Óskar Hrafn: Átti alls ekki von á því Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. ágúst 2023 20:51 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann Keflavík 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk heimamanna. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með flest allt í leik sinna manna í kvöld. „Mér fannst frammistaðan vera góð, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og hefðum átt að vera búnir að gera út um þennan leik fyrr og hefðum átt að skora fleiri mörk. Þegar þú ert 2-1 yfir þá eru Keflvíkingar hættulegir í föstum leikatriðum, erfiðir við að eiga þar, og hvort sem það eru hornspyrnur eða löng innköst. Í grunninn er ég mjög sáttur við orkuna sem við sýndum í þessum leik og fókusinn og hugarfarið sem var framúrskarandi,“ sagði Óskar Hrafn. Keflvíkingar voru sprækir í fyrri hálfleik þar sem þeir sköpuðu sér færi eftir skyndisóknir og föst leikatriði. „Þeir náðu að búa til þrisvar til fjórum sinnum kaos en þá voru þeir með vindi og Mathias markvörður þeirra sparkar náttúrulega mjög langt. Upp úr því náðu þeir að skapa svolítið. Í seinni hálfleik var það erfiðara fyrir þá, á móti vindi þótt hann hafi ekki verið brjálæðislega mikill. Það er ekkert auðvelt að spila þennan leik á þessum tímapunkti, en ég er bara mjög sáttur með mannskapinn.“ Framundan hjá Blikum er umspilsleikur gegn FK Struga ytra í Sambandsdeild Evrópu. Næstu tvær vikur eru því gríðarlega mikilvægar fyrir Breiðablik. Óskar Hrafn vill þó aðeins einbeita sér að einum leik í einu. „Það er best að einbeita sér að fimmtudeginum og taka svo framhaldið þegar sá leikur er búinn. Fimmtudagurinn verður mjög erfiður. Þetta er erfiður staður til að koma á og við þurfum að vera kraftmiklir og búnir að læra aðeins af leiknum í Bosníu þar sem við fórum aðeins fram úr sjálfum okkur.“ Óskar Hrafn gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu í dag frá síðasta leik og var t.d. fyrirliði liðsins, Höskuldur Gunnlaugsson, utan hóps. Hann gerir ráð fyrir því að flest allir verði klárir í leikinn á fimmtudaginn. „Ég á von á því að það verði allir klárir. Ég á von á því að Kristinn Steindórsson, Logi, Höskuldur og Andri Rafn verði klárir. Alexander Helgi verður ekki tilbúinn og Arnór Sveinn ekki heldur en aðrir eru klárir.“ Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik, var sagt upp störfum í lok síðustu viku. Kom sú uppsögn Óskari Hrafni á óvart. „Ég átti alls ekki von á því. Ég las það bara á netinu eins og aðrir. Það kom mér bara í opna skjöldu.“ Hafið þið átt gott samstarf? „Við höfum átt fínt samstarf,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan vera góð, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og hefðum átt að vera búnir að gera út um þennan leik fyrr og hefðum átt að skora fleiri mörk. Þegar þú ert 2-1 yfir þá eru Keflvíkingar hættulegir í föstum leikatriðum, erfiðir við að eiga þar, og hvort sem það eru hornspyrnur eða löng innköst. Í grunninn er ég mjög sáttur við orkuna sem við sýndum í þessum leik og fókusinn og hugarfarið sem var framúrskarandi,“ sagði Óskar Hrafn. Keflvíkingar voru sprækir í fyrri hálfleik þar sem þeir sköpuðu sér færi eftir skyndisóknir og föst leikatriði. „Þeir náðu að búa til þrisvar til fjórum sinnum kaos en þá voru þeir með vindi og Mathias markvörður þeirra sparkar náttúrulega mjög langt. Upp úr því náðu þeir að skapa svolítið. Í seinni hálfleik var það erfiðara fyrir þá, á móti vindi þótt hann hafi ekki verið brjálæðislega mikill. Það er ekkert auðvelt að spila þennan leik á þessum tímapunkti, en ég er bara mjög sáttur með mannskapinn.“ Framundan hjá Blikum er umspilsleikur gegn FK Struga ytra í Sambandsdeild Evrópu. Næstu tvær vikur eru því gríðarlega mikilvægar fyrir Breiðablik. Óskar Hrafn vill þó aðeins einbeita sér að einum leik í einu. „Það er best að einbeita sér að fimmtudeginum og taka svo framhaldið þegar sá leikur er búinn. Fimmtudagurinn verður mjög erfiður. Þetta er erfiður staður til að koma á og við þurfum að vera kraftmiklir og búnir að læra aðeins af leiknum í Bosníu þar sem við fórum aðeins fram úr sjálfum okkur.“ Óskar Hrafn gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu í dag frá síðasta leik og var t.d. fyrirliði liðsins, Höskuldur Gunnlaugsson, utan hóps. Hann gerir ráð fyrir því að flest allir verði klárir í leikinn á fimmtudaginn. „Ég á von á því að það verði allir klárir. Ég á von á því að Kristinn Steindórsson, Logi, Höskuldur og Andri Rafn verði klárir. Alexander Helgi verður ekki tilbúinn og Arnór Sveinn ekki heldur en aðrir eru klárir.“ Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðablik, var sagt upp störfum í lok síðustu viku. Kom sú uppsögn Óskari Hrafni á óvart. „Ég átti alls ekki von á því. Ég las það bara á netinu eins og aðrir. Það kom mér bara í opna skjöldu.“ Hafið þið átt gott samstarf? „Við höfum átt fínt samstarf,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira