Þjóðhátíðin í ár sé með þeim bestu hingað til Margrét Björk Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 7. ágúst 2023 12:20 Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. vísir/vilhelm Verslunarmannahelgin sem nú er að líða undir lok fór að mestu leyti vel fram víðast hvar á landinu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir Þjóðhátíðina í ár með þeim bestu hingað til frá löggæslulegu sjónarmiði séð. Hátíðahöld fóru einnig almennt vel fram á Akureyri, Flúðum og í Neskaupstað. Gífurlegur fjöldi fólks kom saman í brekkusöng í Herjólfsdal í gærkvöldi þegar Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum náði hámarki. Lögreglustjóri segir marga telja að um metfjölda gesta hafi verið að ræða en þó hafi allt farið vel fram. „Það er ljóst að þarna var gífurlegur fjöldi fólks og lögregla hafði bara mjög rólega nótt framan af. En undir morgun þá var erill vegna ölvunar en engin stórvægileg mál komu upp í nótt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir enga alvarlega líkamsárás eða kynferðisbrot hafa komið inn á borð lögreglu um helgina en nokkur minniháttar brot hafi verið tilkynnt. Lögregla hafi verið með töluverð afskipti vegna ölvunar og nokkurra fíkniefnamála sem voru þó færri en undanfarnar nætur. Að sögn Karls Gauta bárust tilkynningar um nokkrar minniháttar líkamsárásir og tvö til þrjú áreitnismál en ekkert alvarlegt kynferðisbrot. Þétt dagskrá var í Eyjum um helgina. Vísir/Elísabet Hanna „Allavega núna rétt undir hádegi lítur þetta út fyrir að vera með bestu Þjóðhátíðum frá löggæslulegu sjónarmiði séð,“ segir Karl Gauti sem bætir þó við að þetta sé ekki búið fyrr en allir séu komnir til síns heima. Mikill fjöldi fólks sé enn í Vestmannaeyjum og hann hvetji fólk til að fara varlega svo það komist heim heilu og höldnu. Annasamara hjá lögreglunni á Akureyri á lokasprettinum Helgin fór einnig almennt vel fram á Akureyri og var lítið um mál þar til í nótt þegar eitthvað bar á vandamálum tengdum ölvun og óspektum í miðbænum. Þar fór skemmtanahald fram eftir að botninn var sleginn í hátíðina Eina með öllu með veglegum Sparitónleikum á leikhúsflötinni. Þetta segir Kári Erlingsson, vakthafandi varðstjóri, sem veit ekki til þess að tilkynningar um kynferðisbrot eða önnur ofbeldismál hafi komið inn á borð lögreglu. Botn var sleginn í bæjarhátíðina Eina með öllu með tónleikum þar sem Friðrik Dór kom fram ásamt fjölda annarra listamanna. Ein með öllu „Það var margt fólk í bænum og á svæðinu í Eyjafirði en búið að fara mjög vel fram alla helgina. Næturnar eru búnar að ganga bara vel þangað til svona seinni partinn í nótt, þá voru kannski einhverjir orðnir þreyttir,“ segir Kári en bætir við að engin stórmál hafi komið upp. „Menn eru annars búnir að vera mjög ánægðir með hvernig menn hafa hegðað sér hérna í bænum.“ Nokkuð um ölvunarakstur á Suðurlandi Helgin gekk sömuleiðis sómasamlega fyrir sig á Suðurlandi, að sögn aðalvarðstjóra. Mikil áhersla hafi verið lögð á umferðareftirlit og á þriðja tug mála komið upp þar sem ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur. Von er á mikilli umferð í gegnum umdæmið í dag, ekki síst frá Landeyjahöfn þegar fólk leggur heim á leið frá Vestmannaeyjum. Tvö minniháttar fíkniefnavörslumál komu inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi um helgina sem aðalvarðstjóri segir að öðru leyti hafa verið stórtíðindalaus. Einnig fór allt vel fram um helgina á Flúðum og í Neskaupstað, samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum en þar fóru fram fóru bæjarhátíðirnar Flúðir um versló og Neistaflug. Akureyri Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. 6. ágúst 2023 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Gífurlegur fjöldi fólks kom saman í brekkusöng í Herjólfsdal í gærkvöldi þegar Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum náði hámarki. Lögreglustjóri segir marga telja að um metfjölda gesta hafi verið að ræða en þó hafi allt farið vel fram. „Það er ljóst að þarna var gífurlegur fjöldi fólks og lögregla hafði bara mjög rólega nótt framan af. En undir morgun þá var erill vegna ölvunar en engin stórvægileg mál komu upp í nótt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir enga alvarlega líkamsárás eða kynferðisbrot hafa komið inn á borð lögreglu um helgina en nokkur minniháttar brot hafi verið tilkynnt. Lögregla hafi verið með töluverð afskipti vegna ölvunar og nokkurra fíkniefnamála sem voru þó færri en undanfarnar nætur. Að sögn Karls Gauta bárust tilkynningar um nokkrar minniháttar líkamsárásir og tvö til þrjú áreitnismál en ekkert alvarlegt kynferðisbrot. Þétt dagskrá var í Eyjum um helgina. Vísir/Elísabet Hanna „Allavega núna rétt undir hádegi lítur þetta út fyrir að vera með bestu Þjóðhátíðum frá löggæslulegu sjónarmiði séð,“ segir Karl Gauti sem bætir þó við að þetta sé ekki búið fyrr en allir séu komnir til síns heima. Mikill fjöldi fólks sé enn í Vestmannaeyjum og hann hvetji fólk til að fara varlega svo það komist heim heilu og höldnu. Annasamara hjá lögreglunni á Akureyri á lokasprettinum Helgin fór einnig almennt vel fram á Akureyri og var lítið um mál þar til í nótt þegar eitthvað bar á vandamálum tengdum ölvun og óspektum í miðbænum. Þar fór skemmtanahald fram eftir að botninn var sleginn í hátíðina Eina með öllu með veglegum Sparitónleikum á leikhúsflötinni. Þetta segir Kári Erlingsson, vakthafandi varðstjóri, sem veit ekki til þess að tilkynningar um kynferðisbrot eða önnur ofbeldismál hafi komið inn á borð lögreglu. Botn var sleginn í bæjarhátíðina Eina með öllu með tónleikum þar sem Friðrik Dór kom fram ásamt fjölda annarra listamanna. Ein með öllu „Það var margt fólk í bænum og á svæðinu í Eyjafirði en búið að fara mjög vel fram alla helgina. Næturnar eru búnar að ganga bara vel þangað til svona seinni partinn í nótt, þá voru kannski einhverjir orðnir þreyttir,“ segir Kári en bætir við að engin stórmál hafi komið upp. „Menn eru annars búnir að vera mjög ánægðir með hvernig menn hafa hegðað sér hérna í bænum.“ Nokkuð um ölvunarakstur á Suðurlandi Helgin gekk sömuleiðis sómasamlega fyrir sig á Suðurlandi, að sögn aðalvarðstjóra. Mikil áhersla hafi verið lögð á umferðareftirlit og á þriðja tug mála komið upp þar sem ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur. Von er á mikilli umferð í gegnum umdæmið í dag, ekki síst frá Landeyjahöfn þegar fólk leggur heim á leið frá Vestmannaeyjum. Tvö minniháttar fíkniefnavörslumál komu inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi um helgina sem aðalvarðstjóri segir að öðru leyti hafa verið stórtíðindalaus. Einnig fór allt vel fram um helgina á Flúðum og í Neskaupstað, samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum en þar fóru fram fóru bæjarhátíðirnar Flúðir um versló og Neistaflug.
Akureyri Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. 6. ágúst 2023 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. 6. ágúst 2023 19:30