Fyrsta skóflustungan að sérhönnuðu húsi fyrir fatlað fólk í Brekknaási Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2023 15:22 Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjfóri Félagsbústaða sýnir Birni Eggerti Gústafssyni, verðandi íbúa mynd af nýja húsinu. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og væntanlegir íbúar Sólveig Ragnarsdóttir, Aníta Sól Sveinsdóttir, Garðar Reynisson og Björn Eggert Gústafsson tóku í dag fyrstu skóflustungu að byggingu sex íbúða húss við Brekknaás 6. Bygging hússins er liður í uppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar fyrir fatlað fólk. Húsið og umhverfi þess er hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins og er ætlað að auka lífsgæði þeirra til muna. „Þessi hópur fólks hefur sértækar þarfir og þarf stuðning til daglegra athafna. Við hönnun íbúðakjarnans var ítarleg þarfagreining unnin í samstarfi við vinnuhóp fagaðila, með aðkomu aðstandenda. Þarfagreiningin lá til grundvallar ákvörðunum hvað varðar efnisval, hljóðvist, stýringu dagsbirtu, læsileika o.fl. og við hönnunina voru þróaðar ýmsar sértækar lausnir,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Fyrsta skóflustungan tekin af byggingu fyrir fatlað fólk við Brekknaás. Þau sem tóku fyrstu skóflustunguna eru Sólveig Ragnarsdóttir, Aníta Sól Sveinsdóttir, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Daguyr B. Eggertsson, borgarstjóri, Garðar Reynisson og Björn Eggert Gústafsson. „Áherslur innan fötlunarfræðinnar eru í stöðugri þróun og í hönnun íbúðarkjarnans og lóðarinnar er leitast við að mæta þessari þróun. Húsið verður 640 m2 á einni hæð og auk íbúða verður góð aðstaða fyrir starfsfólk. Áætluð byggingarlok eru í nóvember 2024.“ Teiknistofan Stika og Birta Fróðadóttir arkitekt hönnuðu húsið. Lóðahönnun er í umsjón Landmótunar. Hnit verkfræðistofa sá um hönnun burðarþols, lagna og raflagna. E. Sigurðsson ehf. sér um byggingu hússins. VSB framkvæmdir ehf. annast byggingastjórn og byggingaeftirlit. Reykjavík Skipulag Málefni fatlaðs fólks Húsnæðismál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Bygging hússins er liður í uppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar fyrir fatlað fólk. Húsið og umhverfi þess er hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins og er ætlað að auka lífsgæði þeirra til muna. „Þessi hópur fólks hefur sértækar þarfir og þarf stuðning til daglegra athafna. Við hönnun íbúðakjarnans var ítarleg þarfagreining unnin í samstarfi við vinnuhóp fagaðila, með aðkomu aðstandenda. Þarfagreiningin lá til grundvallar ákvörðunum hvað varðar efnisval, hljóðvist, stýringu dagsbirtu, læsileika o.fl. og við hönnunina voru þróaðar ýmsar sértækar lausnir,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Fyrsta skóflustungan tekin af byggingu fyrir fatlað fólk við Brekknaás. Þau sem tóku fyrstu skóflustunguna eru Sólveig Ragnarsdóttir, Aníta Sól Sveinsdóttir, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Daguyr B. Eggertsson, borgarstjóri, Garðar Reynisson og Björn Eggert Gústafsson. „Áherslur innan fötlunarfræðinnar eru í stöðugri þróun og í hönnun íbúðarkjarnans og lóðarinnar er leitast við að mæta þessari þróun. Húsið verður 640 m2 á einni hæð og auk íbúða verður góð aðstaða fyrir starfsfólk. Áætluð byggingarlok eru í nóvember 2024.“ Teiknistofan Stika og Birta Fróðadóttir arkitekt hönnuðu húsið. Lóðahönnun er í umsjón Landmótunar. Hnit verkfræðistofa sá um hönnun burðarþols, lagna og raflagna. E. Sigurðsson ehf. sér um byggingu hússins. VSB framkvæmdir ehf. annast byggingastjórn og byggingaeftirlit.
Reykjavík Skipulag Málefni fatlaðs fólks Húsnæðismál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira