Lokaslagurinn við að taka aftur völdin eftir kynferðisofbeldi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2023 07:01 Þórunn Salka var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Freedom. Arnar Halldórsson/Vísir Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Freedom eftir tónlistarkonuna Þórunni Sölku. Lagið fjallar um kynferðisofbeldi sem Þórunn Salka varð fyrir árið 2020 og í tónlistarmyndbandinu klæðist hún svipuðum fatnaði og kvöldið sem atvikið átti sér stað. „Lagið er brekka sem endar á sigri og því datt mér í hug að myndbandið væri af mér í fjallgöngu. Ég enda svo á toppi fjallsins dansandi og tek þannig völdin og bjarga frelsinu mínu,“ segir Þórunn Salka í samtali við blaðamann. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Þórunn Salka - Freedom „Edda Kristín Óttarsdóttir skaut myndbandið og litgreindi það. Heimir Bjarnason klippti það og ég er svo þakklát að hafa fengið að vinna með þeim, þau eru svo ótrúlega flink í því sem þau gera.“ Leið öruggri frá fyrstu sekúndu Þórunn Salka segist hafa verið smá stressuð að vera fyrir framan myndavélina. „Ég er vön að vera fyrir aftan hana og skipuleggja tökur og svona í vinnunni en er ekki mikið fyrir framan hana, segir Þórunn og hlær. En það gekk mjög vel og Edda er svo mikið yndi að mér leið öruggri frá fyrstu sekúndu, það var ótrúlega þægilegt og algjör snilld að vinna með þessu fagfólki. Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna og er búin að vera svo spennt að sýna hana.“ Bjargar frelsinu sínu Hugmyndin að myndbandinu kom til Þórunnar Sölku á meðan að lagið var enn í vinnslu. „Ég fór að sjá þetta svo mikið fyrir mér, því lagið er brekka sem endar á sigri, að fara í fjallgöngu sem er auðvitað brekka, tekur á og er erfið. Textinn í laginu endar á sigri og þá var pælingin sú að í lok myndbandsins myndi ég enda á toppi fjallsins dansandi og þannig taka völd af atvikinu og bjarga frelsinu mínu. Ég viljandi vildi ekki hafa þetta neitt kóreógrafað og ég er alls enginn dansari,“ segir Þórunn Salka hlæjandi og bætir við: „Þetta var meira bara tilfinningalegt frelsi og útrás.“ Þórunn Salka endurheimtir frelsið sitt með Freedom og blái augnblýanturinn spilar þar hlutverk.Ruth Tómasdóttir Valdeflandi kúrekastígvél Fataval Þórunnar Sölku fyrir myndbandið spilar gríðarlega stórt hlutverk í heildarmyndinni. „Ég vildi vera í svipuðum fatnaði og ég klæddist kvöldið sem Freedom fjallar um af því það hefur alltaf verið erfið áminning um atvikið.“ Þórunn Salka ræddi við blaðamann í sumar meðal annars um þetta. Kvöldið sem atvikið átti sér stað var hún í kúrekastígvélum og með bláan augnblýant. „Í gegnum vinnuna og tímann hef ég aftur getað verið í kúrekastígvélum og með bláan augnblýant, sem var eitthvað sem mér fannst rosalega erfið tilhugsun áður. Þannig að það var svona lokaslagurinn við að taka aftur völdin. Það var mjög valdeflandi að vera í þessu og ég ætla ekki að leyfa neinum að taka eitthvað frá mér sem mér finnst fallegt, eins og í þessu tilfelli kúrekastígvél og blár augnblýantur. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mér. Mér fannst þetta loka þessu konsepti og þessum sigri í rauninni, að leyfa gerandanum ekki að sigra og ekki taka neitt frá manni sem manni finnst fallegt. Þannig að það var í rauninni pælingin,“ segir Þórunn Salka að lokum. Hér má hlusta á Þórunni Sölku á streymisveitunni Spotify. Hér má sjá tónlistarmyndbandið á Youtube. Tónlist Kynferðisofbeldi Menning Tengdar fréttir Margmenni á Druslugöngunni: „Það var mikið grátið og mikið öskrað“ Margmenni kom saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að ganga hina árlegu Druslugöngu. Á samstöðufundi á Austurvelli greindi fólk frá ofbeldi sem það varð fyrir og skilaði skömminni. 22. júlí 2023 17:14 „Langar að minna þolendur á að þetta er aldrei ykkur að kenna“ „Í rauninni er boðskapurinn með þessu lagi að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna,“ segir söngkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Freedom, þar sem hún tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í Los Angeles fyrir þremur árum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu. 21. júlí 2023 07:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Lagið er brekka sem endar á sigri og því datt mér í hug að myndbandið væri af mér í fjallgöngu. Ég enda svo á toppi fjallsins dansandi og tek þannig völdin og bjarga frelsinu mínu,“ segir Þórunn Salka í samtali við blaðamann. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Þórunn Salka - Freedom „Edda Kristín Óttarsdóttir skaut myndbandið og litgreindi það. Heimir Bjarnason klippti það og ég er svo þakklát að hafa fengið að vinna með þeim, þau eru svo ótrúlega flink í því sem þau gera.“ Leið öruggri frá fyrstu sekúndu Þórunn Salka segist hafa verið smá stressuð að vera fyrir framan myndavélina. „Ég er vön að vera fyrir aftan hana og skipuleggja tökur og svona í vinnunni en er ekki mikið fyrir framan hana, segir Þórunn og hlær. En það gekk mjög vel og Edda er svo mikið yndi að mér leið öruggri frá fyrstu sekúndu, það var ótrúlega þægilegt og algjör snilld að vinna með þessu fagfólki. Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna og er búin að vera svo spennt að sýna hana.“ Bjargar frelsinu sínu Hugmyndin að myndbandinu kom til Þórunnar Sölku á meðan að lagið var enn í vinnslu. „Ég fór að sjá þetta svo mikið fyrir mér, því lagið er brekka sem endar á sigri, að fara í fjallgöngu sem er auðvitað brekka, tekur á og er erfið. Textinn í laginu endar á sigri og þá var pælingin sú að í lok myndbandsins myndi ég enda á toppi fjallsins dansandi og þannig taka völd af atvikinu og bjarga frelsinu mínu. Ég viljandi vildi ekki hafa þetta neitt kóreógrafað og ég er alls enginn dansari,“ segir Þórunn Salka hlæjandi og bætir við: „Þetta var meira bara tilfinningalegt frelsi og útrás.“ Þórunn Salka endurheimtir frelsið sitt með Freedom og blái augnblýanturinn spilar þar hlutverk.Ruth Tómasdóttir Valdeflandi kúrekastígvél Fataval Þórunnar Sölku fyrir myndbandið spilar gríðarlega stórt hlutverk í heildarmyndinni. „Ég vildi vera í svipuðum fatnaði og ég klæddist kvöldið sem Freedom fjallar um af því það hefur alltaf verið erfið áminning um atvikið.“ Þórunn Salka ræddi við blaðamann í sumar meðal annars um þetta. Kvöldið sem atvikið átti sér stað var hún í kúrekastígvélum og með bláan augnblýant. „Í gegnum vinnuna og tímann hef ég aftur getað verið í kúrekastígvélum og með bláan augnblýant, sem var eitthvað sem mér fannst rosalega erfið tilhugsun áður. Þannig að það var svona lokaslagurinn við að taka aftur völdin. Það var mjög valdeflandi að vera í þessu og ég ætla ekki að leyfa neinum að taka eitthvað frá mér sem mér finnst fallegt, eins og í þessu tilfelli kúrekastígvél og blár augnblýantur. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mér. Mér fannst þetta loka þessu konsepti og þessum sigri í rauninni, að leyfa gerandanum ekki að sigra og ekki taka neitt frá manni sem manni finnst fallegt. Þannig að það var í rauninni pælingin,“ segir Þórunn Salka að lokum. Hér má hlusta á Þórunni Sölku á streymisveitunni Spotify. Hér má sjá tónlistarmyndbandið á Youtube.
Tónlist Kynferðisofbeldi Menning Tengdar fréttir Margmenni á Druslugöngunni: „Það var mikið grátið og mikið öskrað“ Margmenni kom saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að ganga hina árlegu Druslugöngu. Á samstöðufundi á Austurvelli greindi fólk frá ofbeldi sem það varð fyrir og skilaði skömminni. 22. júlí 2023 17:14 „Langar að minna þolendur á að þetta er aldrei ykkur að kenna“ „Í rauninni er boðskapurinn með þessu lagi að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna,“ segir söngkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Freedom, þar sem hún tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í Los Angeles fyrir þremur árum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu. 21. júlí 2023 07:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Margmenni á Druslugöngunni: „Það var mikið grátið og mikið öskrað“ Margmenni kom saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að ganga hina árlegu Druslugöngu. Á samstöðufundi á Austurvelli greindi fólk frá ofbeldi sem það varð fyrir og skilaði skömminni. 22. júlí 2023 17:14
„Langar að minna þolendur á að þetta er aldrei ykkur að kenna“ „Í rauninni er boðskapurinn með þessu lagi að það skiptir engu máli hverju þú klæðist, hvernig þú hagar þér eða hvað þú ert að gera. Þetta er aldrei þér að kenna,“ segir söngkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Freedom, þar sem hún tjáir sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í Los Angeles fyrir þremur árum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu. 21. júlí 2023 07:00