Vonast til að ljúka níu ára eyðimerkurgöngu: „Hefði ekki getað beðið um betri undirbúning“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2023 15:30 Rory McIlroy bíður enn eftir sínum fimmta sigri á risamóti. getty/Oisin Keniry Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segir að undirbúningurinn fyrir Opna breska meistaramótið í golfi hafi verið fullkominn. Hann ætlar að binda endi á níu ára bið eftir sigri á risamóti um helgina. McIlroy hitaði upp fyrir Opna breska með því að vinna Opna skoska mótið um síðustu helgi. „Ég hefði ekki getað beðið um betri undirbúning,“ sagði McIlroy um sigurinn á Opna skoska. „Það hvernig ég spilaði síðustu tvær holurnar var frábær endir og fullkomin leið til að koma inn í þessa viku,“ bætti Norður-Írinn við. Hann fékk fugla á tveimur síðustu holunum á Opna skoska. Opna breska, sem hefst á morgun, fer fram á Royal Liverpool vellinum. McIlroy vann einmitt Opna breska á sama velli 2014. Það var þriðji risatitilinn af fjórum sem hann hefur unnið. Níu ár eru liðin síðan McIlroy vann risamót. „Ég hef svo oft verið nálægt þessu síðan þá. Ég hef átt frábær níu ár og unnið fullt af mótum en ekki risamót. Vonandi get ég breytt því um helgina,“ sagði McIlroy. „Það er fínt að vera kominn hingað aftur. Það er ekki eins og ég hugsi oft um þetta en það er gott að koma aftur og kynnast vellinum upp á nýtt. Það er fínt að snúa aftur á stað sem þú vannst risamót á en þér líður samt svolítið eins og þú sért gamall.“ Keppni á Opna breska hefst á morgun. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögum mótsins á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá fyrsta degi Opna breska hefst klukkan 05:30 í fyrramálið. Golf Opna breska Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
McIlroy hitaði upp fyrir Opna breska með því að vinna Opna skoska mótið um síðustu helgi. „Ég hefði ekki getað beðið um betri undirbúning,“ sagði McIlroy um sigurinn á Opna skoska. „Það hvernig ég spilaði síðustu tvær holurnar var frábær endir og fullkomin leið til að koma inn í þessa viku,“ bætti Norður-Írinn við. Hann fékk fugla á tveimur síðustu holunum á Opna skoska. Opna breska, sem hefst á morgun, fer fram á Royal Liverpool vellinum. McIlroy vann einmitt Opna breska á sama velli 2014. Það var þriðji risatitilinn af fjórum sem hann hefur unnið. Níu ár eru liðin síðan McIlroy vann risamót. „Ég hef svo oft verið nálægt þessu síðan þá. Ég hef átt frábær níu ár og unnið fullt af mótum en ekki risamót. Vonandi get ég breytt því um helgina,“ sagði McIlroy. „Það er fínt að vera kominn hingað aftur. Það er ekki eins og ég hugsi oft um þetta en það er gott að koma aftur og kynnast vellinum upp á nýtt. Það er fínt að snúa aftur á stað sem þú vannst risamót á en þér líður samt svolítið eins og þú sért gamall.“ Keppni á Opna breska hefst á morgun. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögum mótsins á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá fyrsta degi Opna breska hefst klukkan 05:30 í fyrramálið.
Golf Opna breska Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira