Forest kvartar vegna dómaranna á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 07:00 Leikmenn Forest voru ekki sáttur með Stuart Attwell, dómara. Stu Forster/Getty Images Nottingham Forest hefur sent inn kvörtun til dómarasambands, PGMOL, Englands vegna dómaranna í 3-2 tapi liðsins gegn Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Gestirnir frá Nottingham komust 2-0 yfir þegar innan við fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn sneru dæminu sér í vil og unnu 3-2 sigur. Sigurmarkið skoraði Bruno Fernandes úr vítaspyrnu en skömmu þar á undan hafði Joe Worrall, fyrirliði Forest, fengið rautt spjald. Steve Cooper, þjálfari Forest, sagðist þurfa að bíta í tunguna á sér er hann ræddi Stuart Attwell, dómara leiksins, við fjölmiðla að leik loknum. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, um málið voru töluvert fleiri dómar sem Forest voru óánægðir með heldur en aðeins rauða spjaldið og vítaspyrnan. Attwell sendi Worrall af velli fyrir að toga í Fernandes sem var í þann mund að sleppa í gegn. Fékk rauða spjaldið fyrir að vera aftasti maður en Forest vill meina að Willy Boly hafi verið nægilega nálægt til að það sé hægt að deila um hvort Fernandes hafi verið sloppinn í gegn. Vítaspyrnan var svo dæmd þegar Danilo felldi Marcus Rashford sem var á fleygiferð framhjá honum en Forest vill meina að um litla snertingu hafi verið að ræða. Í bæði skiptin skoðaði Robert Jones, myndbandsdómari leiksins, atvikið og var sammála ákvörðunum Attwell. Nottingham Forest to consider official complaint against referee Stuart Attwell in Man Utd defeat @JPercyTelegraph#TelegraphFootball #CFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 27, 2023 Dómarar á Englandi hafa átt undir högg að sækja í upphafi tímabils og virðist þolinmæði almennings gagnvart myndbandsdómgæslunni, VAR, á þrotum. Sama má segja um mörg lið deildarinnar og er þetta enn eitt dæmið um það. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. 26. ágúst 2023 17:46 Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. 25. ágúst 2023 10:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Gestirnir frá Nottingham komust 2-0 yfir þegar innan við fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn sneru dæminu sér í vil og unnu 3-2 sigur. Sigurmarkið skoraði Bruno Fernandes úr vítaspyrnu en skömmu þar á undan hafði Joe Worrall, fyrirliði Forest, fengið rautt spjald. Steve Cooper, þjálfari Forest, sagðist þurfa að bíta í tunguna á sér er hann ræddi Stuart Attwell, dómara leiksins, við fjölmiðla að leik loknum. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, um málið voru töluvert fleiri dómar sem Forest voru óánægðir með heldur en aðeins rauða spjaldið og vítaspyrnan. Attwell sendi Worrall af velli fyrir að toga í Fernandes sem var í þann mund að sleppa í gegn. Fékk rauða spjaldið fyrir að vera aftasti maður en Forest vill meina að Willy Boly hafi verið nægilega nálægt til að það sé hægt að deila um hvort Fernandes hafi verið sloppinn í gegn. Vítaspyrnan var svo dæmd þegar Danilo felldi Marcus Rashford sem var á fleygiferð framhjá honum en Forest vill meina að um litla snertingu hafi verið að ræða. Í bæði skiptin skoðaði Robert Jones, myndbandsdómari leiksins, atvikið og var sammála ákvörðunum Attwell. Nottingham Forest to consider official complaint against referee Stuart Attwell in Man Utd defeat @JPercyTelegraph#TelegraphFootball #CFC— Telegraph Football (@TeleFootball) August 27, 2023 Dómarar á Englandi hafa átt undir högg að sækja í upphafi tímabils og virðist þolinmæði almennings gagnvart myndbandsdómgæslunni, VAR, á þrotum. Sama má segja um mörg lið deildarinnar og er þetta enn eitt dæmið um það.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. 26. ágúst 2023 17:46 Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. 25. ágúst 2023 10:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. 26. ágúst 2023 17:46
Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. 25. ágúst 2023 10:30