Fjöldi stórstjarna missir af HM vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2023 15:00 Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Hún missir af HM vegna meiðsla. Getty Images/Laurens Lindhout Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu nálgast óðfluga. Mótið hefst á fimmtudag, 20. júlí, og verður fjöldi magnaðra leikmanna í sviðsljósinu. Það er hins vegar ljóst að fjölmargar mun vanta þar sem þær eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Vefmiðillinn Bleacher Report tók saman svokallað „draumalið meiddra“ leikmanna sem munu missa af HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Um er að ræða 11 manna byrjunarlið ásamt 10 varamönnum. Sjá má hópinn í heild sinni neðst í fréttinni. Stærsta nafnið er án efa Vivianne Miedema, leikmaður Hollands og Arsenal. Þessi 27 ára gamli framherji hefur spilað 115 A-landsleiki fyrir þjóð sína og skorað 95 mörk. Hún hefur spilað fyrir Skytturnar síðan 2017 og skorað 78 mörk í 97 leikjum ásamt því að gefa 34 stoðsendingar. Beth Mead og Vivianne Miedema verða ekki með á HM.Anthony Devlin/Getty Images Evrópumeistarar Englands mæta með heldur laskað lið til leiks en fyrirliðinn Leah Williamson og hin stórskemmtilega Beth Mead, báðar leikmenn Arsenal, eru frá eftir að hafa slitið krossband í hné. Einnig er Fran Kirby, leikmaður Chelsea, meidd á hné en hún byrjaði alla sex leiki Englands þegar liðið varð Evrópumeistari síðasta sumar. Williamson var hreint út sagt frábær þegar England sigraði EM á heimavelli.Naomi Baker/Getty Images Frakkland verður sömuleiðis án fjölda sterkra leikmanna en Amandine Henry [Angel City FC], Griedge Mbock Bathy [Lyon], Delphine Cascarino [Lyon] og Marie-Antoinette Katoto [París Saint-Germain] verða ekki með franska liðinu á mótinu. Mallory Swanson keyrð af velli.EPA/Adam Davis Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar en liðið verður án alls sex leikmanna. Flestar þeirra eru gríðarlega reynslumiklar og ljóst að um mikið högg er að ræða fyrir þjóð sem hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Leikmennirnir sex sem um ræðir eru Becky Sauerbrunn [Portland Thorns], Sam Mewis [Kansas City Current], Mallory Swanson [Chicago Red Stars], Tobin Heath [OL Reign], Catarina Macario [Chelsea] og Christen Press [Angel City]. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Bleacher Report sem og varamennina tíu. So much talent will be missing the World Cup through injury pic.twitter.com/n56h9cLNtS— B/R Football (@brfootball) July 17, 2023 HM kvenna hefst þann 20. júlí með tveimur leikjum. Nýja-Sjáland mætir Noregi í fyrsta leik mótsins og Ástralía mætir Írlandi skömmu síðar sama dag. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Sjá meira
Vefmiðillinn Bleacher Report tók saman svokallað „draumalið meiddra“ leikmanna sem munu missa af HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Um er að ræða 11 manna byrjunarlið ásamt 10 varamönnum. Sjá má hópinn í heild sinni neðst í fréttinni. Stærsta nafnið er án efa Vivianne Miedema, leikmaður Hollands og Arsenal. Þessi 27 ára gamli framherji hefur spilað 115 A-landsleiki fyrir þjóð sína og skorað 95 mörk. Hún hefur spilað fyrir Skytturnar síðan 2017 og skorað 78 mörk í 97 leikjum ásamt því að gefa 34 stoðsendingar. Beth Mead og Vivianne Miedema verða ekki með á HM.Anthony Devlin/Getty Images Evrópumeistarar Englands mæta með heldur laskað lið til leiks en fyrirliðinn Leah Williamson og hin stórskemmtilega Beth Mead, báðar leikmenn Arsenal, eru frá eftir að hafa slitið krossband í hné. Einnig er Fran Kirby, leikmaður Chelsea, meidd á hné en hún byrjaði alla sex leiki Englands þegar liðið varð Evrópumeistari síðasta sumar. Williamson var hreint út sagt frábær þegar England sigraði EM á heimavelli.Naomi Baker/Getty Images Frakkland verður sömuleiðis án fjölda sterkra leikmanna en Amandine Henry [Angel City FC], Griedge Mbock Bathy [Lyon], Delphine Cascarino [Lyon] og Marie-Antoinette Katoto [París Saint-Germain] verða ekki með franska liðinu á mótinu. Mallory Swanson keyrð af velli.EPA/Adam Davis Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar en liðið verður án alls sex leikmanna. Flestar þeirra eru gríðarlega reynslumiklar og ljóst að um mikið högg er að ræða fyrir þjóð sem hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Leikmennirnir sex sem um ræðir eru Becky Sauerbrunn [Portland Thorns], Sam Mewis [Kansas City Current], Mallory Swanson [Chicago Red Stars], Tobin Heath [OL Reign], Catarina Macario [Chelsea] og Christen Press [Angel City]. Hér að neðan má sjá byrjunarlið Bleacher Report sem og varamennina tíu. So much talent will be missing the World Cup through injury pic.twitter.com/n56h9cLNtS— B/R Football (@brfootball) July 17, 2023 HM kvenna hefst þann 20. júlí með tveimur leikjum. Nýja-Sjáland mætir Noregi í fyrsta leik mótsins og Ástralía mætir Írlandi skömmu síðar sama dag.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Sjá meira