Gengu upp á fjall á versta tíma í gær Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 11:40 Borgarbúar urðu flestir varir við eldingaveðrið í gær, enda voru þær ansi stórar líkt og þessi aðsenda mynd ber með sér sem tekin var í Grafarholti í Reykjavík í gær. Mikael Máni Snorrason Tveir fjallgöngugarpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykjaborg við Mosfellsbæ í blíðskaparverðri síðdegis í gær urðu að koma sér niður með snarhasti vegna mikils eldingaveðurs sem gerði skyndilega vart við sig í næsta nágrenni. „Við skoðuðum veðurspána áður en við lögðum af stað og litum til himins. Þá var auðvitað bara heiðskýrt og sól,“ segir Thelma Rún van Erven sem gekk upp á fjall ásamt vinkonu sinni Bergnýju Ármannsdóttur í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær barst veðrið innan úr landi með norðanátt til höfuðborgarsvæðisins. Veðurfræðingur sagðist mælast til þess að fólk haldi sig innandyra í slíku veðri. Þær Thelma og Bergný voru á svipuðum slóðum og eldingin sem fönguð var á myndinni í fréttinni hér fyrir neðan. Bongó blíða þegar þær lögðu af stað „Við göngum inn Húsadal við Mosfellsbæ um hálf fjögur leytið. Þá var veðrið fínt en þegar við komum innar í dalinn þá förum við að heyra drunur. Við hugsuðum báðar hvort þetta væru þrumur en hugsuðum með okkur að það gæti ekki verið. Það væru svo sjaldan þrumur á Íslandi!“ Þær hafi þá tekið eftir því að það hafi verið orðið ansi þungskýjað yfir Móskarðshnjúkum. Fyrir ofan þær hafi hinsvegar verið heiðskýrt og þær komnar hálfa leið og því ákveðið að klára gönguna. „Þegar við komum ofar þá heyrum við þetta alltaf koma nær. Svo þegar við erum akkúrat að toppa þá er eins og himin og jörð séu að farast. Ég hef aldrei heyrt svona háar þrumur. Okkur brá sjúklega mikið og það var nokkuð ljóst að það var kominn tími á að koma sér niður.“ Þær Thelma Rún og Bergný voru fljótar að koma sér niður þegar þær gerðu sér grein fyrir því að skollið væri á eldingaveður. Ekkert annað hafi verið í kring, enda mikill berangur uppi á Reykjaborg og þær vinkonur því líklega verið hæsti punkturinn á svæðinu, sem eldingar leita í. „Þannig að við löbbuðum svo bara rösklega niður og þá fór að hellirigna. En um leið og við vorum komnar aðeins neðar þá urðum við aðeins rólegri. Svo þegar við erum komnar í bílinn þá opnum við símann og sjáum fréttirnar af því fólk er beðið um að bíða með fjallgöngur og svakalega mynd af eldingu sem var bara þarna rétt fyrir aftan Reykjalund og við vorum einmitt sirka þar.“ Thelma segir veðrið svo hafa gengið yfir á örskömmum tíma. Þær vinkonur hafi farið í sund í Mosfellsbæ að göngu lokinni og þá var sólin mætt aftur á svæðið. Sól og blíða í upphafi ferðar, rétt áður en svört ský mættu. Thelma og Bergný segja skýin hafa verið fljót að fylla himininn. Veður Fjallamennska Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Við skoðuðum veðurspána áður en við lögðum af stað og litum til himins. Þá var auðvitað bara heiðskýrt og sól,“ segir Thelma Rún van Erven sem gekk upp á fjall ásamt vinkonu sinni Bergnýju Ármannsdóttur í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær barst veðrið innan úr landi með norðanátt til höfuðborgarsvæðisins. Veðurfræðingur sagðist mælast til þess að fólk haldi sig innandyra í slíku veðri. Þær Thelma og Bergný voru á svipuðum slóðum og eldingin sem fönguð var á myndinni í fréttinni hér fyrir neðan. Bongó blíða þegar þær lögðu af stað „Við göngum inn Húsadal við Mosfellsbæ um hálf fjögur leytið. Þá var veðrið fínt en þegar við komum innar í dalinn þá förum við að heyra drunur. Við hugsuðum báðar hvort þetta væru þrumur en hugsuðum með okkur að það gæti ekki verið. Það væru svo sjaldan þrumur á Íslandi!“ Þær hafi þá tekið eftir því að það hafi verið orðið ansi þungskýjað yfir Móskarðshnjúkum. Fyrir ofan þær hafi hinsvegar verið heiðskýrt og þær komnar hálfa leið og því ákveðið að klára gönguna. „Þegar við komum ofar þá heyrum við þetta alltaf koma nær. Svo þegar við erum akkúrat að toppa þá er eins og himin og jörð séu að farast. Ég hef aldrei heyrt svona háar þrumur. Okkur brá sjúklega mikið og það var nokkuð ljóst að það var kominn tími á að koma sér niður.“ Þær Thelma Rún og Bergný voru fljótar að koma sér niður þegar þær gerðu sér grein fyrir því að skollið væri á eldingaveður. Ekkert annað hafi verið í kring, enda mikill berangur uppi á Reykjaborg og þær vinkonur því líklega verið hæsti punkturinn á svæðinu, sem eldingar leita í. „Þannig að við löbbuðum svo bara rösklega niður og þá fór að hellirigna. En um leið og við vorum komnar aðeins neðar þá urðum við aðeins rólegri. Svo þegar við erum komnar í bílinn þá opnum við símann og sjáum fréttirnar af því fólk er beðið um að bíða með fjallgöngur og svakalega mynd af eldingu sem var bara þarna rétt fyrir aftan Reykjalund og við vorum einmitt sirka þar.“ Thelma segir veðrið svo hafa gengið yfir á örskömmum tíma. Þær vinkonur hafi farið í sund í Mosfellsbæ að göngu lokinni og þá var sólin mætt aftur á svæðið. Sól og blíða í upphafi ferðar, rétt áður en svört ský mættu. Thelma og Bergný segja skýin hafa verið fljót að fylla himininn.
Veður Fjallamennska Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira