Þyrlan sótti slasaða vélsleðamenn við Langjökul Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2023 14:45 TF-Gná gerð tilbúin til flugtaks í dag. Hún verður staðsett á Akureyri um helgina. Landhelgisgæslan Tvær bandarískar konur sem slösuðust í alvarlegu vélsleðaslysi við Langjökul í dag voru fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Fjöldi björgunarsveitarfólks af öllu Suðurlandi vestan Þjórsár var kallað út vegna slyssins en dregið var úr viðbúnaði vegna þess hversu hratt þyrlan komst á staðinn. Slysið átti sér stað við Skálpanes rétt við Langjökul. Útkall vegna slyssins barst um klukkan eitt samkvæmt upplýsingum Landsbjargar. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en svo vel vildi til að hún var á æfingaflugi nærri Langjökli þegar kallið barst. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að slysið sé talið alvarlegt. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um meiðsl kvennanna aðrar en að önnur þeirra væri slasaðri en hin. Konurnar hafi verið komnir undir læknishendur á Landspítalanum í Fossvogi innan við klukkustund eftir að útkallið barst. Þyrlan lenti þar klukkan rúmlega tvö í dag. Dregið var úr umfangi útkalls björgunarsveita eftir að ljóst varð að þyrlan næði að bregðast snöggt við. Einhver mannskapur þeirra var enn að aðstoða lögreglumenn að komast á staðinn til rannsóknar nú á þriðja tímanum, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti einnig útkalli vegna bráðra veikinda í Hornvík á Vestfjöðum fyrr í dag. Þyrlusveitin annast útköll um helgina bæði frá Akureyri og Reykjavík. Lögreglan á Norðurlandi óskaði eftir viðveru hennar þar því gert er ráð fyrir fjölmenni í landshlutanum, meðal annars vegna bæjarhátíðarinnar Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þannig styttist viðbragðstími þyrlusveitanna. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að þyrlurnar hafi verið gerðar út frá Akureyri og Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og það hafi gefist vel. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Slysið átti sér stað við Skálpanes rétt við Langjökul. Útkall vegna slyssins barst um klukkan eitt samkvæmt upplýsingum Landsbjargar. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en svo vel vildi til að hún var á æfingaflugi nærri Langjökli þegar kallið barst. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að slysið sé talið alvarlegt. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um meiðsl kvennanna aðrar en að önnur þeirra væri slasaðri en hin. Konurnar hafi verið komnir undir læknishendur á Landspítalanum í Fossvogi innan við klukkustund eftir að útkallið barst. Þyrlan lenti þar klukkan rúmlega tvö í dag. Dregið var úr umfangi útkalls björgunarsveita eftir að ljóst varð að þyrlan næði að bregðast snöggt við. Einhver mannskapur þeirra var enn að aðstoða lögreglumenn að komast á staðinn til rannsóknar nú á þriðja tímanum, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti einnig útkalli vegna bráðra veikinda í Hornvík á Vestfjöðum fyrr í dag. Þyrlusveitin annast útköll um helgina bæði frá Akureyri og Reykjavík. Lögreglan á Norðurlandi óskaði eftir viðveru hennar þar því gert er ráð fyrir fjölmenni í landshlutanum, meðal annars vegna bæjarhátíðarinnar Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þannig styttist viðbragðstími þyrlusveitanna. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að þyrlurnar hafi verið gerðar út frá Akureyri og Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og það hafi gefist vel.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira