„Þeim leið bara illa frá fyrstu mínútu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júlí 2023 21:21 Eggert Aron skoraði annað mark Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Diego „Þetta var bara frábær sigur. Við gefumst aldrei upp og þeim leið bara illa frá fyrstu mínútu,“ sagði Eggert aron Guðmundsson, sem skoraði annað mark Stjörnunnar er liðið vann 2-0 sigur gegn Val í kvöld. „Við sýndum bara hversu góðir við getum verið og við höldum áfram frá 5-0 sigrinum á móti FH. Þetta var bara frábær frammistaða í alla staði.“ Hann ítrekar að hann og liðsfélagar hans hafi látið Valsmönnum líða illa. „Já, þetta eru frábærir leikmenn þarna, en við létum þeim líða illa með því að vera aggresívir í öllum návígum. Við settum tóninn frá byrjun og þeir voru bara í köðlunum.“ Stjörnumenn voru án síns besta manns í sumar, Ísaks Andra Sigurgeirssonar, sem er á leið frá liðinu og út fyrir landsteinana. Eggert segir það þó ekki hafa haft áhrif á undirbúning liðsins. „Það er náttúrulega leiðinlegt að missa Ísak en við erum frábært lið og hann er frábær leikmaður. Ef hann fer út þá óska ég honum bara góðs gengis, en við sýndum bara í dag að við erum frábært lið. Við erum með góða einstaklinga, en við sýndum það í dag að við erum með frábæra liðsheild og þegar við erum á okkar degi vinnum við öll lið.“ Þá segir Eggert að hans eigið sjálfstraust sé í botni eftir að hafa staðið sig vel með U19 ára landsliðinu á dögunum. „Það má alveg segja það. Mér gekk vel úti og þetta var frábær ferð í alla staði. Ég mun aldrei gleyma þessu. Sjálfstaustið sýndi sig bara í dag og ég átti góðan leik.“ Hann var svo að sjálfsögðu sáttur með markið sem hann skoraði í kvöld, en hefði þó viljað gera aðeins betur. „Þetta var bara fínasta mark, en ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað fastara skot. En það er alltaf gaman að sjá hann inni í markinu.“ Stjörnumenn hafa aðeins tapað einum leik í seinustu fimm deildarleikjum og liðið er búið að slíta sig frá botnbaráttunni og komið upp í efri hlutann. „Þessi deild er náttúrulega bara eins og hún er. Þetta er Besta-deildin og það er fjör í henni. Einn sigur gefur manni bara eitthvað nýtt hlutverk,“ sagði Eggert að lokum. Besta deild karla Stjarnan Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
„Við sýndum bara hversu góðir við getum verið og við höldum áfram frá 5-0 sigrinum á móti FH. Þetta var bara frábær frammistaða í alla staði.“ Hann ítrekar að hann og liðsfélagar hans hafi látið Valsmönnum líða illa. „Já, þetta eru frábærir leikmenn þarna, en við létum þeim líða illa með því að vera aggresívir í öllum návígum. Við settum tóninn frá byrjun og þeir voru bara í köðlunum.“ Stjörnumenn voru án síns besta manns í sumar, Ísaks Andra Sigurgeirssonar, sem er á leið frá liðinu og út fyrir landsteinana. Eggert segir það þó ekki hafa haft áhrif á undirbúning liðsins. „Það er náttúrulega leiðinlegt að missa Ísak en við erum frábært lið og hann er frábær leikmaður. Ef hann fer út þá óska ég honum bara góðs gengis, en við sýndum bara í dag að við erum frábært lið. Við erum með góða einstaklinga, en við sýndum það í dag að við erum með frábæra liðsheild og þegar við erum á okkar degi vinnum við öll lið.“ Þá segir Eggert að hans eigið sjálfstraust sé í botni eftir að hafa staðið sig vel með U19 ára landsliðinu á dögunum. „Það má alveg segja það. Mér gekk vel úti og þetta var frábær ferð í alla staði. Ég mun aldrei gleyma þessu. Sjálfstaustið sýndi sig bara í dag og ég átti góðan leik.“ Hann var svo að sjálfsögðu sáttur með markið sem hann skoraði í kvöld, en hefði þó viljað gera aðeins betur. „Þetta var bara fínasta mark, en ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað fastara skot. En það er alltaf gaman að sjá hann inni í markinu.“ Stjörnumenn hafa aðeins tapað einum leik í seinustu fimm deildarleikjum og liðið er búið að slíta sig frá botnbaráttunni og komið upp í efri hlutann. „Þessi deild er náttúrulega bara eins og hún er. Þetta er Besta-deildin og það er fjör í henni. Einn sigur gefur manni bara eitthvað nýtt hlutverk,“ sagði Eggert að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05