Hleðslustöðvaskortur Sauðkrækinga leystur fyrir landsmót Bjarki Sigurðsson skrifar 31. júlí 2023 11:41 Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Vísir/Egill Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki um helgina. Framkvæmdastjóri mótsins gerir ráð fyrir því að fólksfjöldi bæjarins þrefaldist yfir helgina sem reynir á ýmsa innviði, svo sem hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Þetta verður í 24. skiptið sem mótið fer fram en í fjórða sinn sem það fer fram á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir því að eitt til tvö þúsund krakkar taki þátt og fylgja foreldrar þeirra með enda mikil fjölskylduhátíð. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir alla eiga eftir að finna eitthvað sér við hæfi. „Það ætti engum að leiðast og það eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi og það eiga allir að vera á sínum forsendum,“ segir Ómar. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta er fjölskylduhátíð. Íþrótta- og fjölskylduhátíð. Þannig við viljum að þarna sé fjölskyldan saman í góðu umhverfi og íþróttir skipa stóran sess, stærstan sess af dagskránni. En það er mikið, mikið annað en íþróttir. Það eru ekki allir sem eru þar en það eiga allir að finna einhver verkefni við sitt hæfi á mótinu, alveg klárlega.“ Ómar Bragi Stefánsson er framkvæmdastjóri mótsins. Íbúar á Króknum hafa rætt sín á milli um skort á almennum hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla í bænum en einungis ein slík er til staðar. Ómar segir það vandamál, líkt og öll önnur sem upp koma við skipulagningu, hafa verið leyst. „En til þess erum við að skipuleggja þetta mót. Við verðum með sjö eða átta stöðvar sem verða settar upp á tjaldsvæðinu. Það eru allir sem eru að leysa svona vandamál og vilja að gestir okkar upplifi það vel að koma hingað. Vissulega höfðum við áhyggjur í upphafi en þá förum við bara í verkið og leysum það,“ segir Ómar. Skagafjörður Íþróttir barna Börn og uppeldi Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki en þetta er 24. unglingalandsmótið sem UMFÍ heldur og það fjórða sem er haldið á Sauðárkróki. Mótið er fyrir alla fjölskylduna og ætlað keppendum á aldrinum 11-18 ára. 27. júlí 2023 08:32 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þetta verður í 24. skiptið sem mótið fer fram en í fjórða sinn sem það fer fram á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir því að eitt til tvö þúsund krakkar taki þátt og fylgja foreldrar þeirra með enda mikil fjölskylduhátíð. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir alla eiga eftir að finna eitthvað sér við hæfi. „Það ætti engum að leiðast og það eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi og það eiga allir að vera á sínum forsendum,“ segir Ómar. „Við leggjum mikla áherslu á að þetta er fjölskylduhátíð. Íþrótta- og fjölskylduhátíð. Þannig við viljum að þarna sé fjölskyldan saman í góðu umhverfi og íþróttir skipa stóran sess, stærstan sess af dagskránni. En það er mikið, mikið annað en íþróttir. Það eru ekki allir sem eru þar en það eiga allir að finna einhver verkefni við sitt hæfi á mótinu, alveg klárlega.“ Ómar Bragi Stefánsson er framkvæmdastjóri mótsins. Íbúar á Króknum hafa rætt sín á milli um skort á almennum hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla í bænum en einungis ein slík er til staðar. Ómar segir það vandamál, líkt og öll önnur sem upp koma við skipulagningu, hafa verið leyst. „En til þess erum við að skipuleggja þetta mót. Við verðum með sjö eða átta stöðvar sem verða settar upp á tjaldsvæðinu. Það eru allir sem eru að leysa svona vandamál og vilja að gestir okkar upplifi það vel að koma hingað. Vissulega höfðum við áhyggjur í upphafi en þá förum við bara í verkið og leysum það,“ segir Ómar.
Skagafjörður Íþróttir barna Börn og uppeldi Hleðslustöðvar Tengdar fréttir Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki en þetta er 24. unglingalandsmótið sem UMFÍ heldur og það fjórða sem er haldið á Sauðárkróki. Mótið er fyrir alla fjölskylduna og ætlað keppendum á aldrinum 11-18 ára. 27. júlí 2023 08:32 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki en þetta er 24. unglingalandsmótið sem UMFÍ heldur og það fjórða sem er haldið á Sauðárkróki. Mótið er fyrir alla fjölskylduna og ætlað keppendum á aldrinum 11-18 ára. 27. júlí 2023 08:32