Króatíski varnarmaðurinn Josko Gvardiol gekkst undir læknisskoðun hjá meisturunum í dag og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á allra næstu klukkustundum.
Pep Guardiola, stjóri Man City, staðfesti tíðindin á blaðamannafundi í dag.
Enskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir fyrir því að þýska úrvalsdeildarliði RB Leipzig hafi loksins samþykkt tilboð upp á 78 milljónir punda í morgun en viðræður á milli félaganna hafa staðið yfir í allt sumar.
Gvardiol er 21 árs gamall og hefur leikið með RB Leipzig frá árinu 2020 eftir að hafa komið frá Dinamo í heimalandinu.