Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Þúsund hjörtu:
Strákasveitin Iceguys situr í öðru sæti með lagið Rúlletta en nýjasti smellurinn þeirra Krumla var kynntur inn sem líklegur til vinsælda.
Hér fyrir neðan má sjá nýútgefið tónlistarmyndband Iceguys við lagið Krumla:
Þá sitja Doktor Viktor og Páll Óskar í þriðja sæti með lagið Galið Gott og Daniil og Frikki Dór í því fjórða með lagið Aleinn af plötunni 600. Fyrr á árinu ræddi Daniil við Vísi þar sem hann sagði meðal annars frá því að hann hafi farið á söngnámskeið hjá Frikka hér á árum áður.
Aron Can og Birnir skipa fimmta sæti Íslenska listans á FM með lagið Bakka ekki út og Diljá situr í níunda sæti með nýjasta lagið sitt Crazy.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: