Skáksambandið vill halda Íslandsmótið í Mosfellsbæ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 11:22 Mynd er úr safni frá Íslandsbikarnum í skák árið 2021. Vísir/Vilhelm Skáksamband Íslands vill halda Íslandsmótið í skák í Mosfellsbæ á næsta ári. Sambandið hefur sent bæjarstjóra Mosfellsbæ erindi vegna málsins. Stefnt er að því að halda mótið í apríl og/eða maí á næsta ári. Í erindinu, sem birt er á vef bæjarins, segir að Íslandsmótið sé hápunktur íslensks skáklífs ár hvert. Í landsliðsflokki Íslandsmótsins tefla tíu til tólf sterkustu skákmenn landsins um Íslandsmeistaratitilinn. Undir erindið skrifar Gunnar Björnsson, forseti sambandsins. Á næsta ári verða fjórtán ár síðan mótið var haldið í fyrsta og eina skiptið í Mosfellsbæ. Segir í erindi sambandsins að mótið hafi þótt takast afar vel og að enn þann dag í dag tali skákáhugamenn, sem lögðu leið sína á skákstað, afar vel um mótið og þá faglegu umgjörð sem bæjarfélagið hafi átt þátt í að skapa. „Skáksambandið óskar því eftir stuðningi bæjarfélagsins við að halda mótið í bænum. Sá stuðningur gæti falist í fríu húsnæði, kaffiveitingum á meðan móti stendur, fjárhagsstuðningi upp á 500.000 kr. og lokahófi að loknu móti.“ Skáksambandið muni leggja til alla vinnu við mótið, verða með beinar útsendingar og útvega öll verðlaun. Segist sambandið ávallt leggja mikið upp úr umgjörð þessa móts og verði hún því öll hin glæsilegasta. Þá segir sambandið að í kringum mótið mætti hafa aðra skákviðburði í bænum, líkt og barna-og unglingamót. Þannig mætti freista þess að ýta undir skáklífið í bænum og segist sambandið að sjálfsögðu tilbúið að aðstoða við auka skákkenslu við ungmenni í bænum. Tekið er fram að mótið taki alls þrettán daga. Dagsetningar á bilinu 19. apríl til 12. maí henti sambandinu afar vel. Skák Mosfellsbær Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Í erindinu, sem birt er á vef bæjarins, segir að Íslandsmótið sé hápunktur íslensks skáklífs ár hvert. Í landsliðsflokki Íslandsmótsins tefla tíu til tólf sterkustu skákmenn landsins um Íslandsmeistaratitilinn. Undir erindið skrifar Gunnar Björnsson, forseti sambandsins. Á næsta ári verða fjórtán ár síðan mótið var haldið í fyrsta og eina skiptið í Mosfellsbæ. Segir í erindi sambandsins að mótið hafi þótt takast afar vel og að enn þann dag í dag tali skákáhugamenn, sem lögðu leið sína á skákstað, afar vel um mótið og þá faglegu umgjörð sem bæjarfélagið hafi átt þátt í að skapa. „Skáksambandið óskar því eftir stuðningi bæjarfélagsins við að halda mótið í bænum. Sá stuðningur gæti falist í fríu húsnæði, kaffiveitingum á meðan móti stendur, fjárhagsstuðningi upp á 500.000 kr. og lokahófi að loknu móti.“ Skáksambandið muni leggja til alla vinnu við mótið, verða með beinar útsendingar og útvega öll verðlaun. Segist sambandið ávallt leggja mikið upp úr umgjörð þessa móts og verði hún því öll hin glæsilegasta. Þá segir sambandið að í kringum mótið mætti hafa aðra skákviðburði í bænum, líkt og barna-og unglingamót. Þannig mætti freista þess að ýta undir skáklífið í bænum og segist sambandið að sjálfsögðu tilbúið að aðstoða við auka skákkenslu við ungmenni í bænum. Tekið er fram að mótið taki alls þrettán daga. Dagsetningar á bilinu 19. apríl til 12. maí henti sambandinu afar vel.
Skák Mosfellsbær Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira