Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 14:05 Luisa González fagnar bráðabirgðaniðurstöðum kosninganna í Ekvador. Hún hlaut flest atkvæði en þarf að gera betur í annarri umferð kosninganna í haust. AP/Dolores Ochoa Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. Luisa González úr vinstriflokknum Pólitísku byltingarhreyfingu borgaranna sem mældist með mest fylgi í skoðanakönnunum, hafði hlotið þriðjung atkvæða þegar 85 prósent atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi. Á eftir henni kom Daniel Noboa með rétt tæpan fjórðung atkvæði. Árangur Noboa vakti athygli þar sem hann hafði aldrei mæst hærra en fimmti í könnunum fyrir kosningar, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná kjöri í gær þurfti frambjóðandi að vinna annað hvort meira en helming atkvæða eða fjörutíu prósent og tíu prósentustiga forskot á næsta mann. Ef til hennar kemur fer síðari umferðin fram í október. González er lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Hún gerði mikið úr sambandi sínu við Rafael Correa, fyrrverandi forseta Ekvadors, þrátt fyrir að hann hefði verið fundinn sekur um spillingu og dæmdur í átta ára fangelsi að sér fjarstöddum árið 2020. Hann býr nú í Belgíu. Noboa er sonur Álvaro Noboa, eiganda bananaræktunar- og útflutningsveldis, sem bauð sig fimm sinnum fram til forseta. Í þriðja sæti lenti Christian Zurita með sextán prósent. Zurita var ekki formlega á kjörseðlinum en hann tók sæti Fernando Villavicencio sem var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito fyrr í þessum mánuði. Morðið varð tilefni til stóraukinnar öryggisgæslu lögreglu- og hermanna á götum borga á meðan á kosningabaráttunni stóð. Ekvador Tengdar fréttir Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 11. ágúst 2023 08:50 Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Sjá meira
Luisa González úr vinstriflokknum Pólitísku byltingarhreyfingu borgaranna sem mældist með mest fylgi í skoðanakönnunum, hafði hlotið þriðjung atkvæða þegar 85 prósent atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi. Á eftir henni kom Daniel Noboa með rétt tæpan fjórðung atkvæði. Árangur Noboa vakti athygli þar sem hann hafði aldrei mæst hærra en fimmti í könnunum fyrir kosningar, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná kjöri í gær þurfti frambjóðandi að vinna annað hvort meira en helming atkvæða eða fjörutíu prósent og tíu prósentustiga forskot á næsta mann. Ef til hennar kemur fer síðari umferðin fram í október. González er lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Hún gerði mikið úr sambandi sínu við Rafael Correa, fyrrverandi forseta Ekvadors, þrátt fyrir að hann hefði verið fundinn sekur um spillingu og dæmdur í átta ára fangelsi að sér fjarstöddum árið 2020. Hann býr nú í Belgíu. Noboa er sonur Álvaro Noboa, eiganda bananaræktunar- og útflutningsveldis, sem bauð sig fimm sinnum fram til forseta. Í þriðja sæti lenti Christian Zurita með sextán prósent. Zurita var ekki formlega á kjörseðlinum en hann tók sæti Fernando Villavicencio sem var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito fyrr í þessum mánuði. Morðið varð tilefni til stóraukinnar öryggisgæslu lögreglu- og hermanna á götum borga á meðan á kosningabaráttunni stóð.
Ekvador Tengdar fréttir Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 11. ágúst 2023 08:50 Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Sjá meira
Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 11. ágúst 2023 08:50
Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23