Gagnrýnir stjórnendur Manchester United: „Ferlið hefur verið hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2023 10:31 Mason Greenwood og Gary Neville Vísir/Getty Gary Neville, goðsögn í sögu Manchester United, segir að meðhöndlun félagsins á málum Mason Greenwood sem og þá innanbúðar rannsókn sem það stóð fyrir hafa verið hræðilega og sýni skýr merki um að þar hafi vantað skýra forystu. Í gær var greint frá því að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur í aðallið Manchester United. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn sem átti að skera úr um hvort hægt væri að taka Greenwood aftur inn í leikmannahóp félagsins eður ei og var seinni kosturinn þar yfir. Manchester United eigi ekki að vera dómarinn Í vikulega þættinum Monday Night Football lét Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, í ljós skoðun sína um málið. „Ferlið sem leiðir af sér þessa niðurstöðu hefur verið hræðilegt. Þegar að þú ert með stórt mál á borð við þetta, erfiðar aðstæður, þá þarfnast það sterkrar opinberrar forystu alveg frá toppi skipuritsins. Manchester United býr ekki að því.“ Hins vegar hafi rétta ákvörðunin verið tekin, að láta Greenwood fara Það hafi verið ljóst frá fyrsta degi að hann myndi ekki spila fyrir félagið á nýjan leik. Neville setur líka spurningarmerki við að Manchester United hafi sjálft haft téða innanbúðar rannsókn á sinni könnu. „Manchester United á ekki að vera dómarinn og kviðdómurinn í svona stóru máli, hvort sem það varðar félagið sjálft eða fótboltann sjálfan. Orðspor Manchester United hefur verið sagt vera undir í þessu máli en það á ekki bara við orðsport Manchester United, heldur einnig orðspor ensku úrvalsdeildarinnar. Rannsókn á svona stóru og mikilvægu máli á að vera í höndum sjálfstæðra og óháðra aðila, það er mín skoðun. Því það er alveg ljóst að Manchester United býr ekki að þeirri færni og getu til þess að eiga við svona aðstæður með sómasamlegum hætti. Þetta er langt fyrir ofan reynslu- eða getustig félagsins.“ Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur í aðallið Manchester United. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn sem átti að skera úr um hvort hægt væri að taka Greenwood aftur inn í leikmannahóp félagsins eður ei og var seinni kosturinn þar yfir. Manchester United eigi ekki að vera dómarinn Í vikulega þættinum Monday Night Football lét Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, í ljós skoðun sína um málið. „Ferlið sem leiðir af sér þessa niðurstöðu hefur verið hræðilegt. Þegar að þú ert með stórt mál á borð við þetta, erfiðar aðstæður, þá þarfnast það sterkrar opinberrar forystu alveg frá toppi skipuritsins. Manchester United býr ekki að því.“ Hins vegar hafi rétta ákvörðunin verið tekin, að láta Greenwood fara Það hafi verið ljóst frá fyrsta degi að hann myndi ekki spila fyrir félagið á nýjan leik. Neville setur líka spurningarmerki við að Manchester United hafi sjálft haft téða innanbúðar rannsókn á sinni könnu. „Manchester United á ekki að vera dómarinn og kviðdómurinn í svona stóru máli, hvort sem það varðar félagið sjálft eða fótboltann sjálfan. Orðspor Manchester United hefur verið sagt vera undir í þessu máli en það á ekki bara við orðsport Manchester United, heldur einnig orðspor ensku úrvalsdeildarinnar. Rannsókn á svona stóru og mikilvægu máli á að vera í höndum sjálfstæðra og óháðra aðila, það er mín skoðun. Því það er alveg ljóst að Manchester United býr ekki að þeirri færni og getu til þess að eiga við svona aðstæður með sómasamlegum hætti. Þetta er langt fyrir ofan reynslu- eða getustig félagsins.“
Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira