Óskar Hrafn: Átti alls ekki von á því Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. ágúst 2023 20:51 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann Keflavík 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk heimamanna. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með flest allt í leik sinna manna í kvöld. „Mér fannst frammistaðan vera góð, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og hefðum átt að vera búnir að gera út um þennan leik fyrr og hefðum átt að skora fleiri mörk. Þegar þú ert 2-1 yfir þá eru Keflvíkingar hættulegir í föstum leikatriðum, erfiðir við að eiga þar, og hvort sem það eru hornspyrnur eða löng innköst. Í grunninn er ég mjög sáttur við orkuna sem við sýndum í þessum leik og fókusinn og hugarfarið sem var framúrskarandi,“ sagði Óskar Hrafn. Keflvíkingar voru sprækir í fyrri hálfleik þar sem þeir sköpuðu sér færi eftir skyndisóknir og föst leikatriði. „Þeir náðu að búa til þrisvar til fjórum sinnum kaos en þá voru þeir með vindi og Mathias markvörður þeirra sparkar náttúrulega mjög langt. Upp úr því náðu þeir að skapa svolítið. Í seinni hálfleik var það erfiðara fyrir þá, á móti vindi þótt hann hafi ekki verið brjálæðislega mikill. Það er ekkert auðvelt að spila þennan leik á þessum tímapunkti, en ég er bara mjög sáttur með mannskapinn.“ Framundan hjá Blikum er umspilsleikur gegn FK Struga ytra í Sambandsdeild Evrópu. Næstu tvær vikur eru því gríðarlega mikilvægar fyrir Breiðablik. Óskar Hrafn vill þó aðeins einbeita sér að einum leik í einu. „Það er best að einbeita sér að fimmtudeginum og taka svo framhaldið þegar sá leikur er búinn. Fimmtudagurinn verður mjög erfiður. Þetta er erfiður staður til að koma á og við þurfum að vera kraftmiklir og búnir að læra aðeins af leiknum í Bosníu þar sem við fórum aðeins fram úr sjálfum okkur.“ Óskar Hrafn gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu í dag frá síðasta leik og var t.d. fyrirliði liðsins, Höskuldur Gunnlaugsson, utan hóps. Hann gerir ráð fyrir því að flest allir verði klárir í leikinn á fimmtudaginn. „Ég á von á því að það verði allir klárir. Ég á von á því að Kristinn Steindórsson, Logi, Höskuldur og Andri Rafn verði klárir. Alexander Helgi verður ekki tilbúinn og Arnór Sveinn ekki heldur en aðrir eru klárir.“ Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik, var sagt upp störfum í lok síðustu viku. Kom sú uppsögn Óskari Hrafni á óvart. „Ég átti alls ekki von á því. Ég las það bara á netinu eins og aðrir. Það kom mér bara í opna skjöldu.“ Hafið þið átt gott samstarf? „Við höfum átt fínt samstarf,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan vera góð, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og hefðum átt að vera búnir að gera út um þennan leik fyrr og hefðum átt að skora fleiri mörk. Þegar þú ert 2-1 yfir þá eru Keflvíkingar hættulegir í föstum leikatriðum, erfiðir við að eiga þar, og hvort sem það eru hornspyrnur eða löng innköst. Í grunninn er ég mjög sáttur við orkuna sem við sýndum í þessum leik og fókusinn og hugarfarið sem var framúrskarandi,“ sagði Óskar Hrafn. Keflvíkingar voru sprækir í fyrri hálfleik þar sem þeir sköpuðu sér færi eftir skyndisóknir og föst leikatriði. „Þeir náðu að búa til þrisvar til fjórum sinnum kaos en þá voru þeir með vindi og Mathias markvörður þeirra sparkar náttúrulega mjög langt. Upp úr því náðu þeir að skapa svolítið. Í seinni hálfleik var það erfiðara fyrir þá, á móti vindi þótt hann hafi ekki verið brjálæðislega mikill. Það er ekkert auðvelt að spila þennan leik á þessum tímapunkti, en ég er bara mjög sáttur með mannskapinn.“ Framundan hjá Blikum er umspilsleikur gegn FK Struga ytra í Sambandsdeild Evrópu. Næstu tvær vikur eru því gríðarlega mikilvægar fyrir Breiðablik. Óskar Hrafn vill þó aðeins einbeita sér að einum leik í einu. „Það er best að einbeita sér að fimmtudeginum og taka svo framhaldið þegar sá leikur er búinn. Fimmtudagurinn verður mjög erfiður. Þetta er erfiður staður til að koma á og við þurfum að vera kraftmiklir og búnir að læra aðeins af leiknum í Bosníu þar sem við fórum aðeins fram úr sjálfum okkur.“ Óskar Hrafn gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu í dag frá síðasta leik og var t.d. fyrirliði liðsins, Höskuldur Gunnlaugsson, utan hóps. Hann gerir ráð fyrir því að flest allir verði klárir í leikinn á fimmtudaginn. „Ég á von á því að það verði allir klárir. Ég á von á því að Kristinn Steindórsson, Logi, Höskuldur og Andri Rafn verði klárir. Alexander Helgi verður ekki tilbúinn og Arnór Sveinn ekki heldur en aðrir eru klárir.“ Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik, var sagt upp störfum í lok síðustu viku. Kom sú uppsögn Óskari Hrafni á óvart. „Ég átti alls ekki von á því. Ég las það bara á netinu eins og aðrir. Það kom mér bara í opna skjöldu.“ Hafið þið átt gott samstarf? „Við höfum átt fínt samstarf,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann