Hilmar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik eftir ótrúlega atburðarás Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 09:00 Hilmar Örn spilaði óvænt sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Þróttar á dögunum. Vísir/Sigurjón Hilmar Örn Pétursson, 18 ára markvörður 2. flokks Þróttar Reykjavíkur í knattspyrnu lék sinn fyrsta meistaraflokksleik um liðna helgi eftir lygilega atburðarrás. Það varð uppi fótur og fit þegar Þróttur R. heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesi í Lengjudeildinni á föstudaginn var, 25. ágúst. Í upphitun meiddist Óskar Sigþórsson en hann átti að byrja leikinn. Sveinn Óli Guðnason, sem hefur varið mark Þróttar að mestu í sumar, byrjaði því leikinn á meðan þjálfarateymi Þróttar hringdi út varamarkmann. Það var þá sem Hilmar Örn fékk kallið en hann hafði nýlokið æfingu í Laugardalnum. „Þá kallar 2. flokks þjálfarinn á mig og segir að ég þurfi að drífa mig upp á völl því að ég er að fara vera á bekknum,“ segir Hilmar Örn. Hann átti þó ekki von á því að hans fyrsti leikur fyrir meistaraflokk væri í kortunum. Þegar hann mætir á Seltjarnarnes eru rétt tæpar tíu mínútur liðnar af leiknum og sér hann Svein Óla liggja í jörðinni. „Ég kem, er að labba niður í klefa þá sé ég Svenna fá byltuna og detta niður. Þegar ég er að klæða mig í fötin kemur markmannsþjálfarinn og segir mér að ég þurfi að fara inn á völlinn því Svenni sé meiddur.“ Hilmar Örn þurfti að hafa hraðar hendur og var án nokkurs fyrirvara mættur í markið. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en á fyrstu mínútum hans í meistaraflokki var beðið eftir sjúkrabíl fyrir Svein Óla. „Það var smá stress að sjá hann og finna fyrir honum fyrir aftan sig, ég fann til með honum. Manni líður miklu betur með að heyra að það sé í lagi með hann og hann megi byrja að æfa aftur á næstunni. Þetta er miklu þægilegra núna, eftir á.“ En hvernig var það fyrir þig að spila þinn fyrsta meistaraflokks leik? „Það eru ótrúlega mikil gæði í þessari deild og leikmennirnir þarna eru rosalega góðir. Þetta er mikið skref upp frá því að vera í 2. flokknum en annars var þetta bara góð reynsla, finnst mér,“ sagði Hilmar Örn að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit þegar Þróttur R. heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesi í Lengjudeildinni á föstudaginn var, 25. ágúst. Í upphitun meiddist Óskar Sigþórsson en hann átti að byrja leikinn. Sveinn Óli Guðnason, sem hefur varið mark Þróttar að mestu í sumar, byrjaði því leikinn á meðan þjálfarateymi Þróttar hringdi út varamarkmann. Það var þá sem Hilmar Örn fékk kallið en hann hafði nýlokið æfingu í Laugardalnum. „Þá kallar 2. flokks þjálfarinn á mig og segir að ég þurfi að drífa mig upp á völl því að ég er að fara vera á bekknum,“ segir Hilmar Örn. Hann átti þó ekki von á því að hans fyrsti leikur fyrir meistaraflokk væri í kortunum. Þegar hann mætir á Seltjarnarnes eru rétt tæpar tíu mínútur liðnar af leiknum og sér hann Svein Óla liggja í jörðinni. „Ég kem, er að labba niður í klefa þá sé ég Svenna fá byltuna og detta niður. Þegar ég er að klæða mig í fötin kemur markmannsþjálfarinn og segir mér að ég þurfi að fara inn á völlinn því Svenni sé meiddur.“ Hilmar Örn þurfti að hafa hraðar hendur og var án nokkurs fyrirvara mættur í markið. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en á fyrstu mínútum hans í meistaraflokki var beðið eftir sjúkrabíl fyrir Svein Óla. „Það var smá stress að sjá hann og finna fyrir honum fyrir aftan sig, ég fann til með honum. Manni líður miklu betur með að heyra að það sé í lagi með hann og hann megi byrja að æfa aftur á næstunni. Þetta er miklu þægilegra núna, eftir á.“ En hvernig var það fyrir þig að spila þinn fyrsta meistaraflokks leik? „Það eru ótrúlega mikil gæði í þessari deild og leikmennirnir þarna eru rosalega góðir. Þetta er mikið skref upp frá því að vera í 2. flokknum en annars var þetta bara góð reynsla, finnst mér,“ sagði Hilmar Örn að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira