„Ég er búinn að vinna þetta allt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2023 07:01 Logi Tómasson er spenntur fyrir komandi tímum hjá Strömsgodset. Strömsgodset Það var mikilvægt fyrir nýjasta íslenska atvinnumanninn Loga Tómasson að pakka golfsettinu er hann hélt út til Noregs hvar hann samdi við Strömsgodset í vikunni. Hann segir erfitt að yfirgefa Víking en er spenntur fyrir komandi tímum. Logi hefur leikið frábærlega í vinstri bakverði Víkings síðustu ár og hefur ítrekað verið orðaður við erlend lið síðustu misseri. En af hverju valdi hann Strömsgodset? „Staðsetningin er góð, þetta er rétt hjá Osló. Bærinn er flottur og þetta er ekki of stórt fyrsta skref. Ég held það sé fínt fyrir mig að taka ekki of stórt skref strax. Þegar þetta kom upp var ég spenntur, aðdáendurnir þeirra eru góðir og vel haldið utan um leikmenn þarna,“ segir Logi. Þetta er í fyrsta sinn sem Logi reynir fyrir sér erlendis og hann er spenntur fyrir því. Hann er þó ekki byrjaður að reyna fyrir sér í norskunni. „Ég er ekki byrjaður á að læra hana. Enda kom ég hérna seinni partinn í gær og þetta hafa verið tveir langir dagar. Það voru tvær æfingar í dag og þetta er allt svolítið nýtt. Ég fer í það þegar ég er búinn að koma mér aðeins fyrir. Ég er að fara að skoða íbúð á morgun og svona. Það þarf að græja þessa hluti fyrst, áður en ég fer að læra einhverja norsku.“ Hann gat þá ekki skilið golfsettið eftir heima. „Ég tók með mér tvær töskur og svo þurfti golfsettið líka að fylgja, ég er mikið í golfinu. Þetta hefur ekki verið vesen en það kemur bara í ljós, enda kom ég bara í gær,“ segir Logi. Erfitt að fara en setti sjálfan sig í fyrsta sæti Skiptunum fylgir ákveðinn fórnarkostnaður fyrir Loga sem mun ekki geta klárað tímabilið með Víkingi. Liðið er langefst í Bestu deildinni og komið í bikarúrslit. Hann þurfti hins vegar að grípa tækifærið þegar það gafst. „Það er erfitt [að yfirgefa Víkinga], sérstaklega í þessari stöðu sem við erum í, með möguleikann á að vinna tvöfalt. Það er erfitt en mér til varnar er ég búinn að vinna þetta allt, ég er búinn að upplifa þetta. Mig langaði bara að fara út um leið og tækifærið kom. En ég mun horfa á alla leiki og styðja strákana. Ég veit þeir munu klára þetta án mín,“ segir Logi um fyrrum liðsfélaga sína. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla Norski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Logi hefur leikið frábærlega í vinstri bakverði Víkings síðustu ár og hefur ítrekað verið orðaður við erlend lið síðustu misseri. En af hverju valdi hann Strömsgodset? „Staðsetningin er góð, þetta er rétt hjá Osló. Bærinn er flottur og þetta er ekki of stórt fyrsta skref. Ég held það sé fínt fyrir mig að taka ekki of stórt skref strax. Þegar þetta kom upp var ég spenntur, aðdáendurnir þeirra eru góðir og vel haldið utan um leikmenn þarna,“ segir Logi. Þetta er í fyrsta sinn sem Logi reynir fyrir sér erlendis og hann er spenntur fyrir því. Hann er þó ekki byrjaður að reyna fyrir sér í norskunni. „Ég er ekki byrjaður á að læra hana. Enda kom ég hérna seinni partinn í gær og þetta hafa verið tveir langir dagar. Það voru tvær æfingar í dag og þetta er allt svolítið nýtt. Ég fer í það þegar ég er búinn að koma mér aðeins fyrir. Ég er að fara að skoða íbúð á morgun og svona. Það þarf að græja þessa hluti fyrst, áður en ég fer að læra einhverja norsku.“ Hann gat þá ekki skilið golfsettið eftir heima. „Ég tók með mér tvær töskur og svo þurfti golfsettið líka að fylgja, ég er mikið í golfinu. Þetta hefur ekki verið vesen en það kemur bara í ljós, enda kom ég bara í gær,“ segir Logi. Erfitt að fara en setti sjálfan sig í fyrsta sæti Skiptunum fylgir ákveðinn fórnarkostnaður fyrir Loga sem mun ekki geta klárað tímabilið með Víkingi. Liðið er langefst í Bestu deildinni og komið í bikarúrslit. Hann þurfti hins vegar að grípa tækifærið þegar það gafst. „Það er erfitt [að yfirgefa Víkinga], sérstaklega í þessari stöðu sem við erum í, með möguleikann á að vinna tvöfalt. Það er erfitt en mér til varnar er ég búinn að vinna þetta allt, ég er búinn að upplifa þetta. Mig langaði bara að fara út um leið og tækifærið kom. En ég mun horfa á alla leiki og styðja strákana. Ég veit þeir munu klára þetta án mín,“ segir Logi um fyrrum liðsfélaga sína. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Norski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira