„Þróttur er greinilega orðið mitt „mojo“ núna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. ágúst 2023 20:41 Guðný Geirsdóttir átti stórleik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðný Geirsdóttur, markvörður ÍBV, átti sannkallaðan stórleik í 1-1 jafntefli gegn Þrótti fyrr í kvöld. „Ég er bara nokkuð ánægð með mitt í dag, auðvitað á ég þetta ekkert ein. Það er verið að hjálpa mér að loka markinu en jú flottur leikur af minni hálfu í dag“ sagði Guðný strax að leik loknum. Fyrri leikur þessara liða úti í Vestmannaeyjum lauk með 3-0 sigri ÍBV, Guðný segir sig hafa spilað betri leik þar en í dag. Henni líður greinilega vel gegn Þrótti. „Ég var einmitt að segja við Nik [þjálfara Þróttar], ég held að fyrri leikurinn gegn Þrótti hafi verið betri, ég átti fleiri vörslur þar. En það voru meira svona „reaction“ vörslur, þetta þurfti meiri stökkkraft og svona. En Þróttur er greinilega orðið mitt „mojo“ núna.“ Eyjakonur byrjuðu leikinn vel og komust snemma yfir, fljótlega tók Þróttur völdin og herjaði að marki ÍBV nær allan fyrri hálfleikinn. Guðný varði margoft, kom út að grípa fyrirgjafir og stappaði stálinu í liðsfélaga sína þegar jöfnunarmark Þróttar kom svo í upphafi seinni hálfleiks. „Við komumst yfir, komum inn af krafti, dettum svo aðeins niður og gefum þeim eiginlega þetta mark. En ákváðum að halda áfram, hvert stig skiptir máli í þessari baráttu sem við erum komnir í núna og mér fannst við hörkuduglegar í dag.“ ÍBV situr í 8. sæti deildarinnar, jöfn á stigum við Keflavík í 9. sætinu. Þessi tvö lið mætast svo næsta þriðjudag. „Það er mjög mikilvægur leikur ef við ætlum að ná að rífa okkur aðeins frá þessu. En það er bara næsta æfing, næsti leikur og við reynum að byggja ofan á frammistöðunni hérna í dag“ sagði Guðný að lokum. ÍBV Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - ÍBV 1-1 | Eyjakonur héldu Þrótti í skefjum Þróttur Reykjavík tók á móti ÍBV í Bestu deild kvenna. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, Þróttarinn Sóley María setti boltann í eigið net á 2. mínútu leiksins en liðsfélagi hennar Katla María jafnaði svo metin á 47. mínútu. 10. ágúst 2023 20:48 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Frábærir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
„Ég er bara nokkuð ánægð með mitt í dag, auðvitað á ég þetta ekkert ein. Það er verið að hjálpa mér að loka markinu en jú flottur leikur af minni hálfu í dag“ sagði Guðný strax að leik loknum. Fyrri leikur þessara liða úti í Vestmannaeyjum lauk með 3-0 sigri ÍBV, Guðný segir sig hafa spilað betri leik þar en í dag. Henni líður greinilega vel gegn Þrótti. „Ég var einmitt að segja við Nik [þjálfara Þróttar], ég held að fyrri leikurinn gegn Þrótti hafi verið betri, ég átti fleiri vörslur þar. En það voru meira svona „reaction“ vörslur, þetta þurfti meiri stökkkraft og svona. En Þróttur er greinilega orðið mitt „mojo“ núna.“ Eyjakonur byrjuðu leikinn vel og komust snemma yfir, fljótlega tók Þróttur völdin og herjaði að marki ÍBV nær allan fyrri hálfleikinn. Guðný varði margoft, kom út að grípa fyrirgjafir og stappaði stálinu í liðsfélaga sína þegar jöfnunarmark Þróttar kom svo í upphafi seinni hálfleiks. „Við komumst yfir, komum inn af krafti, dettum svo aðeins niður og gefum þeim eiginlega þetta mark. En ákváðum að halda áfram, hvert stig skiptir máli í þessari baráttu sem við erum komnir í núna og mér fannst við hörkuduglegar í dag.“ ÍBV situr í 8. sæti deildarinnar, jöfn á stigum við Keflavík í 9. sætinu. Þessi tvö lið mætast svo næsta þriðjudag. „Það er mjög mikilvægur leikur ef við ætlum að ná að rífa okkur aðeins frá þessu. En það er bara næsta æfing, næsti leikur og við reynum að byggja ofan á frammistöðunni hérna í dag“ sagði Guðný að lokum.
ÍBV Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - ÍBV 1-1 | Eyjakonur héldu Þrótti í skefjum Þróttur Reykjavík tók á móti ÍBV í Bestu deild kvenna. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, Þróttarinn Sóley María setti boltann í eigið net á 2. mínútu leiksins en liðsfélagi hennar Katla María jafnaði svo metin á 47. mínútu. 10. ágúst 2023 20:48 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Frábærir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
Umfjöllun: Þróttur - ÍBV 1-1 | Eyjakonur héldu Þrótti í skefjum Þróttur Reykjavík tók á móti ÍBV í Bestu deild kvenna. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, Þróttarinn Sóley María setti boltann í eigið net á 2. mínútu leiksins en liðsfélagi hennar Katla María jafnaði svo metin á 47. mínútu. 10. ágúst 2023 20:48