Í fyrra var Lingard gómaður á myndavél fyrir hraðakstur. Þegar hann fékk sektina heim til sín reyndi hann að ljúga sig út úr vandræðunum.
Lingard gaf upp nafnið George Bolt. Hann er þó ekki til og heimilisfangið sem Lingard gaf upp var á einhverju bílastæði.
Lygi Lingards komst á endanum upp og hann mætti fyrir dóm í morgun.
Lingard er án félags eftir að samningur hans við Nottingham Forest rann út eftir síðasta tímabil.