Þrjátíu ára aldurstakmark en allir yfir tvítugu velkomnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2023 12:00 Fólk er þegar farið að flykkjast á Akureyri fyrir Verslunarmannahelgina. Vísir/Vilhelm Stærsta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og víða mikil dagskrá í tilefni hennar. Akureyringar hefja helgina á Sjallaballi í kvöld, þar sem er þrjátíu ára „aldurstakmark“ samkvæmt hefð. Skipuleggjandi segir þó að þeir sem hafa náð aldri fái að fara inn á ballið. Eins og fyrri ár er nóg um að vera um Verslunarmannahelgi. Má þar nefna Þjóðhátíð í Eyjum, Innipúkann í Reykavík, Neistaflug á Neskaupsstað, Unglingalandsmótið á Sauðárkróki og Eina með öllu á Akureyri. „Hingað er komið fullt af fólki. Ég tók einmitt rúnt á tjaldsvæðinu í morgun og sá að þar er kominn svakalegur fjöldi nú þegar. Ég tók eftir því í gær, á fimmtudegi, að það var greinilega komið mikið af fólki í bæinn. Þetta lítur ferlega vel út, veðurspáin okkur í hag og allt eins og það á að vera hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi hjá viðburðarstofu Norðurlands. Milt veður er í kortunum fyrir helgina, ekki síst fyrir norðan. „Þetta er búið að vera skrítið sumar að því leytinu til að júlí var ekkert spes hérna fyrir norðan. Ekkert slæmur en við höfum séð betri júlí. Þetta er að detta í gang aftur, maður sér það, það er fín veðurspá um helgina og virðist mjög gott framundan.“ Þetta sé 32. eða 33. árið sem skipulögð hátíðarhöld fara fram á Akureyri um Verslunarmannahelgi. „Við höldum að 1991 eða 1992 hafi fyrsta hátíðin verið haldin á Akureyri, sem hét þá Halló Akureyri eða bara Verslunarmannahelgin á Akureyri,“ segir Davíð. Dagskráin sé að þessu sinni þétt, nái hápunkti með Sparitónleikunum á flötinni fyrir framan leikhúsið á sunnudag en hefjist með glæsibrag með balli á Sjallanum í kvöld. Davíð segir að hefð sé fyrir því að þrjátíu ára aldurstakmark sé á Dynheimaböllum en því hafi ekki verið framfylgt af mikilli hörku. „Þar er þrjátíu ára „aldurstakmark“ og þeir sem vilja koma en eru ekki orðnir þrítugir þá búumst við við því að það verði fölsuð skilríki. Þannig að við tökum við fölsuðum skilríkjum,“ segir Davíð á léttu nótunum en ítrekar að tuttugu ára aldurstakmark er inn á Sjallann. Davíð segir að hefð sé fyrir því að þrjátíu ára aldurstakmark sé á Dynheimaböllum en því hafi ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Í gegnum tíðina hafi fullorðið fólk, sem er á þrítugsaldri, mætt til að mynda með blöð sem það skrifaði sjálft á að það hefði náð 30 ára aldri og þau tekin gild. Fréttin var uppfærð með frekari skýringum Davíðs Rúnars á aldurstakmarki á Dynheimaböllum. Akureyri Tengdar fréttir Fínasta veður í kortunum Nú fer stærsta ferðamannahelgi ársins að bresta á og veðurspá virðist hafa skánað síðasta sólarhringinn. 4. ágúst 2023 07:25 „Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. 3. ágúst 2023 12:44 Verslunarmannahelgin 2023: Hvað er í boði? Verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins, nálgast nú óðfluga. Hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð og það er svo sannarlegu úr ýmsu að velja. 1. ágúst 2023 08:00 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Eins og fyrri ár er nóg um að vera um Verslunarmannahelgi. Má þar nefna Þjóðhátíð í Eyjum, Innipúkann í Reykavík, Neistaflug á Neskaupsstað, Unglingalandsmótið á Sauðárkróki og Eina með öllu á Akureyri. „Hingað er komið fullt af fólki. Ég tók einmitt rúnt á tjaldsvæðinu í morgun og sá að þar er kominn svakalegur fjöldi nú þegar. Ég tók eftir því í gær, á fimmtudegi, að það var greinilega komið mikið af fólki í bæinn. Þetta lítur ferlega vel út, veðurspáin okkur í hag og allt eins og það á að vera hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi hjá viðburðarstofu Norðurlands. Milt veður er í kortunum fyrir helgina, ekki síst fyrir norðan. „Þetta er búið að vera skrítið sumar að því leytinu til að júlí var ekkert spes hérna fyrir norðan. Ekkert slæmur en við höfum séð betri júlí. Þetta er að detta í gang aftur, maður sér það, það er fín veðurspá um helgina og virðist mjög gott framundan.“ Þetta sé 32. eða 33. árið sem skipulögð hátíðarhöld fara fram á Akureyri um Verslunarmannahelgi. „Við höldum að 1991 eða 1992 hafi fyrsta hátíðin verið haldin á Akureyri, sem hét þá Halló Akureyri eða bara Verslunarmannahelgin á Akureyri,“ segir Davíð. Dagskráin sé að þessu sinni þétt, nái hápunkti með Sparitónleikunum á flötinni fyrir framan leikhúsið á sunnudag en hefjist með glæsibrag með balli á Sjallanum í kvöld. Davíð segir að hefð sé fyrir því að þrjátíu ára aldurstakmark sé á Dynheimaböllum en því hafi ekki verið framfylgt af mikilli hörku. „Þar er þrjátíu ára „aldurstakmark“ og þeir sem vilja koma en eru ekki orðnir þrítugir þá búumst við við því að það verði fölsuð skilríki. Þannig að við tökum við fölsuðum skilríkjum,“ segir Davíð á léttu nótunum en ítrekar að tuttugu ára aldurstakmark er inn á Sjallann. Davíð segir að hefð sé fyrir því að þrjátíu ára aldurstakmark sé á Dynheimaböllum en því hafi ekki verið framfylgt af mikilli hörku. Í gegnum tíðina hafi fullorðið fólk, sem er á þrítugsaldri, mætt til að mynda með blöð sem það skrifaði sjálft á að það hefði náð 30 ára aldri og þau tekin gild. Fréttin var uppfærð með frekari skýringum Davíðs Rúnars á aldurstakmarki á Dynheimaböllum.
Akureyri Tengdar fréttir Fínasta veður í kortunum Nú fer stærsta ferðamannahelgi ársins að bresta á og veðurspá virðist hafa skánað síðasta sólarhringinn. 4. ágúst 2023 07:25 „Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. 3. ágúst 2023 12:44 Verslunarmannahelgin 2023: Hvað er í boði? Verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins, nálgast nú óðfluga. Hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð og það er svo sannarlegu úr ýmsu að velja. 1. ágúst 2023 08:00 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Fínasta veður í kortunum Nú fer stærsta ferðamannahelgi ársins að bresta á og veðurspá virðist hafa skánað síðasta sólarhringinn. 4. ágúst 2023 07:25
„Ekki verslunarmannahelgin þar sem allt fýkur til fjandans“ Veðurfræðingur segir milt veður í kortunum um land allt um verslunarmannahelgina. Fólk þurfi þó að hafa heppnina með sér til að sleppa algjörlega við úrkomu. Helgin bjóði upp á þokkalega sumardaga hvað hitastigið varði. Helst sjáist til sólar á Norðurlandi og Vestfjörðum. 3. ágúst 2023 12:44
Verslunarmannahelgin 2023: Hvað er í boði? Verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins, nálgast nú óðfluga. Hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð og það er svo sannarlegu úr ýmsu að velja. 1. ágúst 2023 08:00