Morten ósáttur og málinu ekki lokið: „Algjörlega fráleit vinnubrögð“ Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 14:31 Morten Beck lék með FH á árunum 2019-2021 en fór einnig að láni til ÍA í hálft tímabil. Áður lék hann einnig með KR hér á landi. vísir/Daníel „Það er búið að skekkja keppnina í Bestu deildinni með þessari löglausu ákvörðun,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Mortens Beck Guldsmed, sem gagnrýnir harðlega niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ um að aflétta félagaskiptabanni FH, í viðtali við Dr. Football í dag. Félagaskiptabanninu var aflétt síðastliðinn föstudag eftir að Viðar Halldórsson, formaður FH, hafði sent áfrýjunardómstólnum bréf sem sýndu að félagið ætlaði að ábyrgjast greiðslur til Skattsins og Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, vegna launa Mortens. Morten var leikmaður FH til ársins 2021 og hófst málið á því, samkvæmt Vilhjálmi, að Daninn taldi sig eiga inni um það bil 2,5 milljónir króna hjá FH þar sem hann gat ekki fengið fæðingarorlof, því skattar höfðu ekki verið greiddir af launum hans. Taldi Morten að FH hefði átt að greiða skatta og önnur gjöld vegna launa hans, enda stóð í samningi við hann hverjar nettógreiðslur til hans yrðu. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ tók undir með Morten þegar málið kom inn á hennar borð 2022, eftir að FH-ingar höfðu fullyrt að engin skuld væri við Morten og þannig komist í gegnum leyfiskerfi KSÍ að sögn Vilhjálms. Út frá úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar um að FH þyrfti að gera upp sín mál kærði Morten félagið til aga- og úrskurðarnefndar, sem dæmdi FH í félagaskiptabann sem félagið gat þó losnað við með uppgjöri innan 30 daga. FH áfrýjaði þeim dómi en áfrýjunardómstóll staðfesti hann, og tók bannið gildi 16. júlí. Vilhjálmur segir „algjörlega óskiljanlegt og löglaust með öllu“ að banninu hafi svo verið aflétt. Sú ákvörðun bitni ekki bara á Morten heldur öðrum félögum í Bestu deildinni sem séu ýmist í samkeppni við FH í deildinni eða um leikmenn, en félagið hefur þegar fengið til sín þrjá nýja leikmenn. Áfrýjunardómstóll KSÍ vísaði með óskýrum hætti í lög og reglur KSÍ, og agareglur FIFA til fyllingar, í ákvörðun sinni sem aðeins var birt FH-ingum en ekki Morten, með bréfi síðasta föstudag. „Á sér enga stoð í lögum og reglum KSÍ“ „Það er nú hluti af réttarríkinu og lýðræðinu, að niðurstöður dómstóla eru bindandi og endanlegar. Það var engin lagaheimild fyrir áfrýjunardómstól KSÍ til að breyta dómi sínum eins og gert var. Það kemur skýrt fram í 6. grein reglna um áfrýjunardómstólinn að niðurstöður dómstólsins séu endanlegar og bindandi, og eina leiðin til þess að breyta og aflétta þeim viðurlögum sem eru dæmd sé samkvæmt 12. grein sömu reglugerðar að vísa málinu til ársþings KSÍ, þar sem heimilt er að aflétta þessu með að minnsta kosti 2/3 hluta greiddra atkvæða ársþingsmanna. Þessi ákvörðun dómstólsins er því algjörlega löglaus og á sér enga stoð í lögum og reglum KSÍ,“ segir Vilhjálmur í nýjasta þætti Dr. Football. „Það eru engin ákvæði í lögum og reglum KSÍ sem heimila þessa breytingu á þessum dómi, og í 21. grein 3 í þessum reglum FIFA sem vísað er til, án þess að vísað sé beint í það ákvæði, og það ákvæði gildir auðvitað bara um FIFA-dómstólinn. Þar að auki segir í þessum FIFA-reglum að ef það á að aflétta félagaskiptabanni þurfi viðkomandi félag að hafa staðið að fullu skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum, og síðan að það verði ekki gert nema að það sé haft samband við kröfuhafann, í þessu tilviki Morten Beck, og þá sé þetta heimilt. En ég legg áherslu á að þessar FIFA-reglur eru auðvitað bara til fyllingar, og það þarf að vera lagaheimild til þess að breyta dómum áfrýjunardómstólsins eða endurupptaka dóminn, til að hægt sé að gera það,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Mortens Beck.VÍSIR/VILHELM Segir FH alls ekki hafa gengið frá uppgjöri Í dómi áfrýjunardómstóls 15. júní sagði: Knattspyrnudeild FH skal sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skal sæta félagaskiptabanni í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að dómur þessi er kveðinn upp. „Þetta var fyrir sex vikum síðan og það hefur ekki verið gengið frá neinu uppgjöri,“ segir Vilhjálmur. „Morten hefur ekki fengið neina greiðslu, Skatturinn hefur ekki fengið neina greiðslu, og það liggur fyrir einhver samningur frá FH við Lífeyrissjóð Verslunarmanna þar sem þeir eru búnir að borga eina greiðslu af sjö. Það hefur því ekkert uppgjör farið fram, eins og er skilyrði samkvæmt þessum FIFA-reglum sem áfrýjunardómstóllinn er að vísa til. Fyrir utan það að það er alveg skýrt hvernig er hægt að aflétta þessu banni samkvæmt lögum og reglum KSÍ. Það er með því að vísa málinu til ársþings KSÍ. Dómstóllinn þverbrýtur lög og reglur KSÍ með þessari ákvörðunartöku sinni.“ Telur FH hafa farið í gegnum leyfiskerfið með röngum fullyrðingum Lögmaðurinn segir FH-inga í raun hafa komist í gegnum leyfiskerfi KSÍ með því að segja ósatt um stöðuna gagnvart Morten. „Það liggja fyrir tölvupóstsamskipti á milli Leikmannasamtakanna og FH, frá því í október 2021, um skuld FH við Morten. Hins vegar sendi formaður FH bréf á KSÍ, 22. mars 2022, þegar Leikmannasamtökin eru búin að vera í sambandi við FH í um sex mánaða skeið og gera kröfu um að þetta sé gert upp, og í þessum tölvupósti segir formaðurinn að FH sé skuldlaust við Morten en hafi hins vegar ekki náð sambandi við hann. Það er mjög merkilegt því ég er hérna með fjölmarga tölvupósta frá Leikmannasamtökunum til FH þar sem verið er að krefja FH um greiðslu þessarar skuldar, vegna þessa fæðingarorlofs, um það bil 2,5 milljónir. Ég sé því ekki betur en að FH hafi farið í gegnum leyfiskerfið 2022 með því að fullyrða eitthvað sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum.“ Algjörlega ósammála Davíð Í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á laugardaginn sagði Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, að FH skuldaði Morten ekki neitt. „Það er rangt,“ sagði Vilhjálmur. „FH skuldaði og skuldar enn allan skatt vegna Mortens. Félagið skuldaði og skuldar enn allar lífeyrissjóðsgreiðslur vegna Mortens, fyrir utan 1/6 sem þeir greiddu 26. júlí og ætla að gera endanlega upp í janúar 2024. FH skuldar Morten ennþá greiðslur vegna feðraorlofs, sem eru þá í kringum 2,5 milljónir, plús vexti og dráttarvexti á þessar greiðslur, plús orlof miðað við það að samningurinn er launþegasamningur, plús félagsgjald í stéttarfélag, og svona mætti lengi áfram telja. FH hefur núna, þrátt fyrir þessa skýru niðurstöðu nefnda og áfrýjunardómstóls KSÍ um að uppgjör skuli fara fram, eins og samningurinn væri launþegasamningur en ekki verktakasamningur, ekki greitt neitt nema um það bil 700.000 krónur til Lífeyrissjóðs Verslunarmanna,“ sagði Vilhjálmur og velti upp þeirri spurningu hver staðan yrði eiginlega ef FH stæði svo ekki við þær skuldbindingar sem félagið hefði nú gert. „Að sjálfsögðu er hann ósáttur“ Vilhjálmur segir Morten sjálfan ósáttan og að málið muni halda áfram, hvort sem að það verði fyrir almennum dómstólum eða annars staðar. „Að sjálfsögðu er hann ósáttur við þessi vinnubrögð, eftir allan þennan tíma og eftir að hafa unnið þetta mál á þremur dómstigum hjá KSÍ. Að þá sé dómi áfrýjunardómstólsins einfaldlega bara breytt, eða hann felldur úr gildi, með einhverri ákvörðun án þess að það sé með einhverjum hætti borið undir hann eða mig sem lögmann Mortens, og okkur gefinn kostur á að koma sjónarmiðum hans á framfæri. Okkur er ekki einu sinni tilkynnt um ákvörðun dómstólsins. Þetta eru auðvitað algjörlega fráleit vinnubrögð,“ sagði Vilhjálmur en hægt er að hlusta á viðtalið við hann hér. Besta deild karla FH Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Félagaskiptabanninu var aflétt síðastliðinn föstudag eftir að Viðar Halldórsson, formaður FH, hafði sent áfrýjunardómstólnum bréf sem sýndu að félagið ætlaði að ábyrgjast greiðslur til Skattsins og Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, vegna launa Mortens. Morten var leikmaður FH til ársins 2021 og hófst málið á því, samkvæmt Vilhjálmi, að Daninn taldi sig eiga inni um það bil 2,5 milljónir króna hjá FH þar sem hann gat ekki fengið fæðingarorlof, því skattar höfðu ekki verið greiddir af launum hans. Taldi Morten að FH hefði átt að greiða skatta og önnur gjöld vegna launa hans, enda stóð í samningi við hann hverjar nettógreiðslur til hans yrðu. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ tók undir með Morten þegar málið kom inn á hennar borð 2022, eftir að FH-ingar höfðu fullyrt að engin skuld væri við Morten og þannig komist í gegnum leyfiskerfi KSÍ að sögn Vilhjálms. Út frá úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar um að FH þyrfti að gera upp sín mál kærði Morten félagið til aga- og úrskurðarnefndar, sem dæmdi FH í félagaskiptabann sem félagið gat þó losnað við með uppgjöri innan 30 daga. FH áfrýjaði þeim dómi en áfrýjunardómstóll staðfesti hann, og tók bannið gildi 16. júlí. Vilhjálmur segir „algjörlega óskiljanlegt og löglaust með öllu“ að banninu hafi svo verið aflétt. Sú ákvörðun bitni ekki bara á Morten heldur öðrum félögum í Bestu deildinni sem séu ýmist í samkeppni við FH í deildinni eða um leikmenn, en félagið hefur þegar fengið til sín þrjá nýja leikmenn. Áfrýjunardómstóll KSÍ vísaði með óskýrum hætti í lög og reglur KSÍ, og agareglur FIFA til fyllingar, í ákvörðun sinni sem aðeins var birt FH-ingum en ekki Morten, með bréfi síðasta föstudag. „Á sér enga stoð í lögum og reglum KSÍ“ „Það er nú hluti af réttarríkinu og lýðræðinu, að niðurstöður dómstóla eru bindandi og endanlegar. Það var engin lagaheimild fyrir áfrýjunardómstól KSÍ til að breyta dómi sínum eins og gert var. Það kemur skýrt fram í 6. grein reglna um áfrýjunardómstólinn að niðurstöður dómstólsins séu endanlegar og bindandi, og eina leiðin til þess að breyta og aflétta þeim viðurlögum sem eru dæmd sé samkvæmt 12. grein sömu reglugerðar að vísa málinu til ársþings KSÍ, þar sem heimilt er að aflétta þessu með að minnsta kosti 2/3 hluta greiddra atkvæða ársþingsmanna. Þessi ákvörðun dómstólsins er því algjörlega löglaus og á sér enga stoð í lögum og reglum KSÍ,“ segir Vilhjálmur í nýjasta þætti Dr. Football. „Það eru engin ákvæði í lögum og reglum KSÍ sem heimila þessa breytingu á þessum dómi, og í 21. grein 3 í þessum reglum FIFA sem vísað er til, án þess að vísað sé beint í það ákvæði, og það ákvæði gildir auðvitað bara um FIFA-dómstólinn. Þar að auki segir í þessum FIFA-reglum að ef það á að aflétta félagaskiptabanni þurfi viðkomandi félag að hafa staðið að fullu skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum, og síðan að það verði ekki gert nema að það sé haft samband við kröfuhafann, í þessu tilviki Morten Beck, og þá sé þetta heimilt. En ég legg áherslu á að þessar FIFA-reglur eru auðvitað bara til fyllingar, og það þarf að vera lagaheimild til þess að breyta dómum áfrýjunardómstólsins eða endurupptaka dóminn, til að hægt sé að gera það,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Mortens Beck.VÍSIR/VILHELM Segir FH alls ekki hafa gengið frá uppgjöri Í dómi áfrýjunardómstóls 15. júní sagði: Knattspyrnudeild FH skal sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skal sæta félagaskiptabanni í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að dómur þessi er kveðinn upp. „Þetta var fyrir sex vikum síðan og það hefur ekki verið gengið frá neinu uppgjöri,“ segir Vilhjálmur. „Morten hefur ekki fengið neina greiðslu, Skatturinn hefur ekki fengið neina greiðslu, og það liggur fyrir einhver samningur frá FH við Lífeyrissjóð Verslunarmanna þar sem þeir eru búnir að borga eina greiðslu af sjö. Það hefur því ekkert uppgjör farið fram, eins og er skilyrði samkvæmt þessum FIFA-reglum sem áfrýjunardómstóllinn er að vísa til. Fyrir utan það að það er alveg skýrt hvernig er hægt að aflétta þessu banni samkvæmt lögum og reglum KSÍ. Það er með því að vísa málinu til ársþings KSÍ. Dómstóllinn þverbrýtur lög og reglur KSÍ með þessari ákvörðunartöku sinni.“ Telur FH hafa farið í gegnum leyfiskerfið með röngum fullyrðingum Lögmaðurinn segir FH-inga í raun hafa komist í gegnum leyfiskerfi KSÍ með því að segja ósatt um stöðuna gagnvart Morten. „Það liggja fyrir tölvupóstsamskipti á milli Leikmannasamtakanna og FH, frá því í október 2021, um skuld FH við Morten. Hins vegar sendi formaður FH bréf á KSÍ, 22. mars 2022, þegar Leikmannasamtökin eru búin að vera í sambandi við FH í um sex mánaða skeið og gera kröfu um að þetta sé gert upp, og í þessum tölvupósti segir formaðurinn að FH sé skuldlaust við Morten en hafi hins vegar ekki náð sambandi við hann. Það er mjög merkilegt því ég er hérna með fjölmarga tölvupósta frá Leikmannasamtökunum til FH þar sem verið er að krefja FH um greiðslu þessarar skuldar, vegna þessa fæðingarorlofs, um það bil 2,5 milljónir. Ég sé því ekki betur en að FH hafi farið í gegnum leyfiskerfið 2022 með því að fullyrða eitthvað sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum.“ Algjörlega ósammála Davíð Í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á laugardaginn sagði Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, að FH skuldaði Morten ekki neitt. „Það er rangt,“ sagði Vilhjálmur. „FH skuldaði og skuldar enn allan skatt vegna Mortens. Félagið skuldaði og skuldar enn allar lífeyrissjóðsgreiðslur vegna Mortens, fyrir utan 1/6 sem þeir greiddu 26. júlí og ætla að gera endanlega upp í janúar 2024. FH skuldar Morten ennþá greiðslur vegna feðraorlofs, sem eru þá í kringum 2,5 milljónir, plús vexti og dráttarvexti á þessar greiðslur, plús orlof miðað við það að samningurinn er launþegasamningur, plús félagsgjald í stéttarfélag, og svona mætti lengi áfram telja. FH hefur núna, þrátt fyrir þessa skýru niðurstöðu nefnda og áfrýjunardómstóls KSÍ um að uppgjör skuli fara fram, eins og samningurinn væri launþegasamningur en ekki verktakasamningur, ekki greitt neitt nema um það bil 700.000 krónur til Lífeyrissjóðs Verslunarmanna,“ sagði Vilhjálmur og velti upp þeirri spurningu hver staðan yrði eiginlega ef FH stæði svo ekki við þær skuldbindingar sem félagið hefði nú gert. „Að sjálfsögðu er hann ósáttur“ Vilhjálmur segir Morten sjálfan ósáttan og að málið muni halda áfram, hvort sem að það verði fyrir almennum dómstólum eða annars staðar. „Að sjálfsögðu er hann ósáttur við þessi vinnubrögð, eftir allan þennan tíma og eftir að hafa unnið þetta mál á þremur dómstigum hjá KSÍ. Að þá sé dómi áfrýjunardómstólsins einfaldlega bara breytt, eða hann felldur úr gildi, með einhverri ákvörðun án þess að það sé með einhverjum hætti borið undir hann eða mig sem lögmann Mortens, og okkur gefinn kostur á að koma sjónarmiðum hans á framfæri. Okkur er ekki einu sinni tilkynnt um ákvörðun dómstólsins. Þetta eru auðvitað algjörlega fráleit vinnubrögð,“ sagði Vilhjálmur en hægt er að hlusta á viðtalið við hann hér.
Besta deild karla FH Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira