Börn á smáfarartækjum sláandi stór hluti umferðarslysa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 08:57 Árni Friðleifsson, varðstjóri Skjáskot/Stöð 2 Börn á smáfarartækjum voru sláandi stór hluti þeirra sem lentu í umferðarslysum í júlí, að sögn varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Um sé að ræða nýjan veruleika í umferðinni sem verði að taka á. Árni Friðleifsson aðalvarstjóri gerði upp umferðarslys síðasta mánuðinn í Bítinu á Bylgjunni. Kom þar fram að á tveggja vikna tímabili í júlí hafi þrjátíu tilkynningar borist um umferðaróhöpp. Þar af voru nítján tilvik umferðarslys. „Það sem er sláandi er að af þessum nítján eru tólf smáfarartækjaslys, það er reiðhjól, vespur og rafmagnsvespur. Í nánast öllum tilvikum eru þetta ungt fólk, krakkar,“ segir Árni. „Það er bara verið að keyra á reiðhjólamenn til dæmis á bílastæðum við verslanir. Svo eru þessir krakkar sem eru á rafhlaupahjólum og vespum, þetta er nýr veruleiki fyrir okkur sem erum í umferðinni. Þau eru að skjótast hingað og þangað og eru að lenda fyrir bílum. Nú er ágúst framundan og skólarnir að byrja, þá eykst þetta til muna. Við verðum að biðla til allra sem eru í umferðinni að taka tillit til þessa hóps.“ Ölvun mikið vandamál Árni segir slysin aðallega leiða til ljótra andlitsáverka. „Síðan er vandamál sem ég botna ekkert í. Það eru ölvaðir einstaklingar á þessum rafhlaupahjólum. Það er ofar mínu skilningarviti af hverju menn eru að fara ölvaðir á þessi hjól,“ segir Árni. Stór hluti slyssanna segir hann verða þegar menn séu „dauðadrukknir“ á hjólunum. Hann segir að það verði að breyta lagaákvæði sem heimilar ökumanni að stjórna rafhlaupahjóli ölvaður, svo framarlega sem hann geti stjórnað því. Verri slys hjá óvörðum Algengt er að börn fari fleiri en eitt á ökutækin og farþegar langoftast án hjálms. „Þau keyra eftir göngustíg og þvera bara götu án þess að horfa til hægri eða vinstri. Það kemur auðvitað bíll og beint á þau. Þetta er bara allt of algengt.“ Ökumenn verði að huga að þessum óvörðu vegfarendum. „Það er bara allt annað dæmi ef þeir eru að lenda í einhverjum óhöppum, þá eru slysin bara verri. Þetta er það sem við verðum að huga að.“ Samgöngur Lögreglumál Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Árni Friðleifsson aðalvarstjóri gerði upp umferðarslys síðasta mánuðinn í Bítinu á Bylgjunni. Kom þar fram að á tveggja vikna tímabili í júlí hafi þrjátíu tilkynningar borist um umferðaróhöpp. Þar af voru nítján tilvik umferðarslys. „Það sem er sláandi er að af þessum nítján eru tólf smáfarartækjaslys, það er reiðhjól, vespur og rafmagnsvespur. Í nánast öllum tilvikum eru þetta ungt fólk, krakkar,“ segir Árni. „Það er bara verið að keyra á reiðhjólamenn til dæmis á bílastæðum við verslanir. Svo eru þessir krakkar sem eru á rafhlaupahjólum og vespum, þetta er nýr veruleiki fyrir okkur sem erum í umferðinni. Þau eru að skjótast hingað og þangað og eru að lenda fyrir bílum. Nú er ágúst framundan og skólarnir að byrja, þá eykst þetta til muna. Við verðum að biðla til allra sem eru í umferðinni að taka tillit til þessa hóps.“ Ölvun mikið vandamál Árni segir slysin aðallega leiða til ljótra andlitsáverka. „Síðan er vandamál sem ég botna ekkert í. Það eru ölvaðir einstaklingar á þessum rafhlaupahjólum. Það er ofar mínu skilningarviti af hverju menn eru að fara ölvaðir á þessi hjól,“ segir Árni. Stór hluti slyssanna segir hann verða þegar menn séu „dauðadrukknir“ á hjólunum. Hann segir að það verði að breyta lagaákvæði sem heimilar ökumanni að stjórna rafhlaupahjóli ölvaður, svo framarlega sem hann geti stjórnað því. Verri slys hjá óvörðum Algengt er að börn fari fleiri en eitt á ökutækin og farþegar langoftast án hjálms. „Þau keyra eftir göngustíg og þvera bara götu án þess að horfa til hægri eða vinstri. Það kemur auðvitað bíll og beint á þau. Þetta er bara allt of algengt.“ Ökumenn verði að huga að þessum óvörðu vegfarendum. „Það er bara allt annað dæmi ef þeir eru að lenda í einhverjum óhöppum, þá eru slysin bara verri. Þetta er það sem við verðum að huga að.“
Samgöngur Lögreglumál Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira