„Karlmenn eru töluvert betri í skák“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 11:14 Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands. Stöð 2/Arnar Forseti Skáksambands Íslands segist ekki sammála ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins um að banna trans konum að keppa í kvennaflokki á mótum á vegum sambandsins. Hann segir alþjóðasambandið óttast vandamál sem aldrei hefur komið upp. Þá sé keppt í kvennaflokki þar sem karlar séu betri í skák. Alþjóðaskáksambandið, FIDE, sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kom fram að trans konur megi ekki taka þátt í skákmótum fyrir konur. Munu þær reglur gilda í allt að tvö ár á meðan sambandið metur þær breytingar sem eru að mótast í heiminum hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. Þá munu þeir trans menn sem unnu til titla í kvennaflokki áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu, missa titla sína. Röng ákvörðun Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir sambandið hér á landi ekki hafa rætt málið hingað til en enginn íslenskur keppandi hefur óskað eftir því að breyta um kyn á skákstigalistanum. „Við höfum ekkert rætt þetta en mín af staða og flestra er að viðurkenna bara ef menn breyta um kyn og sú breyting er samþykkt af opinberum yfirvöldum, þá eigi að samþykkja hana, það er mín nálgun. Þannig mér finnst þetta röng ákvörðun hjá FIDE, það er mín fyrsta tilfinning,“ segir Gunnar. Óttast fordæmalaust vandamál Á stærstu skákmótunum er keppt í tveimur flokkum, opnum flokki og kvennaflokki. Geta bara konur tekið þátt í kvennaflokki en í opna flokkinum mega allir taka þátt, óháð kyni. Í gegnum tíðina hafa margir gagnrýnt það fyrirkomulag þar sem skák er hugaríþrótt. „Karlmenn eru töluvert betri í skák og skákin hefur brugðist við á þann hátt að til að mynda á heimsmeistaramótum og Evrópumótum er keppt í kvennaflokki og í opnum flokki. Það er sem sagt ekki keppt í karlaflokki. Sterkar skákkonur kjósa stundum að tefla í opnum flokki,“ segir Gunnar. Gunnar telur að FIDE óttist að karlmenn sem ekki ná glæstum árangri í opna flokknum muni ganga í gegnum kynleiðréttingu til að vinna til titla í kvennaflokki. En sem komið er ekkert dæmi um að það hafi gerst. „Þetta hefur ekkert verið vandamál, ekki svo ég viti. En menn eru kannski hræddir við vandamál,“ segir Gunnar. Skák Málefni trans fólks Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Alþjóðaskáksambandið, FIDE, sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kom fram að trans konur megi ekki taka þátt í skákmótum fyrir konur. Munu þær reglur gilda í allt að tvö ár á meðan sambandið metur þær breytingar sem eru að mótast í heiminum hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. Þá munu þeir trans menn sem unnu til titla í kvennaflokki áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu, missa titla sína. Röng ákvörðun Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir sambandið hér á landi ekki hafa rætt málið hingað til en enginn íslenskur keppandi hefur óskað eftir því að breyta um kyn á skákstigalistanum. „Við höfum ekkert rætt þetta en mín af staða og flestra er að viðurkenna bara ef menn breyta um kyn og sú breyting er samþykkt af opinberum yfirvöldum, þá eigi að samþykkja hana, það er mín nálgun. Þannig mér finnst þetta röng ákvörðun hjá FIDE, það er mín fyrsta tilfinning,“ segir Gunnar. Óttast fordæmalaust vandamál Á stærstu skákmótunum er keppt í tveimur flokkum, opnum flokki og kvennaflokki. Geta bara konur tekið þátt í kvennaflokki en í opna flokkinum mega allir taka þátt, óháð kyni. Í gegnum tíðina hafa margir gagnrýnt það fyrirkomulag þar sem skák er hugaríþrótt. „Karlmenn eru töluvert betri í skák og skákin hefur brugðist við á þann hátt að til að mynda á heimsmeistaramótum og Evrópumótum er keppt í kvennaflokki og í opnum flokki. Það er sem sagt ekki keppt í karlaflokki. Sterkar skákkonur kjósa stundum að tefla í opnum flokki,“ segir Gunnar. Gunnar telur að FIDE óttist að karlmenn sem ekki ná glæstum árangri í opna flokknum muni ganga í gegnum kynleiðréttingu til að vinna til titla í kvennaflokki. En sem komið er ekkert dæmi um að það hafi gerst. „Þetta hefur ekkert verið vandamál, ekki svo ég viti. En menn eru kannski hræddir við vandamál,“ segir Gunnar.
Skák Málefni trans fólks Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira