Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2023 09:01 Það hafa nokkrir stórir laxar gengið í Elliðaárnar á þessu sumri en einn af þeim stærstu gekk í hana í gær og það verður spennandi að sjá hvort þessi lax taki flugu í sumar. Af myndbandinu úr laxateljarnum að dæma er þetta hrygna sem er mæld 94 sem löng og hún er ansi þykk svo það er líklegt að hún sé að teygja sig í 20 pundin. Elliðaárnar standa algjörlega upp úr þegar tölur úr laxateljurum landsins eru skoðaðar en samkvæmt gögnum frá Riverwatcher þá hafa 1.745 laxar gengið í ána en veiðin í henni er aðeins 278 laxar. Bjartir heitir dagar sem hafa leikið við höfuðborgarbúa og veiðimenn sem og veiðikonur sem hafa veitt í ánni, gera veiðina ekki auðvelda en þegar það kólnar og haustar með dass af góðri rigningu getur þessi tala klárlega hækkað mikið því laxinn vantar ekki, svo mikið er víst. Þú getur skoðað myndbandið af þessari glæsilegu hrygnu ganga í gegnum teljaran HÉR. Stangveiði Mest lesið 22 punda lax úr Jöklu Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Hörkuveiði í Ytri Rangá Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Yfir 40 veiðisvæði í boði inná Veiða.is Veiði Vika eftir í Elliðaánum Veiði 41 lax á land í Eystri Rangá í dag Veiði Brúará er komin í gang Veiði
Af myndbandinu úr laxateljarnum að dæma er þetta hrygna sem er mæld 94 sem löng og hún er ansi þykk svo það er líklegt að hún sé að teygja sig í 20 pundin. Elliðaárnar standa algjörlega upp úr þegar tölur úr laxateljurum landsins eru skoðaðar en samkvæmt gögnum frá Riverwatcher þá hafa 1.745 laxar gengið í ána en veiðin í henni er aðeins 278 laxar. Bjartir heitir dagar sem hafa leikið við höfuðborgarbúa og veiðimenn sem og veiðikonur sem hafa veitt í ánni, gera veiðina ekki auðvelda en þegar það kólnar og haustar með dass af góðri rigningu getur þessi tala klárlega hækkað mikið því laxinn vantar ekki, svo mikið er víst. Þú getur skoðað myndbandið af þessari glæsilegu hrygnu ganga í gegnum teljaran HÉR.
Stangveiði Mest lesið 22 punda lax úr Jöklu Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Hörkuveiði í Ytri Rangá Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Yfir 40 veiðisvæði í boði inná Veiða.is Veiði Vika eftir í Elliðaánum Veiði 41 lax á land í Eystri Rangá í dag Veiði Brúará er komin í gang Veiði