Furða sig á lengri uppbótartíma á Englandi Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2023 11:01 Átta mínútum var bætt við leik Man City og Arsenal og skoraði Arsenal jöfnunarmark á 90+11. vísir/Getty Knattspyrnustjórum á Englandi var tíðrætt um nýjar reglur varðandi uppbótartíma þegar fyrsta stóra helgina í enska fótboltanum fór fram um helgina og sitt sýnist hverjum. Í sumar var tekin ákvörðun um breyttar áherslur er snýr að uppbótartíma líkt og notast var við á heimsmeistaramótinu, bæði á HM karla í Katar í desember og á HM kvenna sem er nú í gangi í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Neðri deildirnar í enska boltanum fóru af stað um helgina auk þess sem Man City og Arsenal áttust við í Samfélagsskildinum en þar skoraði Arsenal jöfnunarmark eftir 101 mínútu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að venjast. Mér fannst ekki það mikið gerast í leiknum að uppbótartíminn ætti að vera 8 mínútur. Þið verðið að spyrja fólkið sem ákvað þetta. Það var ekkert talað við okkur né leikmennina,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Man City í leikslok. „Hugsaðu þér ef leikir fara 4-3 og það er bætt við 30-45 sekúndum fyrir hvert mark. Við yrðum enn að spila hérna klukkan níu í fyrramálið,“ sagði Pep. Margir leikir í neðri deildunum fóru yfir 100 mínútur og Tony Mowbray, stjóri Sunderland, var einn þeirra stjóra sem furðaði sig á uppbótartímanum en þrettán mínútum var bætt við leik Ipswich og Sunderland. „Hvað um uppbótartímann við uppbótartímann? Við spilum 45 mínútna hálfleik og við bætast 13 mínútur. Á þessum 13 mínútum voru þrjár skiptingar, höfuðmeiðsli og einn fékk krampa. Hvað á að bæta mörgum mínútum við fyrir það?“ "What is going on? What is happening in the world of refereeing? Surely we're not going to go through the whole season like this..."Sunderland boss Tony Mowbray questions whether there should have been further time added on top of the 13 minutes already added pic.twitter.com/uqXYrSfmEy— Sky Sports Football (@SkyFootball) August 6, 2023 Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira
Í sumar var tekin ákvörðun um breyttar áherslur er snýr að uppbótartíma líkt og notast var við á heimsmeistaramótinu, bæði á HM karla í Katar í desember og á HM kvenna sem er nú í gangi í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Neðri deildirnar í enska boltanum fóru af stað um helgina auk þess sem Man City og Arsenal áttust við í Samfélagsskildinum en þar skoraði Arsenal jöfnunarmark eftir 101 mínútu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að venjast. Mér fannst ekki það mikið gerast í leiknum að uppbótartíminn ætti að vera 8 mínútur. Þið verðið að spyrja fólkið sem ákvað þetta. Það var ekkert talað við okkur né leikmennina,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Man City í leikslok. „Hugsaðu þér ef leikir fara 4-3 og það er bætt við 30-45 sekúndum fyrir hvert mark. Við yrðum enn að spila hérna klukkan níu í fyrramálið,“ sagði Pep. Margir leikir í neðri deildunum fóru yfir 100 mínútur og Tony Mowbray, stjóri Sunderland, var einn þeirra stjóra sem furðaði sig á uppbótartímanum en þrettán mínútum var bætt við leik Ipswich og Sunderland. „Hvað um uppbótartímann við uppbótartímann? Við spilum 45 mínútna hálfleik og við bætast 13 mínútur. Á þessum 13 mínútum voru þrjár skiptingar, höfuðmeiðsli og einn fékk krampa. Hvað á að bæta mörgum mínútum við fyrir það?“ "What is going on? What is happening in the world of refereeing? Surely we're not going to go through the whole season like this..."Sunderland boss Tony Mowbray questions whether there should have been further time added on top of the 13 minutes already added pic.twitter.com/uqXYrSfmEy— Sky Sports Football (@SkyFootball) August 6, 2023
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira