Íbúar Reykjaness geti gert ráð fyrir stærri skjálftum næstu árin Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2023 11:18 Skjálftinn varð um 1,3 kílómetra norður af Keili. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti sem varð seint í gærkvöldi á Reykjanesskaga var sá stærsti á svæðinu frá goslokum. Náttúruvársérfræðingur segir íbúa svæðisins geta gert ráð fyrir stærri skjálftum inn á milli næstu árin. Skjálfti 2,9 að stærð mældist norður af Keili klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi. Um er að ræða stærsta skjálftann á Reykjanesskaga frá því að eldgosinu við Litla-Hrút lauk formlega fyrir fimm dögum síðan. Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftann ekki merki um að nýtt eldgos sé á leiðinni. Í raun bendi ekkert til þess. „Það segir svo sem ekki mikið því þetta er bara mjög jarðskjálftavirkt svæði almennt. Þegar eldgosið hættir, það er viss spennulosun í eldgosinu sjálfu, þannig þegar það hættir þá þarf spennan að losna öðruvísi, það gerist oft með svona jarðskjálftum. Við erum búin að vera að sjá mikið af jarðskjálftum á öllu Reykjanesinu, út á hrygg og þannig er þetta eiginlega bara orðið. Við erum að fá mjög reglulega jarðskjálfta á þessu svæði,“ segir Hildur. Veðurstofunni bárust engar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Hildur segir það hæpið að nokkur hafi tekið eftir honum þar sem hann náði ekki einu sinni upp í þrjá að stærð. Hún segir íbúa Reykjanesskaga geta gert ráð fyrir skjálftum sem þessum inn á milli næstu árin. „Ég get alveg séð það fyrir mér, við erum náttúrulega í virkum kafla núna á Reykjanesi þannig við getum alveg gert ráð fyrir þessu næstu árin,“ segir Hildur. Eldgos og jarðhræringar Vogar Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Hafnarfjörður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Skjálfti 2,9 að stærð mældist norður af Keili klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi. Um er að ræða stærsta skjálftann á Reykjanesskaga frá því að eldgosinu við Litla-Hrút lauk formlega fyrir fimm dögum síðan. Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftann ekki merki um að nýtt eldgos sé á leiðinni. Í raun bendi ekkert til þess. „Það segir svo sem ekki mikið því þetta er bara mjög jarðskjálftavirkt svæði almennt. Þegar eldgosið hættir, það er viss spennulosun í eldgosinu sjálfu, þannig þegar það hættir þá þarf spennan að losna öðruvísi, það gerist oft með svona jarðskjálftum. Við erum búin að vera að sjá mikið af jarðskjálftum á öllu Reykjanesinu, út á hrygg og þannig er þetta eiginlega bara orðið. Við erum að fá mjög reglulega jarðskjálfta á þessu svæði,“ segir Hildur. Veðurstofunni bárust engar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Hildur segir það hæpið að nokkur hafi tekið eftir honum þar sem hann náði ekki einu sinni upp í þrjá að stærð. Hún segir íbúa Reykjanesskaga geta gert ráð fyrir skjálftum sem þessum inn á milli næstu árin. „Ég get alveg séð það fyrir mér, við erum náttúrulega í virkum kafla núna á Reykjanesi þannig við getum alveg gert ráð fyrir þessu næstu árin,“ segir Hildur.
Eldgos og jarðhræringar Vogar Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Hafnarfjörður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira