Höskuldur markahæstur í allri Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 23:01 Höskuldur var í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni í Sportpakka kvöldsins. Vísir/Steingrímur Næsta vor má gera ráð fyrir því að menn á borð við Erling Braut Haaland, Kylian Mbappe eða Harry Kane verði markahæstu menn í Evrópukeppnunum. Nú heitir sá markhæsti Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika. Höskuldur hefur skorað sex mörk í Evrópukeppni með Blikum á tímabilinu. Hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri liðsins gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag. Árni Fredriksberg hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum hefur einnig skorað sex mörk í Evrópukeppni á tímabilinu og eru þeir tveir með flest mörk í Evrópuleikjum enda eru forkeppnirnar aðeins byrjaðar. „Það hefur gengið vel hjá okkur „collectively“. Við erum búnir að vinna sex af níu leikjum sem telst bara helvíti gott. Þegar liðinu gengur vel þá blómstra einstaklingar og maður er bara í þannig flæði núna persónulega,“ sagði Höskuldur í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Veðuraðstæður í leik Blika á fimmtudag voru heldur betur sérstakar og þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þetta var ekki mikill fótbolti í síðari hálfleikur. Það kom þarna fellibylur, eiginlega bókstaflega og við þurftum að aðlaga okkur að honum. Þetta var barningur í síðari hálfleik. Það var dýrmætt að vera komnir með forystu og síðan vorum við fullorðnir og þroskaðir,“ bætti Höskuldur við og sagði reynslu liðsins í Evrópu hafa talið. Á sunnudagskvöld mætir Breiðablik Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar. Blikar óskuðu eftir frestun á leiknum en fengu neitun. Í kvöld bárust síðan fréttir þess efnis að Breiðablik hefði óskað eftir að KSÍ myndi endurskoða þá ákvörðun. „Það er bara að stíga á bensíngjöfina og það þýðir ekkert að slaka á þar. Það er allavega okkar leið hjá Breiðablik að keyra á þetta,“ bætti Höskuldur við. Allt viðtalið við Höskuld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem Höskuldur ræðir meðal annars seinni leikinn gegn Struga á fimmtudag en þar geta Blikar orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Höskuldur hefur skorað sex mörk í Evrópukeppni með Blikum á tímabilinu. Hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri liðsins gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag. Árni Fredriksberg hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum hefur einnig skorað sex mörk í Evrópukeppni á tímabilinu og eru þeir tveir með flest mörk í Evrópuleikjum enda eru forkeppnirnar aðeins byrjaðar. „Það hefur gengið vel hjá okkur „collectively“. Við erum búnir að vinna sex af níu leikjum sem telst bara helvíti gott. Þegar liðinu gengur vel þá blómstra einstaklingar og maður er bara í þannig flæði núna persónulega,“ sagði Höskuldur í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Veðuraðstæður í leik Blika á fimmtudag voru heldur betur sérstakar og þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þetta var ekki mikill fótbolti í síðari hálfleikur. Það kom þarna fellibylur, eiginlega bókstaflega og við þurftum að aðlaga okkur að honum. Þetta var barningur í síðari hálfleik. Það var dýrmætt að vera komnir með forystu og síðan vorum við fullorðnir og þroskaðir,“ bætti Höskuldur við og sagði reynslu liðsins í Evrópu hafa talið. Á sunnudagskvöld mætir Breiðablik Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar. Blikar óskuðu eftir frestun á leiknum en fengu neitun. Í kvöld bárust síðan fréttir þess efnis að Breiðablik hefði óskað eftir að KSÍ myndi endurskoða þá ákvörðun. „Það er bara að stíga á bensíngjöfina og það þýðir ekkert að slaka á þar. Það er allavega okkar leið hjá Breiðablik að keyra á þetta,“ bætti Höskuldur við. Allt viðtalið við Höskuld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem Höskuldur ræðir meðal annars seinni leikinn gegn Struga á fimmtudag en þar geta Blikar orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira