Hreinsunin byrjuð á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 15:00 Alex Telles hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Man United. Jonathan DiMaggio/Getty Images Erik ten Hag er byrjaður að fara „út með ruslið“ ef svo má að orði komast. Það er, Manchester United er byrjað að selja leikmenn sem eiga enga framtíð fyrir sér hjá félaginu. Í dag var staðfest að brasilíski bakvörðurinn Alex Telles hefði verið seldur til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr í Sádi-Arabíu. Kaupverðið er talið nema fjórum milljónum punda eða tæpum 680 milljónum íslenskra króna. Hinn þrítugi Telles gekk í raðir Man United árið 2020 frá Porto en náði sér aldrei á strik á Englandi. Hann var lánaður til Sevilla á Spáni á síðustu leiktíð en hefur nú verið seldur til Sádi-Arabíu. Bakvörðurinn á að baki 12 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Alex Telles has joined Al-Nassr from Man Utd pic.twitter.com/AytJWf5vVq— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 23, 2023 Miðvörðurinn Eric Bailly hefur einnig verið orðaður við Al Nassr en hann var á láni hjá Marseille í Frakklandi á síðustu leiktíð. Enski landsliðsmaðurinn Harry Maguire hefur einnig verið orðaður frá félaginu. Þá er talið að annað hvort Fred eða Scott McTominay verði seldir fyrr heldur en síðar. Áður hafði Man United selt hinn unga Charlie Savage til Reading og Zidane Iqbal til FC Utrecht. Þá hafa David De Gea, Phil Jones og Axel Tuanzebe allir yfirgefið félagið á frjálsri sölu. Þá voru lánssamningar Jack Butland, Marcel Sabitzer og Wout Weghorst ekki framlengdir. Ef allt gengur eftir má reikna með að Man United losi sig við 10 leikmenn í félagaskiptaglugga sumarsins. Að sama skapi er búist við því að liðið festi kaup á framherja í sumar eftir að hafa keypt André Onana í markið og Mason Mount á miðjuna. Varnarmaðurinn Jonny Evans skrifaði svo undir tímabundinn samning við félagið en hvort hann verði framlengdur út tímabilið er óvitað. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
Í dag var staðfest að brasilíski bakvörðurinn Alex Telles hefði verið seldur til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr í Sádi-Arabíu. Kaupverðið er talið nema fjórum milljónum punda eða tæpum 680 milljónum íslenskra króna. Hinn þrítugi Telles gekk í raðir Man United árið 2020 frá Porto en náði sér aldrei á strik á Englandi. Hann var lánaður til Sevilla á Spáni á síðustu leiktíð en hefur nú verið seldur til Sádi-Arabíu. Bakvörðurinn á að baki 12 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Alex Telles has joined Al-Nassr from Man Utd pic.twitter.com/AytJWf5vVq— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 23, 2023 Miðvörðurinn Eric Bailly hefur einnig verið orðaður við Al Nassr en hann var á láni hjá Marseille í Frakklandi á síðustu leiktíð. Enski landsliðsmaðurinn Harry Maguire hefur einnig verið orðaður frá félaginu. Þá er talið að annað hvort Fred eða Scott McTominay verði seldir fyrr heldur en síðar. Áður hafði Man United selt hinn unga Charlie Savage til Reading og Zidane Iqbal til FC Utrecht. Þá hafa David De Gea, Phil Jones og Axel Tuanzebe allir yfirgefið félagið á frjálsri sölu. Þá voru lánssamningar Jack Butland, Marcel Sabitzer og Wout Weghorst ekki framlengdir. Ef allt gengur eftir má reikna með að Man United losi sig við 10 leikmenn í félagaskiptaglugga sumarsins. Að sama skapi er búist við því að liðið festi kaup á framherja í sumar eftir að hafa keypt André Onana í markið og Mason Mount á miðjuna. Varnarmaðurinn Jonny Evans skrifaði svo undir tímabundinn samning við félagið en hvort hann verði framlengdur út tímabilið er óvitað.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira