Sjáðu öll átta mörkin er Víkingar settu níu fingur á titilinn gegn óstundvísum Blikum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 12:01 Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingar eru komnir með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu eftir 5-3 sigur gegn óstundvísum Blikum í gær. Liðið er nú með 14 stiga forskot á toppnum þegar liðið á sex leiki eftir. Leikmenn og starfslið ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks létu bíða eftir sér í Víkinni í gærkvöldi og þegar um hálftími var til leiks hafði ekki enn sést til þeirra grænklæddu. Leikskýrsla liðsins skilaðu sér þó loks í hús þegar um 35 mínútur voru til leiks og leikmenn og starfslið mætti loks á völlinn um tíu mínútum síðar. Þetta útspil Breiðabliks eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum vegna þátttöku sinnar í forkeppni Sambandsdeildarinnar virtist kveikja í verðandi Íslandsmeisturum Víkings. Nikolaj Hansen kom heimamönnum yfir á 23. mínútu með skalla af stuttu færi áður en Aron Elís Þrándarson skallaði hornspyrnu Pablo Punyed í netið tæpum stundarfjórðungi síðar. Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði þó muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleikshlé þegar hann batt endahnútinn á vel útfærða sókn Blika og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu gins vegar út um leikinn á fyrsta korteri síðari hálfleiks. Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark liðsins eftir stoðsendingu frá Erlingi Agnarssyni á 47. mínútu, en það mark hefði líklega aldrei átt að standa þar sem Danijel var að öllum líkindum rangstæður. Markið stóð þó og Matthías Vilhjálmsson bætti fjórða markinu við á 65. mínútu eftir vandræðagang í öftustu línu Blika áður en Helgi Guðjónsson kom heimamönnum í 5-1 fjórum mínútum síðar. Blikar bitu aðeins frá sér eftir það. Ásgeir Helgi Orrason og Kristófer Ingi Kristinsson bættu sínu sárabótarmarkinu hvor við með stuttu millibili, en þar með voru úrslitin ráðin. Klippa: Víkingur skellti Blikum Víkingur er nú með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar með 56 stig þegar ein umferð er eftir áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðinu nægir því tveir sigrar úr síðustu sex umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og titillinn gæti í raun verið í höfn áður en úrslitakeppnin hefst ef liðið vinnur útisigur gegn Fram á sunnudaginn kemur og Valur, sem situr í öðru sæti, tapar gegn HK. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Leikmenn og starfslið ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks létu bíða eftir sér í Víkinni í gærkvöldi og þegar um hálftími var til leiks hafði ekki enn sést til þeirra grænklæddu. Leikskýrsla liðsins skilaðu sér þó loks í hús þegar um 35 mínútur voru til leiks og leikmenn og starfslið mætti loks á völlinn um tíu mínútum síðar. Þetta útspil Breiðabliks eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum vegna þátttöku sinnar í forkeppni Sambandsdeildarinnar virtist kveikja í verðandi Íslandsmeisturum Víkings. Nikolaj Hansen kom heimamönnum yfir á 23. mínútu með skalla af stuttu færi áður en Aron Elís Þrándarson skallaði hornspyrnu Pablo Punyed í netið tæpum stundarfjórðungi síðar. Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði þó muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleikshlé þegar hann batt endahnútinn á vel útfærða sókn Blika og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu gins vegar út um leikinn á fyrsta korteri síðari hálfleiks. Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark liðsins eftir stoðsendingu frá Erlingi Agnarssyni á 47. mínútu, en það mark hefði líklega aldrei átt að standa þar sem Danijel var að öllum líkindum rangstæður. Markið stóð þó og Matthías Vilhjálmsson bætti fjórða markinu við á 65. mínútu eftir vandræðagang í öftustu línu Blika áður en Helgi Guðjónsson kom heimamönnum í 5-1 fjórum mínútum síðar. Blikar bitu aðeins frá sér eftir það. Ásgeir Helgi Orrason og Kristófer Ingi Kristinsson bættu sínu sárabótarmarkinu hvor við með stuttu millibili, en þar með voru úrslitin ráðin. Klippa: Víkingur skellti Blikum Víkingur er nú með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar með 56 stig þegar ein umferð er eftir áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðinu nægir því tveir sigrar úr síðustu sex umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og titillinn gæti í raun verið í höfn áður en úrslitakeppnin hefst ef liðið vinnur útisigur gegn Fram á sunnudaginn kemur og Valur, sem situr í öðru sæti, tapar gegn HK.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira