Logi fer til Noregs: „Búinn að stefna að þessu síðan ég var lítill krakki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 18:30 Logi Tómasson og félagar í Víkingi leika í Sambandsdeildinni í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Logi Tómasson er á leið til norska félagsins Strömgodset frá Víkingum. Logi er spenntur og segist hafa stefnt að atvinnumennsku af alvöru síðustu árin. Logi Tómasson mun yfirgefa lið Víkings í Bestu deildinni fyrir lok mánaðarins. Hann er á leið til Strömgodset sem leikur í efstu deild í Noregi. „Bara mjög vel,“ sagði Logi í samtali við Vísi aðspurður hvernig þetta leggðist í hann. „Ég er spenntur að fara í atvinnumennsku. Maður er búinn að stefna að þessu síðan maður var lítill krakki en af alvöru síðustu ár.“ Logi hefur verið hluti af afar sterku Víkingsliði síðustu tímabilin og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2021 og bikarmeistari síðustu þrjú árin. Þá er liðið sem stendur í efsta sæti Bestu deildarinnar og tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitum bikarsins fjórða árið í röð. Strömgodset situr í 10. sæti norsku deildarinnar þegar deildin er rúmlega hálfnuð. Liðið siglir nokkuð lygnan sjó, er sjö stigum fyrir ofan Stabæk sem er í umspilssæti neðri hlutans og sjö stigum frá liðinu í 5. sæti deildarinnar. „Þetta er flottur klúbbur sem spilar skemmtilegan fótbolta. Ég er aðeins búinn að skoða þá, það er vel hugsað um menn þarna í klúbbnum. Þetta er spennandi,“ sagði Logi ennfremur. Logi á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá Strömgodset og þá er ekki alveg ljóst hvenær hann heldur utan. Víkingar leika við Val í Bestu deildinni á sunnudag og verður Logi að minnsta kosti með Víkingum í þeim leik. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Norski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Logi Tómasson mun yfirgefa lið Víkings í Bestu deildinni fyrir lok mánaðarins. Hann er á leið til Strömgodset sem leikur í efstu deild í Noregi. „Bara mjög vel,“ sagði Logi í samtali við Vísi aðspurður hvernig þetta leggðist í hann. „Ég er spenntur að fara í atvinnumennsku. Maður er búinn að stefna að þessu síðan maður var lítill krakki en af alvöru síðustu ár.“ Logi hefur verið hluti af afar sterku Víkingsliði síðustu tímabilin og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2021 og bikarmeistari síðustu þrjú árin. Þá er liðið sem stendur í efsta sæti Bestu deildarinnar og tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitum bikarsins fjórða árið í röð. Strömgodset situr í 10. sæti norsku deildarinnar þegar deildin er rúmlega hálfnuð. Liðið siglir nokkuð lygnan sjó, er sjö stigum fyrir ofan Stabæk sem er í umspilssæti neðri hlutans og sjö stigum frá liðinu í 5. sæti deildarinnar. „Þetta er flottur klúbbur sem spilar skemmtilegan fótbolta. Ég er aðeins búinn að skoða þá, það er vel hugsað um menn þarna í klúbbnum. Þetta er spennandi,“ sagði Logi ennfremur. Logi á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá Strömgodset og þá er ekki alveg ljóst hvenær hann heldur utan. Víkingar leika við Val í Bestu deildinni á sunnudag og verður Logi að minnsta kosti með Víkingum í þeim leik.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Norski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira