Ómar Ingi: Það vantaði ekki mikið meira upp á Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. júlí 2023 23:00 Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK gerði markalaust jafntefli í kvöld gegn Fylki í Árbænum í 15. umferð Bestu deildarinnar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var nokkuð sáttur að leik loknum þrátt fyrir að stigin urðu ekki þrjú. Leikurinn var frekar bragðdaufur lengst af en HK fékk nokkur úrvalsfæri undir lok leiksins sem rötuðu þó ekki á endanum í markið. „Það vantaði ekki mikið meira upp á heldur en það að skora undir lokin, það er alveg rétt. Mér fannst samt alveg ágætlega fjörugt. Mér fannst við alveg fá færi líka í fyrri hálfleiknum og enn þá meira hérna í lokin til þess að fara í burtu með sigur, þannig að það er svona pínu svekkjandi.“ Leikplan HK gekk upp að mati Ómars Inga, fyrir utan það að ná í sigurinn. „Leikurinn spilaðist svona nokkurn veginn eins og við ætluðum okkur. Við ætluðum að vera rólegir og þéttir og passívir í fyrri hálfleiknum. Fá aðeins að þreifa á þeim og sjá hvernig þeir myndu spila. Þeir eru náttúrulega búnir að vera spila við nokkur af sterkustu liðum deildarinnar undanfarið, þannig að það var svolítið erfitt að sjá hvernig þeir kæmu inn í leikinn á móti okkur. Þannig að það var með ráðum gert að koma rólegir inn í leikinn og eftir að við værum búnir að átta okkur á þeim þá reyndum við að breyta aðeins um gír og vorum ansi nálægt því að fara með sigur af hólmi.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið þá sagði Ómar Ingi þetta. „Það er ekki versta niðurstaðan úr leiknum. Ekkert ósáttur með stigið en svona beint eftir leik þá voru tækifærin okkar síðustu tíu til fimmtán mínúturnar í seinni hálfleiknum hafi verið þannig að það hafi verið ekkert ósanngjarnt að við hefðum unnið.“ Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og fékk HK Tuma Þorvarsson til baka úr láni frá Haukum. Tumi tók þátt í tveimur leikjum HK í upphafi Bestu deildarinnar og átti til að mynda stóran þátt í frægu sigurmarki HK á Breiðabliki í fyrstu umferð deildarinnar. „Þegar Tumi fer þá gerist það hratt á lokadegi gluggans þegar við tökum Eyþór Wöhler inn. Þetta var á þeim tíma hans ákvörðun hvað hann vildi gera. Hann óskaði eftir því að fá að koma til baka þannig að við tökum á móti honum glaðir.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar frekari viðbætur í þessum félagsskiptaglugga þá útilokar Ómar Ingi það ekki. „Það gæti alveg verið. Við erum að missa Ívar Orra í skóla í Bandaríkjunum, þannig að við erum að horfa í kringum okkur eftir því að auka aðeins breiddina þegar hann fer og svo sjáum við bara hvort það sé eitthvað í boði sem er þess virði að skoða,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Leikurinn var frekar bragðdaufur lengst af en HK fékk nokkur úrvalsfæri undir lok leiksins sem rötuðu þó ekki á endanum í markið. „Það vantaði ekki mikið meira upp á heldur en það að skora undir lokin, það er alveg rétt. Mér fannst samt alveg ágætlega fjörugt. Mér fannst við alveg fá færi líka í fyrri hálfleiknum og enn þá meira hérna í lokin til þess að fara í burtu með sigur, þannig að það er svona pínu svekkjandi.“ Leikplan HK gekk upp að mati Ómars Inga, fyrir utan það að ná í sigurinn. „Leikurinn spilaðist svona nokkurn veginn eins og við ætluðum okkur. Við ætluðum að vera rólegir og þéttir og passívir í fyrri hálfleiknum. Fá aðeins að þreifa á þeim og sjá hvernig þeir myndu spila. Þeir eru náttúrulega búnir að vera spila við nokkur af sterkustu liðum deildarinnar undanfarið, þannig að það var svolítið erfitt að sjá hvernig þeir kæmu inn í leikinn á móti okkur. Þannig að það var með ráðum gert að koma rólegir inn í leikinn og eftir að við værum búnir að átta okkur á þeim þá reyndum við að breyta aðeins um gír og vorum ansi nálægt því að fara með sigur af hólmi.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið þá sagði Ómar Ingi þetta. „Það er ekki versta niðurstaðan úr leiknum. Ekkert ósáttur með stigið en svona beint eftir leik þá voru tækifærin okkar síðustu tíu til fimmtán mínúturnar í seinni hálfleiknum hafi verið þannig að það hafi verið ekkert ósanngjarnt að við hefðum unnið.“ Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og fékk HK Tuma Þorvarsson til baka úr láni frá Haukum. Tumi tók þátt í tveimur leikjum HK í upphafi Bestu deildarinnar og átti til að mynda stóran þátt í frægu sigurmarki HK á Breiðabliki í fyrstu umferð deildarinnar. „Þegar Tumi fer þá gerist það hratt á lokadegi gluggans þegar við tökum Eyþór Wöhler inn. Þetta var á þeim tíma hans ákvörðun hvað hann vildi gera. Hann óskaði eftir því að fá að koma til baka þannig að við tökum á móti honum glaðir.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar frekari viðbætur í þessum félagsskiptaglugga þá útilokar Ómar Ingi það ekki. „Það gæti alveg verið. Við erum að missa Ívar Orra í skóla í Bandaríkjunum, þannig að við erum að horfa í kringum okkur eftir því að auka aðeins breiddina þegar hann fer og svo sjáum við bara hvort það sé eitthvað í boði sem er þess virði að skoða,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira