Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2023 08:50 Lögreglumenn standa vörð við sjúkrahús í Quito þangað sem margir þeirra sem særðust í árásinni á Villavicencio voru fluttir á miðvikudagskvöld. AP/Juan Diego Montenegro Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Ekvadorska þjóðin er slegin óhug vegna drápsins á Villavicencio á kosningafundi í höfuðborginni Quito um hábjartan dag á miðvikudagskvöld. Villavicencio var ekki sigurstranglegur í forsetakosningunum en hann var fyrst og fremst þekktur fyrir baráttu sína gegn glæpum og spillingu. Neyðarástandi var lýst yfir í Ekvador eftir morðið. Þrátt fyrir það segir Guillermo Lasso, forseti, að kosningarnar fari fram eftir áætlun. Lasso hefur óskað eftir aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar vegna morðsins. Þeir grunuðu voru handteknir þar sem þeir földu sig í húsi í Quito samkvæmt lögregluskýrslu sem AP-fréttastofan hefur séð. Sjöundi maðurinn, einnig Kólumbíumaður, féll í skotbardaga við lögreglu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjórir þeirra sem voru handteknir höfðu áður verið ákærðir fyrir fíkniefnasmygl og ofbeldisglæpi, að sögn Washington Post. Lögreglumenn lögðu hald á fjórar haglabyssur, riffil, skotfæra, þrjár handsprengjur auk bifreiðar og bifhjóls. Juan Zapata, innanríkisráðherra Ekvadors, lýsti morðinu sem pólitískum hryðjuverkaglæp sem hafi verið ætlað að skemma fyrir kosningunum sem fara fram 20. ágúst. Hann staðfesti að sumir sexmenninganna tilheyrðu skipulögðum glæpasamtökum. Heimildir Washington Post innan ekvadorska innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglunnar herma að lögreglan telji að um tuttugu manns hafi tekið þátt í morðinu á Villavicencio. Þeir hafi falið sig í mannfjölda, sumir þeirra klæddir í boli til stuðnings frambjóðandanum. Öryggisgæsla í Ekvador hefur verið hert eftir morðið á Villavicencio. Hér leita vopnaðir hermenn á ökumanni í Guayaquil.AP/Cesar Muñoz Hótað af glæpagengjum Patricio Zuquilanda, ráðgjafi Villavicencio, segir að liðsmenn mexíkóska Sinaloa-fíkniefnahringsins hafi hótað honum. Samtökin teygja anga sína til Ekvadors ásamt ýmsum öðrum alþjóðlegum glæpahringjum, að sögn AP. Villavicencio hafi borist að minnsta kosti þrjár líflátshótanir fyrir morðið. Einn hafi verið handtekinn og frambjóðandinn fengið öryggisfylgd. BBC segir að eftir morðið hafi hópur vopnaðara manna með klúta fyrir andlitinu lýst yfir ábyrgð á því í myndbandi á samfélagsmiðlum. Mennirnir sögðust tilheyra glæpasamtökunum Úlfunum (sp. Los lobos). Skömmu síðar hafi hins vegar annað myndband birst þar sem annar hópur manna fullyrtu að þeir væru hluti af Úlfunum og að samtökin hefðu hvergi komið nálægt morðinu á frambjóðandanum. Fyrra myndbandið hefði verið tilraun óvinasamtaka þeirra til þess að koma á þá sök. Ofbeldisalda á götum úti og í fangelsum hefur geisað í Ekvador að undanförnu. Fyrir henni standa innlend glæpagengi sem hafa mörg tengsl við erlenda fíkniefnahringi. Þau hafa gert Ekvador, sem liggur mitt á milli Kólumbíu og Perú, tveggja stærstu kókaínframleiðenda heims, að millilið fyrir fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna og Evrópu. Ekvador Kólumbía Tengdar fréttir Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ekvadorska þjóðin er slegin óhug vegna drápsins á Villavicencio á kosningafundi í höfuðborginni Quito um hábjartan dag á miðvikudagskvöld. Villavicencio var ekki sigurstranglegur í forsetakosningunum en hann var fyrst og fremst þekktur fyrir baráttu sína gegn glæpum og spillingu. Neyðarástandi var lýst yfir í Ekvador eftir morðið. Þrátt fyrir það segir Guillermo Lasso, forseti, að kosningarnar fari fram eftir áætlun. Lasso hefur óskað eftir aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar vegna morðsins. Þeir grunuðu voru handteknir þar sem þeir földu sig í húsi í Quito samkvæmt lögregluskýrslu sem AP-fréttastofan hefur séð. Sjöundi maðurinn, einnig Kólumbíumaður, féll í skotbardaga við lögreglu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjórir þeirra sem voru handteknir höfðu áður verið ákærðir fyrir fíkniefnasmygl og ofbeldisglæpi, að sögn Washington Post. Lögreglumenn lögðu hald á fjórar haglabyssur, riffil, skotfæra, þrjár handsprengjur auk bifreiðar og bifhjóls. Juan Zapata, innanríkisráðherra Ekvadors, lýsti morðinu sem pólitískum hryðjuverkaglæp sem hafi verið ætlað að skemma fyrir kosningunum sem fara fram 20. ágúst. Hann staðfesti að sumir sexmenninganna tilheyrðu skipulögðum glæpasamtökum. Heimildir Washington Post innan ekvadorska innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglunnar herma að lögreglan telji að um tuttugu manns hafi tekið þátt í morðinu á Villavicencio. Þeir hafi falið sig í mannfjölda, sumir þeirra klæddir í boli til stuðnings frambjóðandanum. Öryggisgæsla í Ekvador hefur verið hert eftir morðið á Villavicencio. Hér leita vopnaðir hermenn á ökumanni í Guayaquil.AP/Cesar Muñoz Hótað af glæpagengjum Patricio Zuquilanda, ráðgjafi Villavicencio, segir að liðsmenn mexíkóska Sinaloa-fíkniefnahringsins hafi hótað honum. Samtökin teygja anga sína til Ekvadors ásamt ýmsum öðrum alþjóðlegum glæpahringjum, að sögn AP. Villavicencio hafi borist að minnsta kosti þrjár líflátshótanir fyrir morðið. Einn hafi verið handtekinn og frambjóðandinn fengið öryggisfylgd. BBC segir að eftir morðið hafi hópur vopnaðara manna með klúta fyrir andlitinu lýst yfir ábyrgð á því í myndbandi á samfélagsmiðlum. Mennirnir sögðust tilheyra glæpasamtökunum Úlfunum (sp. Los lobos). Skömmu síðar hafi hins vegar annað myndband birst þar sem annar hópur manna fullyrtu að þeir væru hluti af Úlfunum og að samtökin hefðu hvergi komið nálægt morðinu á frambjóðandanum. Fyrra myndbandið hefði verið tilraun óvinasamtaka þeirra til þess að koma á þá sök. Ofbeldisalda á götum úti og í fangelsum hefur geisað í Ekvador að undanförnu. Fyrir henni standa innlend glæpagengi sem hafa mörg tengsl við erlenda fíkniefnahringi. Þau hafa gert Ekvador, sem liggur mitt á milli Kólumbíu og Perú, tveggja stærstu kókaínframleiðenda heims, að millilið fyrir fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna og Evrópu.
Ekvador Kólumbía Tengdar fréttir Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23