Fór holu í höggi á frumraun sinni á risamóti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2023 11:31 Travis Smyth varð fyrstur til að fara holu í höggi á Opna breska meistaramótinu í golfi 2023. getty/Richard Heathcote Ástralski kylfingurinn Travis Smyth gleymir deginum í dag eflaust seint enda fór hann holu í höggi á Opna breska meistaramótinu í golfi. Smyth, sem er 28 ára, hefur verið atvinnumaður síðan 2017 en Opna breska er hans fyrsta risamót á ferlinum. Smyth spilaði reyndar ekkert sérstaklega vel á fyrstu tveimur keppnisdögum Opna breska og lék samtals á átta höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það var þó ekki allt dimmt og drungalegt hjá Smyth því hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17. holu í dag. Sautjánda holan er par þrjú hola en Smyth þurfti bara eitt högg til að koma kúlunni ofan í. Höggið glæsilega má sjá hér fyrir neðan. Hole-in-one on 17!Travis Smyth with an historic shot at Little Eye. pic.twitter.com/CkgTl2lvtt— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Sautjánda holan á Royal Liverpool vellinum er ný og Smyth er sá fyrsti sem fer holu í höggi á henni. Hún er rúmir 120 metrar og stysta holan á vellinum. Þegar þetta er skrifað er Smyth í 141. sæti á Opna breska en ljóst er að þátttöku hans á mótinu er lokið. Hann gleymir þó deginum ekki í bráð. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Smyth, sem er 28 ára, hefur verið atvinnumaður síðan 2017 en Opna breska er hans fyrsta risamót á ferlinum. Smyth spilaði reyndar ekkert sérstaklega vel á fyrstu tveimur keppnisdögum Opna breska og lék samtals á átta höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það var þó ekki allt dimmt og drungalegt hjá Smyth því hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17. holu í dag. Sautjánda holan er par þrjú hola en Smyth þurfti bara eitt högg til að koma kúlunni ofan í. Höggið glæsilega má sjá hér fyrir neðan. Hole-in-one on 17!Travis Smyth with an historic shot at Little Eye. pic.twitter.com/CkgTl2lvtt— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Sautjánda holan á Royal Liverpool vellinum er ný og Smyth er sá fyrsti sem fer holu í höggi á henni. Hún er rúmir 120 metrar og stysta holan á vellinum. Þegar þetta er skrifað er Smyth í 141. sæti á Opna breska en ljóst er að þátttöku hans á mótinu er lokið. Hann gleymir þó deginum ekki í bráð. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira