Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 09:06 Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar, vill mæta honum í sjónvarpinu. Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Bítinu í morgun. Eins og áður hefur komið fram snúast deilurnar um jörðina Lambeyrar í Dalasýslu sem átta börn bóndans Einars Valdimarssonar erfðu árið 2007. Ása sagði að Daði Einarson, faðir Ásmundar, hefði veðsett jörðina gegn vilja hinna systkinanna og tapaði fjármununum og þar með föðurarfnum. Segir Ásmund hafa staðið að innbrotum Fór jörðin á uppboð og þrjú systkini keyptu hana. Síðan þá hefur vargöld ríkt á Lambeyrum, dómsmál verið höfðuð og skemmdarverk framin. „Daði var brjálaður yfir því að systkinin eiga jörðina. Hann fer út um alla sveitina og stórættina og heldur því fram að hann eigi jörðina,“ sagði Ása í viðtalinu. Lagalega sé rétturinn hins vegar skýr og meðal annars hafi afsalið verið birt á Twitter. „Þegar hann fær ekki sínu fram eru innbrot, þjófnaðir, skemmdarverk upp á margar milljónir og stöðugar ógnir. Fjölskyldan mín er búin að búa við þetta ástand í yfir fimmtán ár,“ sagði Ása. Nefndi hún Daða og Valdimar bróðir hans í þessu samhengi. Einnig að Ásmundur Einar hafi verið staðinn að innbrotum. Reyna að afstýra að fólk slasist Ástæðuna fyrir því að Ása og systur hennar stigu fram er að sögn Ásu það að lögreglan komi ekki til hjálpar þó að eftir því sé leitað. Mikil skemmdarverk hafi verið unnin á jörðinni. „Til dæmis var í skjóli nætur farið á stórum plógi og geðveikislegt munstur rist í jörðina,“ sagði Ása. Eini tilgangurinn sé að eyðileggja túnin, sem samsvari þrjátíu fótboltavöllum að stærð. Þá séu myndbönd og vitni til af því að þeir hafi mætt með stórvirkar vinnuvélar til að taka í sundur vatnslagnir. Engu að síður vildi lögreglan ekki koma. „Þegar við fáum svona svör, trekk í trekk, fer maður að hugsa að Ásmundur hafi mjög sterk ítök á Vesturlandi. Þannig að maður getur ekki annað en spurt sig hvort það hafi áhrif hvernig lögreglan er að bregðast við að þetta sé faðir ráðherra,“ sagði Ása. Aðspurð um hvort að hún óttist afleiðingar af þessum ásökunum sagðist hún vita að svo yrði. Ástandið sé hins vegar þannig að þetta endi með því að einhver slasist. Eina leiðin til að reyna að milda ástandið eða stöðva það sé að segja frá. Vill mæta Ásmundi á hans heimavelli Hún segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá frændum sínum eftir að hlaðvarpið birtist. Viðbrögð samfélagsins og fjölmiðla hafi hins vegar verið góð. „Okkar saga er alveg einhliða,“ sagði Ása. „En við erum alveg sátt við að hin hliðin komi fram. Þannig að ég er tilbúin til þess að mæta honum Ásmundi Einari Daðasyni í sjónvarpsviðtali. Ég minni á það að hann er ráðherra þannig að hann hefur mikla reynslu og þjálfun í að koma fram í fjölmiðlum, þannig að þetta yrði 100 prósent á hans heimavelli. En ég veit að sannleikurinn er með mér í liði,“ sagði hún að lokum. Ásmundur Einar hefur ekki brugðist við fyrirspurn Vísis um málið. Dalabyggð Bítið Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þetta kom fram í útvarpsþættinum Bítinu í morgun. Eins og áður hefur komið fram snúast deilurnar um jörðina Lambeyrar í Dalasýslu sem átta börn bóndans Einars Valdimarssonar erfðu árið 2007. Ása sagði að Daði Einarson, faðir Ásmundar, hefði veðsett jörðina gegn vilja hinna systkinanna og tapaði fjármununum og þar með föðurarfnum. Segir Ásmund hafa staðið að innbrotum Fór jörðin á uppboð og þrjú systkini keyptu hana. Síðan þá hefur vargöld ríkt á Lambeyrum, dómsmál verið höfðuð og skemmdarverk framin. „Daði var brjálaður yfir því að systkinin eiga jörðina. Hann fer út um alla sveitina og stórættina og heldur því fram að hann eigi jörðina,“ sagði Ása í viðtalinu. Lagalega sé rétturinn hins vegar skýr og meðal annars hafi afsalið verið birt á Twitter. „Þegar hann fær ekki sínu fram eru innbrot, þjófnaðir, skemmdarverk upp á margar milljónir og stöðugar ógnir. Fjölskyldan mín er búin að búa við þetta ástand í yfir fimmtán ár,“ sagði Ása. Nefndi hún Daða og Valdimar bróðir hans í þessu samhengi. Einnig að Ásmundur Einar hafi verið staðinn að innbrotum. Reyna að afstýra að fólk slasist Ástæðuna fyrir því að Ása og systur hennar stigu fram er að sögn Ásu það að lögreglan komi ekki til hjálpar þó að eftir því sé leitað. Mikil skemmdarverk hafi verið unnin á jörðinni. „Til dæmis var í skjóli nætur farið á stórum plógi og geðveikislegt munstur rist í jörðina,“ sagði Ása. Eini tilgangurinn sé að eyðileggja túnin, sem samsvari þrjátíu fótboltavöllum að stærð. Þá séu myndbönd og vitni til af því að þeir hafi mætt með stórvirkar vinnuvélar til að taka í sundur vatnslagnir. Engu að síður vildi lögreglan ekki koma. „Þegar við fáum svona svör, trekk í trekk, fer maður að hugsa að Ásmundur hafi mjög sterk ítök á Vesturlandi. Þannig að maður getur ekki annað en spurt sig hvort það hafi áhrif hvernig lögreglan er að bregðast við að þetta sé faðir ráðherra,“ sagði Ása. Aðspurð um hvort að hún óttist afleiðingar af þessum ásökunum sagðist hún vita að svo yrði. Ástandið sé hins vegar þannig að þetta endi með því að einhver slasist. Eina leiðin til að reyna að milda ástandið eða stöðva það sé að segja frá. Vill mæta Ásmundi á hans heimavelli Hún segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá frændum sínum eftir að hlaðvarpið birtist. Viðbrögð samfélagsins og fjölmiðla hafi hins vegar verið góð. „Okkar saga er alveg einhliða,“ sagði Ása. „En við erum alveg sátt við að hin hliðin komi fram. Þannig að ég er tilbúin til þess að mæta honum Ásmundi Einari Daðasyni í sjónvarpsviðtali. Ég minni á það að hann er ráðherra þannig að hann hefur mikla reynslu og þjálfun í að koma fram í fjölmiðlum, þannig að þetta yrði 100 prósent á hans heimavelli. En ég veit að sannleikurinn er með mér í liði,“ sagði hún að lokum. Ásmundur Einar hefur ekki brugðist við fyrirspurn Vísis um málið.
Dalabyggð Bítið Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira