Viðurkennir mistök en furðar sig á feluleik biskups Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2023 12:31 Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings vonar að umdeildur ráðningarsamningur biskups hafi ekki neikvæð áhrif á afstöðu þjóðarinnar til kirkjunnar. Vísir/Arnar Forseti kirkjuþings segist hafa gert mistök þegar hann gerði samkomulag við biskup um að starfstími hans yrði framlengdur um eitt ár. Biskup hefði átt að láta vita af því að á sama tíma væri verið að gera við hann ráðningarsamning til meira en tveggja ára hjá Biskupsstofu. Starfsmannamál þjóðkirkjunnar hafa verið í mikilli umræðu eftir að Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, vakti athygli á því í vikunni að Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu hafi gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands til 31. október 2024. Kjörtímabili Agnesar lauk síðastliðið sumar. Biskupsritari sagði í yfirlýsingu enga réttaróvissu um stöðu biskups og að hún hafi fullt umboð til að sinna þeim verkefnum sem henni eru falin þar til nýr biskup sé kjörinn. Á sama tíma og gerður var ráðningarsamningur við Agnesi á biskupsstofu gerði Drífa, forseti Kirkjuþings, heiðurssamkomulag við Agnesi um áframhaldandi störf hennar til eins árs. Þá hafði nýkjörið kirkjuþing enn ekki komið saman, nefndir höfðu ekki verið skiptaðar og Drífa því ein að störfum. „Ég hef alltaf gert mér grein fyrir því að það væri alveg vafi um að þetta væri rétt en við gerðum þetta samt,“ segir Drífa. „Ég var náttúrulega ekki með kirkjuþing á bak við mig en þetta var það sem við töldum rétt á þessu stigi málsins.“ Skrítið að ekki hafi verið látið vita af ráðningarsamningi Hún hafi ekki vitað af ráðningarsamningnum sem gerður var á biskupsstofu á sama tíma og hafi aðeins haft embætti biskups í huga þegar hún gerði samkomulagið við Agnesi. „Þá finnst mér mjög einkennilegt að ég hafi ekki verið látin vita að það væri verið að gera ráðningarsamning við hana. Það er það sem mér finnst skrítið,“ segir Drífa. Hefði Agnes ekki átt að segja þér frá því? „Auðvitað hefði hún átt að gera það. Þá hefði ég kannski ekki þurft að gera þetta samkomulag við hana ef ég hefði vitað að þetta hefði verið í farvatninu.“ Hefði átt að blása til biskupskjörs síðasta sumar Búið er að boða til biskupskosninga næsta vor en boða hefði átt til kosninga síðastliðið sumar. „Eftir á að hyggja hefði það verið réttast að gera það en þetta er í höndum kjörstjórnar hvenær er kosið. Nú verðum við bara að sjá hvað úrskurðarnefndin gerir. Ég er að fara að funda á mánudag með forsætisnefnd og kjörstjórn og við munum ræða þessi mál,“ segir Drífa. Kæmi til greina að flýta kjöri nýs biskups? „Ég vil ekkert segja um það á þessu stigi.“ Hún voni að málið muni ekki hafa neikvæð áhrif á afstöðu landsmanna til þjóðkirkjunnar. „Ég vona bara að þetta verði ekki til þess að það verði margar úrsagnir úr kirkjunni. Ég er nýkomin af Skálholtshátíð þar sem kom saman fjöldi fólks. Fólkið í landinu er grunneining í kirkjunni og það skiptir miklu máli að því sé sinnt. Fólkið í landinu sem sækir kirkju og er trúað vill ekki svona rugl og það er mjög leiðinlegt að þetta skuli vera svona.“ Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01 Telur enga lagaheimild fyrir framlengingu samnings við biskup Fyrrverandi hæstaréttardómari segir ákvörðun um nýjan ráðningarsamning við biskup Íslands ekki eiga sér stoð í lögum. Sá biskup sem nú sitji hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum. 26. júlí 2023 13:00 Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. 26. júlí 2023 11:33 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Starfsmannamál þjóðkirkjunnar hafa verið í mikilli umræðu eftir að Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, vakti athygli á því í vikunni að Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu hafi gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands til 31. október 2024. Kjörtímabili Agnesar lauk síðastliðið sumar. Biskupsritari sagði í yfirlýsingu enga réttaróvissu um stöðu biskups og að hún hafi fullt umboð til að sinna þeim verkefnum sem henni eru falin þar til nýr biskup sé kjörinn. Á sama tíma og gerður var ráðningarsamningur við Agnesi á biskupsstofu gerði Drífa, forseti Kirkjuþings, heiðurssamkomulag við Agnesi um áframhaldandi störf hennar til eins árs. Þá hafði nýkjörið kirkjuþing enn ekki komið saman, nefndir höfðu ekki verið skiptaðar og Drífa því ein að störfum. „Ég hef alltaf gert mér grein fyrir því að það væri alveg vafi um að þetta væri rétt en við gerðum þetta samt,“ segir Drífa. „Ég var náttúrulega ekki með kirkjuþing á bak við mig en þetta var það sem við töldum rétt á þessu stigi málsins.“ Skrítið að ekki hafi verið látið vita af ráðningarsamningi Hún hafi ekki vitað af ráðningarsamningnum sem gerður var á biskupsstofu á sama tíma og hafi aðeins haft embætti biskups í huga þegar hún gerði samkomulagið við Agnesi. „Þá finnst mér mjög einkennilegt að ég hafi ekki verið látin vita að það væri verið að gera ráðningarsamning við hana. Það er það sem mér finnst skrítið,“ segir Drífa. Hefði Agnes ekki átt að segja þér frá því? „Auðvitað hefði hún átt að gera það. Þá hefði ég kannski ekki þurft að gera þetta samkomulag við hana ef ég hefði vitað að þetta hefði verið í farvatninu.“ Hefði átt að blása til biskupskjörs síðasta sumar Búið er að boða til biskupskosninga næsta vor en boða hefði átt til kosninga síðastliðið sumar. „Eftir á að hyggja hefði það verið réttast að gera það en þetta er í höndum kjörstjórnar hvenær er kosið. Nú verðum við bara að sjá hvað úrskurðarnefndin gerir. Ég er að fara að funda á mánudag með forsætisnefnd og kjörstjórn og við munum ræða þessi mál,“ segir Drífa. Kæmi til greina að flýta kjöri nýs biskups? „Ég vil ekkert segja um það á þessu stigi.“ Hún voni að málið muni ekki hafa neikvæð áhrif á afstöðu landsmanna til þjóðkirkjunnar. „Ég vona bara að þetta verði ekki til þess að það verði margar úrsagnir úr kirkjunni. Ég er nýkomin af Skálholtshátíð þar sem kom saman fjöldi fólks. Fólkið í landinu er grunneining í kirkjunni og það skiptir miklu máli að því sé sinnt. Fólkið í landinu sem sækir kirkju og er trúað vill ekki svona rugl og það er mjög leiðinlegt að þetta skuli vera svona.“
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01 Telur enga lagaheimild fyrir framlengingu samnings við biskup Fyrrverandi hæstaréttardómari segir ákvörðun um nýjan ráðningarsamning við biskup Íslands ekki eiga sér stoð í lögum. Sá biskup sem nú sitji hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum. 26. júlí 2023 13:00 Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. 26. júlí 2023 11:33 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01
Telur enga lagaheimild fyrir framlengingu samnings við biskup Fyrrverandi hæstaréttardómari segir ákvörðun um nýjan ráðningarsamning við biskup Íslands ekki eiga sér stoð í lögum. Sá biskup sem nú sitji hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum. 26. júlí 2023 13:00
Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. 26. júlí 2023 11:33