Uppskriftaforrit byggt á gervigreind býður upp á klórgas og annað misjafnt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2023 07:20 Notendur forritsins hafa nú verið varaðir við því að það sé ekki víst að uppskriftirnar séu hæfar til neyslu. Getty Nýtt uppskriftasmáforrit matvöruverslanakeðju á Nýja-Sjálandi sem byggir á gervigreind hefur stungið upp á heldur nýstárlegum uppskriftum við neytendur, til að mynda drykk sem er í raun klórgas og eitraðar samlokur. Smáforritinu, sem hannað var fyrir Pak 'n' Save, er ætlað að aðstoða viðskiptavini við að finna upp nýjar og frumlegar uppskriftir til að nýta afganga og annað sem leynist í eldhússkápunum. Þegar notandinn hefur slegið inn valin hráefni skilar forritið uppskrift til baka og hressum athugasemdum. Í fyrstu vakti það athygli fyrir fremur ólystugar uppástungur, til að mynda steiktu grænmeti með Oreo-smákökum, en niðurstöðurnar urðu enn furðulegri þegar önnur hráefni en matvara var valin. Forritið bauð einum til að mynda upp á uppskrift að „ilmandi vatnsdrykk“ en hefði viðkomandi farið eftir uppskriftinni hefði hann endað uppi með baneitrað klórgas. Forritið sagði hins vegar um að ræða „hinn fullkomna óáfenga drykk til að slökkva þorsta og fríska skilningarvitin“. „Berið fram kældan og njótið ilmsins,“ sagði forritið enn fremur en hvergi kom fram að það getur valdið lungnaskaða og jafnvel dauða að anda að sér klórgasi. Aðrar uppskriftir sem forritið hefur stungið upp á eru kokteill úr klór, samlokur úr skordýraeitri og lími og hrísgrjónaréttur með klór. Talsmaður verslanakeðjunnar segir það valda vonbrigðum að neytendur hafi misnotað forritið en að gerðar verði breytingar á því til að freista þess að það verði öruggt og gagnlegt. Búið er að bæta við viðvörun um að uppskriftirnar séu ekki yfirfarnar og að ekki sé tryggt að þær séu hæfar til neyslu. Viðskiptavinir verði að nota eigin dómgreind við að ákveða hvort þeir nota uppskriftirnar. Nýja-Sjáland Gervigreind Neytendur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Smáforritinu, sem hannað var fyrir Pak 'n' Save, er ætlað að aðstoða viðskiptavini við að finna upp nýjar og frumlegar uppskriftir til að nýta afganga og annað sem leynist í eldhússkápunum. Þegar notandinn hefur slegið inn valin hráefni skilar forritið uppskrift til baka og hressum athugasemdum. Í fyrstu vakti það athygli fyrir fremur ólystugar uppástungur, til að mynda steiktu grænmeti með Oreo-smákökum, en niðurstöðurnar urðu enn furðulegri þegar önnur hráefni en matvara var valin. Forritið bauð einum til að mynda upp á uppskrift að „ilmandi vatnsdrykk“ en hefði viðkomandi farið eftir uppskriftinni hefði hann endað uppi með baneitrað klórgas. Forritið sagði hins vegar um að ræða „hinn fullkomna óáfenga drykk til að slökkva þorsta og fríska skilningarvitin“. „Berið fram kældan og njótið ilmsins,“ sagði forritið enn fremur en hvergi kom fram að það getur valdið lungnaskaða og jafnvel dauða að anda að sér klórgasi. Aðrar uppskriftir sem forritið hefur stungið upp á eru kokteill úr klór, samlokur úr skordýraeitri og lími og hrísgrjónaréttur með klór. Talsmaður verslanakeðjunnar segir það valda vonbrigðum að neytendur hafi misnotað forritið en að gerðar verði breytingar á því til að freista þess að það verði öruggt og gagnlegt. Búið er að bæta við viðvörun um að uppskriftirnar séu ekki yfirfarnar og að ekki sé tryggt að þær séu hæfar til neyslu. Viðskiptavinir verði að nota eigin dómgreind við að ákveða hvort þeir nota uppskriftirnar.
Nýja-Sjáland Gervigreind Neytendur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira