Milliflutningar hjá Félagsbústöðum taki lengri tíma þegar fólk hafi sérstakar óskir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2023 16:10 Sigrún Árnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri Félagsbústaða síðan 2019. aðsend Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir nóg til af íbúðum hjá félaginu fyrir fólk með hreyfihömlun. Erfitt sé að breyta íbúðum og auka aðgengi, sérstaklega gera úrbætur á lyftuaðstöðu, þegar um íbúð í fjölbýli þar sem eru fleiri eigendur er að ræða. Stefán Gauti Stefánsson, sem er á fimmtugsaldri og með MS sjúkdóminn, leigir íbúð á vegum Félagsbústaða. Stefán lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að hann hafi ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. 450 íbúðir sérstaklega fyrir fatlað fólk Stefán sagði þá að Félagsbústaðir hafi logið því að honum að íbúðin sem hann fékk úthlutað væri sérstaklega ætluð hreyfhömluðum og fólki í hjólastól. Það sé ekki rétt enda komist hann hvorki inn á baðherbergi né inn í eldhús í hjólastólnum. „Það koma auðvitað upp þær aðstæður að fólk getur ekki búið lengur í húsnæði vegna þess kannski að þarfir þeirra hafa breyst. Svo getur það komið upp að fólk samþykki íbúðir sem því býðst þó þær henti ekki fullkomlega vel,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, þó hún geti ekki tjáð sig um einstaka mál. „Við erum með 450 íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar fötluðu fólki. Við erum með íbúðir sem henta fötluðum. Ef fólk þarf eða íbúðir henta ekki lengur af því að þær eru gamlar og eru ekki samkvæmt kröfum í dag um aðgengi hjólastóla þá höfum við öll ráð til að bjóða fólki aðrar íbúðir. Það er lagt mat á það hverju sinni hvort borgar sig að breyta íbúðinni eitthvað líttilega en oft er það þannig að fólk flyst í íbúðir sem hentar þörfum þess.“ Millflutningar taki skamman tíma Vel geti verið að fólk þurfi að bíða í nokkra mánuði eftir að komast í hentuga íbúð en ekki mikið lengur en það. „Það er almennt ekki verið að úthluta fólki íbúðum sem ekki hentar því. Þegar það sækir um kemur fram hvers konar íbúð fólk þarf. Síðan er því sýnd íbúðin og fólk getur ákveðið hvort það vill taka hana eða ekki. Ef ekki þá býðst því önnur íbúð. En við reynum að leysa svona mál með hag allra að leiðarljósi, ekki síst leigjandans,“ segir Sigrún. Biðin sé auðvitað mislöng. „Það ætti ekki að taka langan tíma en það fer svolítið eftir því hvort fólk sé með óskir um tiltekið hverfi og vill hvergi annars staðar vera en þar. Ef það er tiltölulega opið tekur það frekar skamman tíma þegar um svona milliflutninga er að ræða. Fólk þarf hins vegar að sækja um milliflutning úr þeirri íbúð sem það er í til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Yfirleitt ganga svona mál mjög fljótt fyrir sig, ekki síst í tilfellum þar sem um fatlaða einstaklinga er að ræða.“ Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31 Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Stefán Gauti Stefánsson, sem er á fimmtugsaldri og með MS sjúkdóminn, leigir íbúð á vegum Félagsbústaða. Stefán lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að hann hafi ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. 450 íbúðir sérstaklega fyrir fatlað fólk Stefán sagði þá að Félagsbústaðir hafi logið því að honum að íbúðin sem hann fékk úthlutað væri sérstaklega ætluð hreyfhömluðum og fólki í hjólastól. Það sé ekki rétt enda komist hann hvorki inn á baðherbergi né inn í eldhús í hjólastólnum. „Það koma auðvitað upp þær aðstæður að fólk getur ekki búið lengur í húsnæði vegna þess kannski að þarfir þeirra hafa breyst. Svo getur það komið upp að fólk samþykki íbúðir sem því býðst þó þær henti ekki fullkomlega vel,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, þó hún geti ekki tjáð sig um einstaka mál. „Við erum með 450 íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar fötluðu fólki. Við erum með íbúðir sem henta fötluðum. Ef fólk þarf eða íbúðir henta ekki lengur af því að þær eru gamlar og eru ekki samkvæmt kröfum í dag um aðgengi hjólastóla þá höfum við öll ráð til að bjóða fólki aðrar íbúðir. Það er lagt mat á það hverju sinni hvort borgar sig að breyta íbúðinni eitthvað líttilega en oft er það þannig að fólk flyst í íbúðir sem hentar þörfum þess.“ Millflutningar taki skamman tíma Vel geti verið að fólk þurfi að bíða í nokkra mánuði eftir að komast í hentuga íbúð en ekki mikið lengur en það. „Það er almennt ekki verið að úthluta fólki íbúðum sem ekki hentar því. Þegar það sækir um kemur fram hvers konar íbúð fólk þarf. Síðan er því sýnd íbúðin og fólk getur ákveðið hvort það vill taka hana eða ekki. Ef ekki þá býðst því önnur íbúð. En við reynum að leysa svona mál með hag allra að leiðarljósi, ekki síst leigjandans,“ segir Sigrún. Biðin sé auðvitað mislöng. „Það ætti ekki að taka langan tíma en það fer svolítið eftir því hvort fólk sé með óskir um tiltekið hverfi og vill hvergi annars staðar vera en þar. Ef það er tiltölulega opið tekur það frekar skamman tíma þegar um svona milliflutninga er að ræða. Fólk þarf hins vegar að sækja um milliflutning úr þeirri íbúð sem það er í til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Yfirleitt ganga svona mál mjög fljótt fyrir sig, ekki síst í tilfellum þar sem um fatlaða einstaklinga er að ræða.“
Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31 Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
„Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31
Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36