Gagnrýnir stjórnendur Manchester United: „Ferlið hefur verið hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2023 10:31 Mason Greenwood og Gary Neville Vísir/Getty Gary Neville, goðsögn í sögu Manchester United, segir að meðhöndlun félagsins á málum Mason Greenwood sem og þá innanbúðar rannsókn sem það stóð fyrir hafa verið hræðilega og sýni skýr merki um að þar hafi vantað skýra forystu. Í gær var greint frá því að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur í aðallið Manchester United. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn sem átti að skera úr um hvort hægt væri að taka Greenwood aftur inn í leikmannahóp félagsins eður ei og var seinni kosturinn þar yfir. Manchester United eigi ekki að vera dómarinn Í vikulega þættinum Monday Night Football lét Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, í ljós skoðun sína um málið. „Ferlið sem leiðir af sér þessa niðurstöðu hefur verið hræðilegt. Þegar að þú ert með stórt mál á borð við þetta, erfiðar aðstæður, þá þarfnast það sterkrar opinberrar forystu alveg frá toppi skipuritsins. Manchester United býr ekki að því.“ Hins vegar hafi rétta ákvörðunin verið tekin, að láta Greenwood fara Það hafi verið ljóst frá fyrsta degi að hann myndi ekki spila fyrir félagið á nýjan leik. Neville setur líka spurningarmerki við að Manchester United hafi sjálft haft téða innanbúðar rannsókn á sinni könnu. „Manchester United á ekki að vera dómarinn og kviðdómurinn í svona stóru máli, hvort sem það varðar félagið sjálft eða fótboltann sjálfan. Orðspor Manchester United hefur verið sagt vera undir í þessu máli en það á ekki bara við orðsport Manchester United, heldur einnig orðspor ensku úrvalsdeildarinnar. Rannsókn á svona stóru og mikilvægu máli á að vera í höndum sjálfstæðra og óháðra aðila, það er mín skoðun. Því það er alveg ljóst að Manchester United býr ekki að þeirri færni og getu til þess að eiga við svona aðstæður með sómasamlegum hætti. Þetta er langt fyrir ofan reynslu- eða getustig félagsins.“ Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Í gær var greint frá því að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur í aðallið Manchester United. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn sem átti að skera úr um hvort hægt væri að taka Greenwood aftur inn í leikmannahóp félagsins eður ei og var seinni kosturinn þar yfir. Manchester United eigi ekki að vera dómarinn Í vikulega þættinum Monday Night Football lét Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, í ljós skoðun sína um málið. „Ferlið sem leiðir af sér þessa niðurstöðu hefur verið hræðilegt. Þegar að þú ert með stórt mál á borð við þetta, erfiðar aðstæður, þá þarfnast það sterkrar opinberrar forystu alveg frá toppi skipuritsins. Manchester United býr ekki að því.“ Hins vegar hafi rétta ákvörðunin verið tekin, að láta Greenwood fara Það hafi verið ljóst frá fyrsta degi að hann myndi ekki spila fyrir félagið á nýjan leik. Neville setur líka spurningarmerki við að Manchester United hafi sjálft haft téða innanbúðar rannsókn á sinni könnu. „Manchester United á ekki að vera dómarinn og kviðdómurinn í svona stóru máli, hvort sem það varðar félagið sjálft eða fótboltann sjálfan. Orðspor Manchester United hefur verið sagt vera undir í þessu máli en það á ekki bara við orðsport Manchester United, heldur einnig orðspor ensku úrvalsdeildarinnar. Rannsókn á svona stóru og mikilvægu máli á að vera í höndum sjálfstæðra og óháðra aðila, það er mín skoðun. Því það er alveg ljóst að Manchester United býr ekki að þeirri færni og getu til þess að eiga við svona aðstæður með sómasamlegum hætti. Þetta er langt fyrir ofan reynslu- eða getustig félagsins.“
Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira