Liverpool að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 14:00 Jordan Henderson og Fabinho hafa lagt línurnar á miðju Liverpool undanfarin ár en eru núna á förum. Getty/Will Palmer Liverpool mætir með mjög breytt lið til leiks á komandi tímabili og þá einkum á einum stað á vellinum. Liverpool þurfti vissulega að bæta við sig öflugum miðjumönnum eftir vonbrigðin í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þótti næsta víst að það væri nokkrir öflugir á leiðinni. Fáir bjuggust þó við því að liðið myndi missa svo marga miðjumenn eins og raunin hefur orðið. Miðjumennirnir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita eru allir farnir frá félaginu en saman léku þeir 607 leiki fyrir Liverpool. Saudi Arabia interest changes Liverpool transfer landscape https://t.co/cV0jv0R5v8— TheFanSource (@FanSourceNews) July 21, 2023 Þar fór mikil reynsla af miðjunni en síðustu daga hafa borist fréttir af tveimur miðjumönnum í viðbót sem eru á förum. Breska ríkisútvarpið fór yfir stöðuna á miðju Liverpool liðsins eins og sjá má hér. Liverpool er þannig væntanlega að selja bæði Jordan Henderson og Fabinho til Sádí-Arabíu. Henderson er fyrirliði liðsins og hefur lyft öllum mögulegum bikurum í boði en hann á að baki 491 leik fyrir Liverpool. Fabinho lék 219 leiki fyrir Liverpool. Fari þeir líka, eins og fátt kemur í veg fyrir, þá er Liverpool búið að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins. Liverpool er búið að kaupa miðjumennina Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai í sumar en það er ljóst að eftir að allir þessi reynslumiklu menn eru á förum að það þarf að kaupa fleiri miðjumenn í sumar. Jürgen Klopp getur ekki bara treyst á unga og efnilega leikmenn í Liverpool sem eru reyndar nokkrir. Curtis Jones og Harvey Elliott urðu Evrópumeistarar með 21 árs liði Englendinga á dögunum og Stefan Bajcetic stimplaði sig inn á miðjuna á síðasta tímabili. Thiago Alcantara er enn leikmaður Liverpool en hann er mikið meiddur og virðist ekki hafa náð sér enn af meiðslum síðasta tímabils. Það má ekki gleyma Trent Alexander-Arnold en þessar breytingar gætu aukið líkur á því að hann spili meira inn á miðjunni í stað þess að spila sem hægri bakvörður. Alexander-Arnold hefur meðal annars fengið tækifæri á miðjunni í enska landsliðinu. Hinn nítján ára gamli Romeo Lavia hjá Southampton þykir góður kostur og annar ungur leikmaður sem Liverpool hefur áhuga á er Moises Caicedo hjá Brighton en hann er líklegast að fara til Chelsea. Við höfum því örugglega ekki heyrt síðustu fréttirnar af nýjum miðjumanni á leið til Liverpool. Hver eða hverjir það verða verður bara koma í ljós. Liverpool liðið mætir að minnsta kosti með gerbreytta miðju á komandi tímabili. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Liverpool þurfti vissulega að bæta við sig öflugum miðjumönnum eftir vonbrigðin í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þótti næsta víst að það væri nokkrir öflugir á leiðinni. Fáir bjuggust þó við því að liðið myndi missa svo marga miðjumenn eins og raunin hefur orðið. Miðjumennirnir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita eru allir farnir frá félaginu en saman léku þeir 607 leiki fyrir Liverpool. Saudi Arabia interest changes Liverpool transfer landscape https://t.co/cV0jv0R5v8— TheFanSource (@FanSourceNews) July 21, 2023 Þar fór mikil reynsla af miðjunni en síðustu daga hafa borist fréttir af tveimur miðjumönnum í viðbót sem eru á förum. Breska ríkisútvarpið fór yfir stöðuna á miðju Liverpool liðsins eins og sjá má hér. Liverpool er þannig væntanlega að selja bæði Jordan Henderson og Fabinho til Sádí-Arabíu. Henderson er fyrirliði liðsins og hefur lyft öllum mögulegum bikurum í boði en hann á að baki 491 leik fyrir Liverpool. Fabinho lék 219 leiki fyrir Liverpool. Fari þeir líka, eins og fátt kemur í veg fyrir, þá er Liverpool búið að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins. Liverpool er búið að kaupa miðjumennina Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai í sumar en það er ljóst að eftir að allir þessi reynslumiklu menn eru á förum að það þarf að kaupa fleiri miðjumenn í sumar. Jürgen Klopp getur ekki bara treyst á unga og efnilega leikmenn í Liverpool sem eru reyndar nokkrir. Curtis Jones og Harvey Elliott urðu Evrópumeistarar með 21 árs liði Englendinga á dögunum og Stefan Bajcetic stimplaði sig inn á miðjuna á síðasta tímabili. Thiago Alcantara er enn leikmaður Liverpool en hann er mikið meiddur og virðist ekki hafa náð sér enn af meiðslum síðasta tímabils. Það má ekki gleyma Trent Alexander-Arnold en þessar breytingar gætu aukið líkur á því að hann spili meira inn á miðjunni í stað þess að spila sem hægri bakvörður. Alexander-Arnold hefur meðal annars fengið tækifæri á miðjunni í enska landsliðinu. Hinn nítján ára gamli Romeo Lavia hjá Southampton þykir góður kostur og annar ungur leikmaður sem Liverpool hefur áhuga á er Moises Caicedo hjá Brighton en hann er líklegast að fara til Chelsea. Við höfum því örugglega ekki heyrt síðustu fréttirnar af nýjum miðjumanni á leið til Liverpool. Hver eða hverjir það verða verður bara koma í ljós. Liverpool liðið mætir að minnsta kosti með gerbreytta miðju á komandi tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira