„Verðum að horfa í eigin barm og nýta færin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 23:31 Ten Hag var heldur súr eftir leik. EPA-EFE/ANDY RAIN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega ósáttur með 2-0 tap sinna manna gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag, laugardag. Gestirnir spiluðu ekki sinn besta leik en sköpuðu sér þó töluvert fleiri færi en í 1. umferð deildarinnar gegn Úlfunum. „Fyrri hálfleikurinn var eign okkar og þá verður þú að skora. Við sköpuðum færin en við skiluðum boltanum ekki í netið. Við áttum einnig að fá vítaspyrnu, við fengum hana ekki og maður verður að samþykkja það, þannig er þessi leikur. Þetta var ekki okkar dagur,“ sagði Ten Hag en staðan var markalaus í hálfleik. „Ég held að við höfum skapað fleiri færi, virkilega góð færi. Mér fannst við pressa mjög vel og náðum að vinna boltann hátt upp á vellinum. Við færðum boltann vel, sköpuðum góð færi en náðum ekki að skora.“ „Þegar það gerðist þá verður þú að halda einbeitingu. Þetta byrjaði undir lok fyrri hálfleiks, fengum þrjú óþarfa gul spjöld og Tottenham fékk mjög gott færi. Algjör óþarfi. Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn mjög illa. Við brotnuðum þó ekki og börðumst á móti.“ „Vængmennirnir okkar pressuðu Tottenham nokkuð vel en í þau skipti sem þeir komust í gegnum pressuna okkar þá verðum við að vera betri í að komast til baka. Þeir þurfa samt að fá stuðning frá bakvörðum og miðjumönnum, við þurfum að vera samhæfðari.“ Um Mason Mount og stöðu hans á vellinum „Það er planið (að hafa Mount neðar á vellinum). Við vorum með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik, sérstaklega á miðjunni. Hann var mikilvægur hlekkur í því.“ Um gula spjaldið undir lok leiks „Ég tjáði mig á vinalegan og vingjarnlegan hátt en dómarinn kunni ekki að meta það.“ Um byrjun Man United „Ég horfi á „byrjunina“ sem nokkra leiki til viðbótar. Við erum óánægðir í dag. Við þurfum að horfa í eigin barm og nýta færin, eitthvað sem við gerðum ekki. Fyrsta markið er mjög mikilvægt í ensku úrvalsdeildinni.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var eign okkar og þá verður þú að skora. Við sköpuðum færin en við skiluðum boltanum ekki í netið. Við áttum einnig að fá vítaspyrnu, við fengum hana ekki og maður verður að samþykkja það, þannig er þessi leikur. Þetta var ekki okkar dagur,“ sagði Ten Hag en staðan var markalaus í hálfleik. „Ég held að við höfum skapað fleiri færi, virkilega góð færi. Mér fannst við pressa mjög vel og náðum að vinna boltann hátt upp á vellinum. Við færðum boltann vel, sköpuðum góð færi en náðum ekki að skora.“ „Þegar það gerðist þá verður þú að halda einbeitingu. Þetta byrjaði undir lok fyrri hálfleiks, fengum þrjú óþarfa gul spjöld og Tottenham fékk mjög gott færi. Algjör óþarfi. Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn mjög illa. Við brotnuðum þó ekki og börðumst á móti.“ „Vængmennirnir okkar pressuðu Tottenham nokkuð vel en í þau skipti sem þeir komust í gegnum pressuna okkar þá verðum við að vera betri í að komast til baka. Þeir þurfa samt að fá stuðning frá bakvörðum og miðjumönnum, við þurfum að vera samhæfðari.“ Um Mason Mount og stöðu hans á vellinum „Það er planið (að hafa Mount neðar á vellinum). Við vorum með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik, sérstaklega á miðjunni. Hann var mikilvægur hlekkur í því.“ Um gula spjaldið undir lok leiks „Ég tjáði mig á vinalegan og vingjarnlegan hátt en dómarinn kunni ekki að meta það.“ Um byrjun Man United „Ég horfi á „byrjunina“ sem nokkra leiki til viðbótar. Við erum óánægðir í dag. Við þurfum að horfa í eigin barm og nýta færin, eitthvað sem við gerðum ekki. Fyrsta markið er mjög mikilvægt í ensku úrvalsdeildinni.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira