Páll Bergþórsson hundrað ára í dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 13:44 Páll á 98 ára afmælisdegi sínum, þann 13. ágúst 2021. Vísir/Sigurjón Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri fagnar hundrað ára afmæli í dag. Vísir birti skemmtilega umfjöllun á 98 ára afmæli Páls. Þá sagðist hann enn leggja stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ sagði hann. Þá sagði hann að tími væri til kominn til loftslagsaðgerða. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ sagði Páll á 98 ára afmælisdaginn. Maturinn fjölbreyttari núna Fréttakona Stöðvar 2 náði tali af Páli í síðasta mánuði á árlegu sumargrilli Hrafnistu. Hann hafði sitt að segja um matinn sem boðið var upp á. „Hann er fyrst og fremst orðinn dýrari,“ sagði Páll og hló. „En hann er alltaf að verða fjölbreyttari. Það var ekki mjög fjölbreytt hjá okkur þegar ég var að alast upp eftir 1920.“ Útsýnisflug og fallhlífarstökk á afmælisdaginn Á Facebook síðu sinni segir Páll frá útsýnisflugi sem hann fór í yfir skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins í tilefni afmælisins. Afmæli Páls hafa vægast sagt verið viðburðarík en á 95 ára afmælisdaginn fór hann í fallhlífarstökk. Í samtali við Vísi sagði hann stökkið hafa verið þægilegra og notalegra en hann hafði búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Samkvæmt tölfræði Facebook síðunnar Langlífi voru við árslok 2022 46 einstaklingar yfir hundrað ára gamlir. Það ár varð 31 Íslendingur hundrað ára gamall. Þá var búist við að um tuttugu Íslendingar næðu hundrað ára aldrinum á þessu ári. Páll tilheyrir nú þeim hópi. Tímamót Langlífi Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Sjá meira
Vísir birti skemmtilega umfjöllun á 98 ára afmæli Páls. Þá sagðist hann enn leggja stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ sagði hann. Þá sagði hann að tími væri til kominn til loftslagsaðgerða. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ sagði Páll á 98 ára afmælisdaginn. Maturinn fjölbreyttari núna Fréttakona Stöðvar 2 náði tali af Páli í síðasta mánuði á árlegu sumargrilli Hrafnistu. Hann hafði sitt að segja um matinn sem boðið var upp á. „Hann er fyrst og fremst orðinn dýrari,“ sagði Páll og hló. „En hann er alltaf að verða fjölbreyttari. Það var ekki mjög fjölbreytt hjá okkur þegar ég var að alast upp eftir 1920.“ Útsýnisflug og fallhlífarstökk á afmælisdaginn Á Facebook síðu sinni segir Páll frá útsýnisflugi sem hann fór í yfir skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins í tilefni afmælisins. Afmæli Páls hafa vægast sagt verið viðburðarík en á 95 ára afmælisdaginn fór hann í fallhlífarstökk. Í samtali við Vísi sagði hann stökkið hafa verið þægilegra og notalegra en hann hafði búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Samkvæmt tölfræði Facebook síðunnar Langlífi voru við árslok 2022 46 einstaklingar yfir hundrað ára gamlir. Það ár varð 31 Íslendingur hundrað ára gamall. Þá var búist við að um tuttugu Íslendingar næðu hundrað ára aldrinum á þessu ári. Páll tilheyrir nú þeim hópi.
Tímamót Langlífi Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Sjá meira