„Reynir á alla hæfni kylfinga, þarft að kunna öll höggin til að skora vel“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2023 20:00 Steini Hallgríms er sérlégur sérfræðingur Stöðvar 2 Sport þegar kemur að Opna breska og golfi almennt. Vísir/Sigurjón „Þetta er svona stærsta mótið á tímabilinu og ég verð að segja að þetta er það mót sem maður er spenntastur fyrir,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, betur þekktur sem Steini Hallgríms, um Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er í dag einfaldlega þekkt sem Opna (e. The Open). Opna meistaramótið er í þann mund að hefjast og verður sýnt beint frá mótinu á rásum Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst kl. 05.30 á fimmtudagsmorgun og er yfir daginn. Af því tilefni var Steini Hallgríms tekinn tali og farið yfir það sem vert er að vita fyrir komandi mót. „Að sjá kylfingana glíma við óhefðbundnar aðstæður miðað við það sem við erum að sjá öllu jöfnu á PGA- og evrópsku mótaröðinni. Þarna reynir á alla hæfni kylfinga, þarft að kunna öll höggin til að skora vel.“ „Þetta er elsta golfmót í heimi. Þetta er 151. Opna mótið og þetta er mikil saga. Þeir segja það allir sem ná að sigra á þessu móti að þetta sé það sem þeim hefur alltaf dreymt um,“ sagði Steini um rómantíkina sem fylgir mótinu. Viðtal heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Steini Hallgríms fyrir Opna breska: Vilja hafa vellina gula og harða Rory heitur en aðrir koma líka til greina „Það er erfitt að nefna ekki Rory McIlroy sem að sigraði í síðustu viku á Opna skoska mótinu. Sigraði síðast þegar leikið var á Hoylake-vellinum í Liverpool 2014. Annar kylfingur sem hefur verið að leika vel Rickie Fowler, þessir tveir eru líklegir,“ sagði Steini aðspurður út í mögulega toppbaráttu. Aðrir sem voru nefndir á nafn voru Matthew Fitzpatrick og Brooks Koepka. The perfect shape from Rickie. Follow his round live on YouTube. pic.twitter.com/iGa5Mx5i2T— The Open (@TheOpen) July 19, 2023 Langir dagar „Útsending hefst klukkan 05.30 í fyrramálið, þið eruð ekki að heyra vitlaust: 05.30 í fyrramálið til klukkan sjö annað kvöld.“ sagði Steini og starði í myndavélina aðspurður út í útsendingu mótsins. Ásamt því að sýna frá mótinu sjálfu mun Stöð 2 Sport halda áfram að sýna frá æfingasvæði þess þar sem kylfingar undirbúa sig og halda sér við á þessu sögufræga móti. „Sjáum bestu kylfinguna hita upp. Getur séð uppáhalds kylfinginn þinn, hvernig hann undirbýr sig fyrir sig fyrir sinn hring og annað. Þetta er gríðarlega stór útsending og algjör veisla.“ „Það eru allir sem geta lært af því hvernig sé best að undirbúa sig fyrir golfhring. Hvort sem er á Opna eða í íslensku golfi,“ bætti Steini við og brosti. 05.30: Opna breska meistaramótið - Stöð 2 Sport 4 06.30: Beint af æfingasvæðinu - Stöð 2 Sport 3 11.30: Beint af æfingasvæðinu - Stöð 2 Sport 3 Gulur og klár „Það er lykilatriði, þeir vilja hafa vellina gula og harða. Það rigndi í gær svo völlurinn er aðeins mýkri sem getur gert það að verkum að skorið verði örlítið betra. Þeir eigi auðveldara með að stöðva boltana, aðallega á brautum. Þær eru svo harðar og erfitt þegar boltinn skoppar 70 til 80 metra á kannski 20 metra breiðum brautum. Það er auðveldara að stöðva boltann á brautum ef hann rúllar bara 20 metra.“ „Það er mikil spenna og miklar væntingar fyrir stórskemmtilegu móti. Ég held að við fáum stórkostlegt mót,“ sagði Steini að lokum. Viðtalið við Steina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Golf Opna breska Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Sjá meira
