Liverpool skoraði þrjú mörk en tapaði samt á móti Bæjurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 13:29 Virgil van Dijk fagnar marki sínu í fyrsta leiknum eftir að hann tók formlega við fyrirliðabandinu af Jordan Henderson. Getty/Yong Teck Lim Liverpool missti niður forskot í tvígang í 4-3 tapi á móti þýska stórliðinu Bayern München í æfingarleik liðanna í Singapúr í dag. Liverpool komst í 2-0 og 3-2 í leiknum en Bæjarar jöfnuðu fyrst fyrir hálfleik og tryggðu sér síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Liverpool hélt því áfram að skora mörk og hefur nú skorað fimmtán mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Vandamálið er frekar að Liverpool er líka að fá á sig fullt af mörkum og þau eru orðin tíu í þessum þremur leikjum. Alls hafa því verið skoruð 25 mörk í fjórum undirbúningsleikjum Liverpool eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. pic.twitter.com/k7VXdtG2bJ— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool byrjaði leikinn frábærlega og var komið í 2-0 eftir 28 mínútna leik. Cody Gakpo skoraði það fyrra strax á annarri mínútu eftir samspil við Diogo Jota og flotta afgreiðslu með vinstri fæti. Virgil van Dijk skoraði annað markið með skalla eftir hornspyrnu Andrew Robertson á 28. mínútu. Hollenski miðvörðurinn skoraði því í fyrsta leiknum síðan að hann var staðfestur sem nýr aðalfyrirliði liðsins. Big Virg rising highest for our second goal pic.twitter.com/mztkSUgKjb— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool liðið gekk hins vegar illa að stoppa Serge Gnabry á síðasta korterinu í fyrri hálfleiknum. Serge Gnabry komst tvisvar í gegnum eyðuna sem Trent Alexander-Arnold skildi eftir. Hann skoraði fyrst sjálfur á 33. mínútu en lagði svo upp jöfnunarmark fyrir Leroy Sané á 42. mínútu. Luis Díaz, sem kom inn á völlinn i hálfleik, kom Liverpool aftur yfir á 67. mínútu eftir að hafa byrjað sóknina sjálfur og fengið síðan sendingu frá Mohamed Salah inn í hlaupið sitt í kringum vítateiginn. Started the move and finished it in style A lovely, lovely goal from Lucho pic.twitter.com/mi70a8HUpW— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool hélt áfram að fá á sig mörk og Josip Stanisic jafnaði metin á 80. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla sem Alisson Becker varði eftir aukaspyrnu. Bæði leik fengu færi til að bæta við mörkum en hinn tuttugu ára gamli Frans Krätzig skoraði sigurmark Bayern á í uppbótatíma eftir að afa fengið sendingu inn fyrir vörnina Þetta var seinni leikur Liverpool í Singapúr ferðinni en liðið vann 4-0 sigur á Leicester um síðustu helgi. Liverpool er búið að fá á sig fjögur mörk í tveimur af fjórum leikjum sínum á þessu undirbúningstímabili. Enski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Liverpool komst í 2-0 og 3-2 í leiknum en Bæjarar jöfnuðu fyrst fyrir hálfleik og tryggðu sér síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Liverpool hélt því áfram að skora mörk og hefur nú skorað fimmtán mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Vandamálið er frekar að Liverpool er líka að fá á sig fullt af mörkum og þau eru orðin tíu í þessum þremur leikjum. Alls hafa því verið skoruð 25 mörk í fjórum undirbúningsleikjum Liverpool eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. pic.twitter.com/k7VXdtG2bJ— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool byrjaði leikinn frábærlega og var komið í 2-0 eftir 28 mínútna leik. Cody Gakpo skoraði það fyrra strax á annarri mínútu eftir samspil við Diogo Jota og flotta afgreiðslu með vinstri fæti. Virgil van Dijk skoraði annað markið með skalla eftir hornspyrnu Andrew Robertson á 28. mínútu. Hollenski miðvörðurinn skoraði því í fyrsta leiknum síðan að hann var staðfestur sem nýr aðalfyrirliði liðsins. Big Virg rising highest for our second goal pic.twitter.com/mztkSUgKjb— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool liðið gekk hins vegar illa að stoppa Serge Gnabry á síðasta korterinu í fyrri hálfleiknum. Serge Gnabry komst tvisvar í gegnum eyðuna sem Trent Alexander-Arnold skildi eftir. Hann skoraði fyrst sjálfur á 33. mínútu en lagði svo upp jöfnunarmark fyrir Leroy Sané á 42. mínútu. Luis Díaz, sem kom inn á völlinn i hálfleik, kom Liverpool aftur yfir á 67. mínútu eftir að hafa byrjað sóknina sjálfur og fengið síðan sendingu frá Mohamed Salah inn í hlaupið sitt í kringum vítateiginn. Started the move and finished it in style A lovely, lovely goal from Lucho pic.twitter.com/mi70a8HUpW— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool hélt áfram að fá á sig mörk og Josip Stanisic jafnaði metin á 80. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla sem Alisson Becker varði eftir aukaspyrnu. Bæði leik fengu færi til að bæta við mörkum en hinn tuttugu ára gamli Frans Krätzig skoraði sigurmark Bayern á í uppbótatíma eftir að afa fengið sendingu inn fyrir vörnina Þetta var seinni leikur Liverpool í Singapúr ferðinni en liðið vann 4-0 sigur á Leicester um síðustu helgi. Liverpool er búið að fá á sig fjögur mörk í tveimur af fjórum leikjum sínum á þessu undirbúningstímabili.
Enski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira