Ekki nóg að bæta bara strætó Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2023 19:05 Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. Samgöngusáttmáli milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins var undirritaður árið 2019 og nær til næstu fimmtán ára. Í mars á þessu ári var ákveðið að uppfæra hann meðal annars vegna þess að áætlaður kostnaður við hans hafði hækkað verulega. Tæplega helmingur farið í stofnvegi Á fyrstu þremur árum sáttmálans hefur 11,1 milljarði króna verið fjárfest vegna sáttmálans. 2,5 milljarðar af því hafa farið í Borgarlínuna. Tæplega helmingur, 5,4 milljarðar, hafa farið í stofnvegi, 2,1 milljarður í hjóla- og göngustíga og 1,1 milljarður í aðra uppbyggingu. Í morgun ræddi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það að mögulega væri það gáfulegra að finna aðrar leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur, til dæmis með því að bæta strætó, þar sem Borgarlínan væri afar umdeilt verkefni. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmálann, segir eflingu Strætó ekki vera neina töfralausn. „Það sem menn hafa reynt á síðustu árum er að laga strætó. Ríkið tekið fé úr stofnvegauppbyggingu og setja í strætó. Það hefur ekki skilað árangri, höfuðborgarsvæðið er of stórt fyrir svona hefðbundið strætókerfi. Við þurfum Borgarlínu sem er hraðvagnakerfi þar sem vagnar eru á sérakreinum og ekki fastir í umferð,“ segir Davíð. Ekki galli að Borgarlínan sé umdeild Von er á niðurstöðum starfshóps um uppfærslu sáttmálans í nóvember á þessu ári. Davíð telur uppfærsluna ekki hafa áhrif á stöðu Borgarlínunnar þrátt fyrir því að einhverjir séu á móti henni. „Ég held að það eigi bara við mjög mörg umdeild og stór umbreytingarverkefni í sögunni. Þau hafa verið umdeild. Ég lít ekki á það sem galla og ég hef ekki orðið var við það í þessum mælingum að andstaða við Borgarlínuna sé að aukast,“ segir Davíð. Samgöngur Borgarlína Strætó Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Garðabær Kópavogur Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Samgöngusáttmáli milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins var undirritaður árið 2019 og nær til næstu fimmtán ára. Í mars á þessu ári var ákveðið að uppfæra hann meðal annars vegna þess að áætlaður kostnaður við hans hafði hækkað verulega. Tæplega helmingur farið í stofnvegi Á fyrstu þremur árum sáttmálans hefur 11,1 milljarði króna verið fjárfest vegna sáttmálans. 2,5 milljarðar af því hafa farið í Borgarlínuna. Tæplega helmingur, 5,4 milljarðar, hafa farið í stofnvegi, 2,1 milljarður í hjóla- og göngustíga og 1,1 milljarður í aðra uppbyggingu. Í morgun ræddi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það að mögulega væri það gáfulegra að finna aðrar leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur, til dæmis með því að bæta strætó, þar sem Borgarlínan væri afar umdeilt verkefni. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmálann, segir eflingu Strætó ekki vera neina töfralausn. „Það sem menn hafa reynt á síðustu árum er að laga strætó. Ríkið tekið fé úr stofnvegauppbyggingu og setja í strætó. Það hefur ekki skilað árangri, höfuðborgarsvæðið er of stórt fyrir svona hefðbundið strætókerfi. Við þurfum Borgarlínu sem er hraðvagnakerfi þar sem vagnar eru á sérakreinum og ekki fastir í umferð,“ segir Davíð. Ekki galli að Borgarlínan sé umdeild Von er á niðurstöðum starfshóps um uppfærslu sáttmálans í nóvember á þessu ári. Davíð telur uppfærsluna ekki hafa áhrif á stöðu Borgarlínunnar þrátt fyrir því að einhverjir séu á móti henni. „Ég held að það eigi bara við mjög mörg umdeild og stór umbreytingarverkefni í sögunni. Þau hafa verið umdeild. Ég lít ekki á það sem galla og ég hef ekki orðið var við það í þessum mælingum að andstaða við Borgarlínuna sé að aukast,“ segir Davíð.
Samgöngur Borgarlína Strætó Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Garðabær Kópavogur Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira