Tom Brady búinn að kaupa sig inn í Birmingham City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 11:11 Tom Brady lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil sem var það 23. hjá honum í NFL deildinni. Getty/Sebastian Widmann NFL goðsögnin Tom Brady er núna farinn að skipta sér að enskri knattspyrnu. Hann er nú minnihluta eigandi í enska b-deildarfélaginu Birmingham City. Brady er sá eini sem hefur unnið Super Bowl sjö sinnum en hann er af mörgum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Brady er nýbúinn að leggja skóna á hilluna og hefur síðan verið duglegur að kaupa sig inn í íþróttafélög. Hann hefur greinilega mikinn áhuga á því að fjárfesta þar. BREAKING: Seven-time Super Bowl winner Tom Brady enters a partnership to become a minority owner of Birmingham City pic.twitter.com/OHz2SEQJOu— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 3, 2023 Að þessu sinni er Brady í samstarfi með eigendum Birmingham í Knighthead Capital Management LLC fjárfestingafélaginu. Brady verður stjórnarformaður nýrrar ráðgjafanefndar félagsins. Hann mun vinna þar náið með stjórn félagsins. „Svona er staðan. Ég er formlega að koma inn í stjórnina hjá Birmingham City Football Club. Þið spyrjið ef til vill hvað ég viti um enska fótboltann. Við skulum bara segja að ég eigi margt eftir ólært. Ég veit aftur á móti sitt hvað um að það að vinna og ég held að það muni skila sér nokkuð vel,“ sagði Tom Brady í yfirlýsingu. „Ég veit að leiðin að árangri byrjar á því að leggja mikla vinnu á sig þegar heimurinn er ekki að horfa. Ég veit það líka að lið er ekkert án þess að hafa borgina sína að baki sér. Mikilvægast er að mér líkar það ágætlega að vera í litla liðinu. Vegurinn hefur verið langur fyrir Birmingham en stuðningsmennirnir hafa aldrei misst trúna. Sjáumst fljótlega á St Andrew vellinum. Núna er tími til að byrja vinnuna,“ sagði Brady. Brady er ekki fyrsti NFL-leikmaðurinn sem fjárfestir í ensku fótboltafélagi í sumar því áður hafði JJ Watt einnig orðið minnihlutaeigandi í enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley í maí. Here we go! Proud to be part of the Blues family @BCFC pic.twitter.com/lSEbzzpcBk— Tom Brady (@TomBrady) August 3, 2023 Enski boltinn NFL Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Brady er sá eini sem hefur unnið Super Bowl sjö sinnum en hann er af mörgum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Brady er nýbúinn að leggja skóna á hilluna og hefur síðan verið duglegur að kaupa sig inn í íþróttafélög. Hann hefur greinilega mikinn áhuga á því að fjárfesta þar. BREAKING: Seven-time Super Bowl winner Tom Brady enters a partnership to become a minority owner of Birmingham City pic.twitter.com/OHz2SEQJOu— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 3, 2023 Að þessu sinni er Brady í samstarfi með eigendum Birmingham í Knighthead Capital Management LLC fjárfestingafélaginu. Brady verður stjórnarformaður nýrrar ráðgjafanefndar félagsins. Hann mun vinna þar náið með stjórn félagsins. „Svona er staðan. Ég er formlega að koma inn í stjórnina hjá Birmingham City Football Club. Þið spyrjið ef til vill hvað ég viti um enska fótboltann. Við skulum bara segja að ég eigi margt eftir ólært. Ég veit aftur á móti sitt hvað um að það að vinna og ég held að það muni skila sér nokkuð vel,“ sagði Tom Brady í yfirlýsingu. „Ég veit að leiðin að árangri byrjar á því að leggja mikla vinnu á sig þegar heimurinn er ekki að horfa. Ég veit það líka að lið er ekkert án þess að hafa borgina sína að baki sér. Mikilvægast er að mér líkar það ágætlega að vera í litla liðinu. Vegurinn hefur verið langur fyrir Birmingham en stuðningsmennirnir hafa aldrei misst trúna. Sjáumst fljótlega á St Andrew vellinum. Núna er tími til að byrja vinnuna,“ sagði Brady. Brady er ekki fyrsti NFL-leikmaðurinn sem fjárfestir í ensku fótboltafélagi í sumar því áður hafði JJ Watt einnig orðið minnihlutaeigandi í enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley í maí. Here we go! Proud to be part of the Blues family @BCFC pic.twitter.com/lSEbzzpcBk— Tom Brady (@TomBrady) August 3, 2023
Enski boltinn NFL Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn