Lífið

Fyrsta mamman í fegurðar­sam­keppni hér á landi

Íris Hauksdóttir skrifar
María er stolt af því að breyta hugmyndum fólks hvað varðar fegurðarsamkeppnir. 
María er stolt af því að breyta hugmyndum fólks hvað varðar fegurðarsamkeppnir.  aðsend

Strangar reglur hafa ríkt varðandi þátttöku kvenna í fegurðarsamkeppnum. Ein af þeim er að keppendur megi ekki hafa eignast börn. Nýskipaður eigandi keppninnar braut þó blað í sögunni nýverið. Fyrsti íslenski keppandinn, María Monica Luisa segist fagna breytingunni enda beri hún stolt þann titil að vera móðir samhliða því að keppast um titilinn Miss Universe Iceland.  

„Ég er svo rosalega stolt af keppninni fyrir að hafa breytt reglunum,“ segir María og heldur áfram „Við mæður erum magnaðar og það er ekkert sem stoppar okkur þótt við eignumst börn. Ég er mjög stolt að vera partur af þessari breytingu. Ég sjálf á tvö börn, þriggja og sex ára ára og í haust er ég að klára síðasta áfangann minn í sjúkraliðabrúnni. Á sama tíma er ég að hefja klásus í hjúkrun, og ofan á það þarf ég líka að vinna.“

Æfingarnar reyna á fjölskylduna

 Það hefur gengið vel að mæta á æfingar fyrir Ungfrú Ísland og nú styttist heldur betur í stóru stundina. 

María og unnusti hennar skiptast á að vinna til að láta fjölskyldulífið ganga sinn vanagang. aðsend

„Ég og unnusti minn skiptumst á að vinna vegna sumarfrís barnanna. Við reynum samt alltaf að hafa samverustund áður en ég þarf að fara á æfingu eða vinnu. Það er auðvitað ótal margt annað sem þarf að huga að fyrir lokakvöldið svo skiljanlega hef ég verið aðeins annars hugar en þetta krefst allt mikillar skipulagningar. Þetta hefur þó verið ekkert nema skemmtilegt og lærdómsríkt ferli. 

María er sannarlega stórglæsileg.aðsend

Margt sem maður lærir og tekur út í lífið, þetta er svo breytt frá því hvernig fegurðarsamkeppni voru hér áður fyrr. 

Þetta snýst um að finna konuna sem er sjálfsörugg um hver hún er, sjálfsörugg í sínum líkama og getur myndað eigin skoðanir. 

Þáttakan byggir þig upp og gerir þig að mun sterkari konu. Ég hef orðið að konunni sem ég myndi vilja sjálf líta upp til og að börnin mín taki til fyrirmyndar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.