegar hann keypti sína fyrstu plötu níu ára gamall, sem var platan Plágan með Bubba Morthens. „Tónlist var það sem mig langaði alltaf að gera. Eftir að ég hætti í vinnunni og fór að ferðast þá ákvað ég að taka bara með fartölvuna mína, þannig að ég gæti gert tónlist í henni og skrifað kannski bók. En það er allt öðruvísi að gera tónlist í tölvu og að spila á hljóðfæri. Þannig að í eina vonda smástund breytti ég aðal planinu í að skrifa bók og kenna Spánverjum íslensku í aukavinnu. Síðan hringdi vekjaraklukkan mjög harkalega þegar ég rakst á þetta ódýra úkúlele í Airbnb-íbúðinni og byrjaði að spila á það. Það kom ekkert annað til greina. Ég kann nú voða lítið að spila á úkúlele en þá byrjaði ég að fikta og bulla fram einhver lög á spænsku og ensku, þegar ekki var síesta hjá nágrönnunum.“ Lífið breyttist þegar Klói rakst á úkúlele í Air bnb íbúð á Spáni. Hann spilaði svo mikið á það að hendurnar fóru í verkfall en á myndinni sést teygjubindi á vinstri hendi hans. Þröstur Flóki. Máttlaus í höndunum Við þetta segist Klói hafa upplifað að hann væri kominn heim til sín. „Það er góð tilfinning, sérstaklega á svona kaótísku ferðalagi. Ég keypti mér síðan þýskan dverg-gítar og langaði að fara að böska á Spáni. Ég spilaði svo mikið að hendurnar fóru í verkfall og mér var heillengi illt í vinstri, var hálf máttlaus í marga mánuði.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Þurrt að kalla: Klippa: Klói - Þurrt að kalla Hendurnar voru að sögn Klóa frekar lengi að jafna sig en á meðan tókst honum að læra betur á upptökur í tölvu. Hann sendi nýlega frá sér lögin Þurrt að kalla og Betra veður sem voru samin bæði í sólinni á Spáni og á kafi í snjó hér heima. „Ég hélt áfram að semja og eftir að ég gafst upp á Spánardraumunum fór ég heim og kláraði lögin þar. Fyrsta lagið sem ég var ánægður með var Betra veður, sem er annað af þessum tveimur sem eru komin á Spotify.“ Klói lýsir laginu Betra veður sem hálfgerðri dreifbýlis ballöðu. Hitt lagið, Þurrt að kalla, er að hans sögn reggískotið grúv. „Textinn við lagið hefur vakið nokkra forvitni. Einhver segir að þetta sé þetta opið bréf til seðlabankastjóra, um samband evru og krónu eða um einhverskonar Paradísarmissi. Annar segir þetta vera „bara enn eitt ástarlagið“. En kannski er þetta rifrildi útbrunninna, beiskra og vonsvikinna veðurfræðinga sem við verðum vitni að þarna við svarta ströndina.“ Klói var að gefa út lögin Betra veður og Þurrt að kalla.Brynjar Snær Frá Spánarhitanum í séríslenskt myrkur Klói segir flutninginn heim hafa verið mikil viðbrigði. „Ég flaug heim úr sólinni sem kaldur kalkúnn í séríslenskt myrkur og miskunnarleysi desembermánaðar, eins og skáldið sagði. Ísland heilsaði mér þar með mesta mælda kulda í eitt hundrað ár. Ég var einn í sumarbústað undir Bláfjöllum í dimmum dal. Snjór upp að mitti, bíllinn bilaður. Svona eru jólin stundum.“ Í spilaranum má heyra Betra veður, sem er seinna lagið af smáskífunni: Klippa: Klói - Betra veður Á þessum tíma fékk hann þó nægan tíma í upptökur og segir hann að í febrúar hafi verið komið efni í plötu. „Einn og einn sem heyrði svo demóin sagði mér að sum lögin minntu á Prins Póló. Ég ákvað að skoða þá tengingu og hafði samband við fyrrum upptökustjóra hans. Það var frábært samtal og hann var hrifinn af þessu. Skömmu síðar var ég kominn til Húsavíkur í þeim tilgangi að hitta hann, hinn eina sanna Axel „Flex“ Árnason. Platan var síðan sett í endanlegan búning á Tjörnesi, milli Húsavíkur og Kópaskers. Í áframhaldandi snjó og kulda.“ Klói segir samstarfið hafa gengið afbragðsvel og platan komi út á næstunni. Hér má hlusta á Klóa á streymisveitunni Spotify og hér má fylgjast með Klóa á Facebook.
Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira