Klifu fjórtán hæstu tinda heims á þremur mánuðum Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2023 11:57 Kristin Harila og Tenjen Sherpa fóru upp á þau fjórtán fjöll heimsins sem eru hærri en átta kílómetrar á þremur mánuðum og einum degi. Engin kona hefur náð því áður. EPA/NARENDRA SHRESTHA Norski fjallgöngugarpurinn Kristin Harila hefur sett heimsmet með því að klífa á tinda þeirra fjórtán fjalla heims sem eru hærri en átta kílómetrar. Þetta gerði hún með Tenjen Sherpa og á einungis þremur mánuðum og einum degi eða 92 dögum. Metið setti Harila þegar hún náði á topp fjallsins K2 í morgun. Aðstæður á þessu næst hæsta fjalli heims þykja ekki góðar í ár og hafa margir hætt við að reyna við toppinn. Síðustu sex hundruð metrarnir á K2 reyndust sérstaklega erfiðir og tímafrekir. Í viðtali við NRK í morgun, þar sem hún var stödd á fjallinu, sagði Harila að gífurlega hættulegt væri að fara niður fjallið en hún hefði trú á því að þeim myndi takast það án vandræða. Hún sagði líka að hún ætlaði ekki að byrja að hugsa um metið sem þau hefðu slegið fyrr en þau væru komin úr hættu. „Við verðum að einbeita okkur,“ sagði Harila. „K2 er enginn brandari.“ Kristin Harila setti heimsmet þegar hún komst á topp fjórtán hæstu fjalla heims á þremur mánuðum og einum degi.EPA/NARENDRA SHRESTHA Allir tindarnir átta eru í Himalaja- og Karakoram-fjallgörðunum í Asíu. Tindarnir heita Everest, K2, Kanchenjunga, Lhotse, Makalu, Cho Oyu, Dhaulagiri, Manaslu, Nanga Parbat, Annapurna, Gasherbrum I, Gasherbrum II, Broad Peak og Shishapangma. Ítalinn Reinhold Messner var fyrstur til að ná þessum áfanga og það gerði hann árið 1986 og án súrefnistanka. Fyrsta konan til að gera það var hin spænska Edurne Pasaban og gerði hún það árið 2010. Noregur Everest Fjallamennska Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Metið setti Harila þegar hún náði á topp fjallsins K2 í morgun. Aðstæður á þessu næst hæsta fjalli heims þykja ekki góðar í ár og hafa margir hætt við að reyna við toppinn. Síðustu sex hundruð metrarnir á K2 reyndust sérstaklega erfiðir og tímafrekir. Í viðtali við NRK í morgun, þar sem hún var stödd á fjallinu, sagði Harila að gífurlega hættulegt væri að fara niður fjallið en hún hefði trú á því að þeim myndi takast það án vandræða. Hún sagði líka að hún ætlaði ekki að byrja að hugsa um metið sem þau hefðu slegið fyrr en þau væru komin úr hættu. „Við verðum að einbeita okkur,“ sagði Harila. „K2 er enginn brandari.“ Kristin Harila setti heimsmet þegar hún komst á topp fjórtán hæstu fjalla heims á þremur mánuðum og einum degi.EPA/NARENDRA SHRESTHA Allir tindarnir átta eru í Himalaja- og Karakoram-fjallgörðunum í Asíu. Tindarnir heita Everest, K2, Kanchenjunga, Lhotse, Makalu, Cho Oyu, Dhaulagiri, Manaslu, Nanga Parbat, Annapurna, Gasherbrum I, Gasherbrum II, Broad Peak og Shishapangma. Ítalinn Reinhold Messner var fyrstur til að ná þessum áfanga og það gerði hann árið 1986 og án súrefnistanka. Fyrsta konan til að gera það var hin spænska Edurne Pasaban og gerði hún það árið 2010.
Noregur Everest Fjallamennska Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira