Popp(aði) tvisvar upp í teignum og hoppaði upp í þriðja sæti markalistans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 10:30 Alexandra Popp fagnar marki í sigri Þýskalands á Marokkó í dag. Getty/Robert Cianflone Þýska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar heimsmeistaramótið vel en liðið vann 6-0 stórsigur á nýliðum Marokkó í fyrsta leik sínum á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þýska liðið lagði grunninn að sigrinum með marki snemma og seint í fyrri hálfleiknum og eftir það var á brattann að sækja fyrir marokkóska liðið sem er að keppa á heimsmeistaramóti kvenna í fyrsta sinn. Þýsku konurnar bættu við fjórum mörkum í síðari hálfleiknum og tvö þeirra voru slysaleg sjálfsmörk. Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins, skoraði tvö mörk í leiknum og komst þar með upp í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn í sögu þýska kvennalandsliðsins. Þetta voru mörk númer 63 og 64 fyrir þýska landsliðið hjá Popp. Popp byrjaði leikinn í fimmta sætinu. Nú eru það aðeins Birgit Prinz (128 mörk) og Heidi Mohr (83) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið og auk þess eru það aðeins Miroslav Klose (71) og Gerd Müller (68) sem hafa skorað meira fyrir karlalandsliðið. Alexandra Popp er frábær skallakona og sannaði það í þessum leik. Popp skoraði tvíveigs í fyrri hálfleiknum. Fyrst skallaði hún inn fyrirgjöf Kathrin Hendrich á 11. mínútu leiksins og svo skallaði hún aftur fyrir sig eftir hornspyrnu frá Klöru Buhl á 39. mínútu. Úrslitin réðust svo endanlega í upphafi síðari hálfleiks þegar Klara Buhl, batt enda á stórsókn og æsing fyrir framan mark Marokkó. Buhl kom boltanum í markið eftir að boltinn barst til hennar eftir frákast. Buhl átti síðan stangarskot stuttu síðar. Pressan hélt áfram og fjórða markið var mjög slysalegt sjálfsmark hjá Hanane Ait El Haj eftir fyrirgjöf og skalla samsherja á 54. mínútu. Skömmu áður hafði mark verið réttilega dæmt af Marokkó vegna rangstöðu. Annað slysalegt sjálfsmark leit síðan dagsins ljós á 79. mínútu þrátt fyrir Popp hafi gert sitt besta til að stela markinu og innsigla þrennuna. Markið skrifast á Zineb Redouani. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Lea Schuller á lokamínútu leiksins eftir frákast í teignum. Stærsti sigur HM til þessa staðreynd. Annað mark hjá Schuller stuttu síðar var dæmt af vegna rangstöðu. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira
Þýska liðið lagði grunninn að sigrinum með marki snemma og seint í fyrri hálfleiknum og eftir það var á brattann að sækja fyrir marokkóska liðið sem er að keppa á heimsmeistaramóti kvenna í fyrsta sinn. Þýsku konurnar bættu við fjórum mörkum í síðari hálfleiknum og tvö þeirra voru slysaleg sjálfsmörk. Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins, skoraði tvö mörk í leiknum og komst þar með upp í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn í sögu þýska kvennalandsliðsins. Þetta voru mörk númer 63 og 64 fyrir þýska landsliðið hjá Popp. Popp byrjaði leikinn í fimmta sætinu. Nú eru það aðeins Birgit Prinz (128 mörk) og Heidi Mohr (83) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið og auk þess eru það aðeins Miroslav Klose (71) og Gerd Müller (68) sem hafa skorað meira fyrir karlalandsliðið. Alexandra Popp er frábær skallakona og sannaði það í þessum leik. Popp skoraði tvíveigs í fyrri hálfleiknum. Fyrst skallaði hún inn fyrirgjöf Kathrin Hendrich á 11. mínútu leiksins og svo skallaði hún aftur fyrir sig eftir hornspyrnu frá Klöru Buhl á 39. mínútu. Úrslitin réðust svo endanlega í upphafi síðari hálfleiks þegar Klara Buhl, batt enda á stórsókn og æsing fyrir framan mark Marokkó. Buhl kom boltanum í markið eftir að boltinn barst til hennar eftir frákast. Buhl átti síðan stangarskot stuttu síðar. Pressan hélt áfram og fjórða markið var mjög slysalegt sjálfsmark hjá Hanane Ait El Haj eftir fyrirgjöf og skalla samsherja á 54. mínútu. Skömmu áður hafði mark verið réttilega dæmt af Marokkó vegna rangstöðu. Annað slysalegt sjálfsmark leit síðan dagsins ljós á 79. mínútu þrátt fyrir Popp hafi gert sitt besta til að stela markinu og innsigla þrennuna. Markið skrifast á Zineb Redouani. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Lea Schuller á lokamínútu leiksins eftir frákast í teignum. Stærsti sigur HM til þessa staðreynd. Annað mark hjá Schuller stuttu síðar var dæmt af vegna rangstöðu.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Sjá meira