Opna meistaramótið er í þann mund að hefjast og verður sýnt beint frá mótinu á rásum Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst kl. 05.30 á fimmtudagsmorgun og er yfir daginn. Af því tilefni var Steini Hallgríms tekinn tali og farið yfir það sem vert er að vita fyrir komandi mót. „Að sjá kylfingana glíma við óhefðbundnar aðstæður miðað við það sem við erum að sjá öllu jöfnu á PGA- og evrópsku mótaröðinni. Þarna reynir á alla hæfni kylfinga, þarft að kunna öll höggin til að skora vel.“ „Þetta er elsta golfmót í heimi. Þetta er 151. Opna mótið og þetta er mikil saga. Þeir segja það allir sem ná að sigra á þessu móti að þetta sé það sem þeim hefur alltaf dreymt um,“ sagði Steini um rómantíkina sem fylgir mótinu. Viðtal heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Steini Hallgríms fyrir Opna breska: Vilja hafa vellina gula og harða Rory heitur en aðrir koma líka til greina „Það er erfitt að nefna ekki Rory McIlroy sem að sigraði í síðustu viku á Opna skoska mótinu. Sigraði síðast þegar leikið var á Hoylake-vellinum í Liverpool 2014. Annar kylfingur sem hefur verið að leika vel Rickie Fowler, þessir tveir eru líklegir,“ sagði Steini aðspurður út í mögulega toppbaráttu. Aðrir sem voru nefndir á nafn voru Matthew Fitzpatrick og Brooks Koepka. The perfect shape from Rickie. Follow his round live on YouTube. pic.twitter.com/iGa5Mx5i2T— The Open (@TheOpen) July 19, 2023 Langir dagar „Útsending hefst klukkan 05.30 í fyrramálið, þið eruð ekki að heyra vitlaust: 05.30 í fyrramálið til klukkan sjö annað kvöld.“ sagði Steini og starði í myndavélina aðspurður út í útsendingu mótsins. Ásamt því að sýna frá mótinu sjálfu mun Stöð 2 Sport halda áfram að sýna frá æfingasvæði þess þar sem kylfingar undirbúa sig og halda sér við á þessu sögufræga móti. „Sjáum bestu kylfinguna hita upp. Getur séð uppáhalds kylfinginn þinn, hvernig hann undirbýr sig fyrir sig fyrir sinn hring og annað. Þetta er gríðarlega stór útsending og algjör veisla.“ „Það eru allir sem geta lært af því hvernig sé best að undirbúa sig fyrir golfhring. Hvort sem er á Opna eða í íslensku golfi,“ bætti Steini við og brosti. 05.30: Opna breska meistaramótið - Stöð 2 Sport 4 06.30: Beint af æfingasvæðinu - Stöð 2 Sport 3 11.30: Beint af æfingasvæðinu - Stöð 2 Sport 3 Gulur og klár „Það er lykilatriði, þeir vilja hafa vellina gula og harða. Það rigndi í gær svo völlurinn er aðeins mýkri sem getur gert það að verkum að skorið verði örlítið betra. Þeir eigi auðveldara með að stöðva boltana, aðallega á brautum. Þær eru svo harðar og erfitt þegar boltinn skoppar 70 til 80 metra á kannski 20 metra breiðum brautum. Það er auðveldara að stöðva boltann á brautum ef hann rúllar bara 20 metra.“ „Það er mikil spenna og miklar væntingar fyrir stórskemmtilegu móti. Ég held að við fáum stórkostlegt mót,“ sagði Steini að lokum. Viðtalið við Steina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
05.30: Opna breska meistaramótið - Stöð 2 Sport 4 06.30: Beint af æfingasvæðinu - Stöð 2 Sport 3 11.30: Beint af æfingasvæðinu - Stöð 2 Sport 3
Golf Opna breska Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Sjá meira