Hleypur berbrjósta með kúrekahatt Íris Hauksdóttir og Svava Marín Óskarsdóttir skrifa 14. ágúst 2023 12:00 Birna Rún hleypur fyrir Sorgarmiðstöðina. Aðsend Leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir stefnir á að hlaupa tíu kílómetra til styrktar Sorgarmiðstöðinni. Sjálf er hún stödd á Tenerife en verður í beinni útsendingu frá hlaupinu þann 19. ágúst næstkomandi. Birna setti sér markmið að eftir hverjar hundrað þúsund krónur skyldi hún skemmta áhorfendum og hlaupa berbrjósta með kúrekahatt. „Ég hleyp stolt fyrir Sorgarmiðstöðina og er tilbúin að gera ýmislegt mis-skynsamlegt ef að markmiðið næst. Ef söfnunin nær 300 þúsund krónum mun ég hlaupa með glimmer kúrekahatt á höfðinu og syngja lag úr söngleik á leiðinni,“ segir Birna en hitastigið verður að öllum líkindum yfir 30 gráður. Mikilvægt að Sorgarmiðstöðin sé til „Náist söfnunin yfir 400 þúsund krónur mun ég flytja tíu mínútna uppistand í miðju hlaupi með kúrekahatt. En ef ég næ upp í 500 þúsund geri ég allt að ofan töldu og berbrjósta allt hlaupið,“ segir hún kímin. Spurð hvers vegna hún hafi valið að styrkja Sorgarmiðstöðina segir hún alla þurfa að takast á við sorg einhvern tímann á lífsleiðinni. „Vinkona okkar missti son sinn af slysförum og þegar maður sér einhvern ganga í gegnum svona óyfirstíganlega sorg þá hugsar maður. Hvernig kemst fólk í gegnum þetta. Þá er gott að vita af Sorgarmiðstöðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að hún sé til. Hún er fyrst og fremst rekin áfram á styrkjum. Þau hjálpa syrgjendum að takast á við sorgina og ná aftur jafnvægi í algjörlega nýju og breyttu lífi. Sorgin mætir oftast óboðin Hér er ég á Tenerife en ekki í Toscana eins og upprunalega planið var af því pabbi minn fékk hjartaáfall. Það var tvísýnt um tíma og hann lenti í öndunarvél og þá hugsaði ég hversu stutt ég var frá því að vera í sorgarmiðstöðinni sjálf að nýta mér það sem þau bjóða upp á. Pabbi er blessunarlega á batarvegi en sorgin mætir oftast óboðin. Það er erfitt að þurfa að fara í gegnum sorgarferli sem virðist á köflum nær óyfirstíganleg. Mér þykir því gríðarlega mikilvægt fyrir alla að geta leitað í stuðning, fræðslu og hlýju þegar sorgin bankar upp á lífinu.“ Hægt er að heita á Birnu á vef Reykjavíkur maraþonsins ásamt því að fylgjast með henni hlaupa hér. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Birna setti sér markmið að eftir hverjar hundrað þúsund krónur skyldi hún skemmta áhorfendum og hlaupa berbrjósta með kúrekahatt. „Ég hleyp stolt fyrir Sorgarmiðstöðina og er tilbúin að gera ýmislegt mis-skynsamlegt ef að markmiðið næst. Ef söfnunin nær 300 þúsund krónum mun ég hlaupa með glimmer kúrekahatt á höfðinu og syngja lag úr söngleik á leiðinni,“ segir Birna en hitastigið verður að öllum líkindum yfir 30 gráður. Mikilvægt að Sorgarmiðstöðin sé til „Náist söfnunin yfir 400 þúsund krónur mun ég flytja tíu mínútna uppistand í miðju hlaupi með kúrekahatt. En ef ég næ upp í 500 þúsund geri ég allt að ofan töldu og berbrjósta allt hlaupið,“ segir hún kímin. Spurð hvers vegna hún hafi valið að styrkja Sorgarmiðstöðina segir hún alla þurfa að takast á við sorg einhvern tímann á lífsleiðinni. „Vinkona okkar missti son sinn af slysförum og þegar maður sér einhvern ganga í gegnum svona óyfirstíganlega sorg þá hugsar maður. Hvernig kemst fólk í gegnum þetta. Þá er gott að vita af Sorgarmiðstöðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að hún sé til. Hún er fyrst og fremst rekin áfram á styrkjum. Þau hjálpa syrgjendum að takast á við sorgina og ná aftur jafnvægi í algjörlega nýju og breyttu lífi. Sorgin mætir oftast óboðin Hér er ég á Tenerife en ekki í Toscana eins og upprunalega planið var af því pabbi minn fékk hjartaáfall. Það var tvísýnt um tíma og hann lenti í öndunarvél og þá hugsaði ég hversu stutt ég var frá því að vera í sorgarmiðstöðinni sjálf að nýta mér það sem þau bjóða upp á. Pabbi er blessunarlega á batarvegi en sorgin mætir oftast óboðin. Það er erfitt að þurfa að fara í gegnum sorgarferli sem virðist á köflum nær óyfirstíganleg. Mér þykir því gríðarlega mikilvægt fyrir alla að geta leitað í stuðning, fræðslu og hlýju þegar sorgin bankar upp á lífinu.“ Hægt er að heita á Birnu á vef Reykjavíkur maraþonsins ásamt því að fylgjast með henni hlaupa hér.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira